Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 93
NORÐURLJ ÓSIÐ
93
háttur, ég held í Bretlandi. Bretar segja að minnsta kosti: „Við
töpum orrustunum, en vinnum stríðin.“ Lauk þann veg stríði
mínu við reikninginn.
Þetta ættu þeir að hafa hugfast, sem lifa vilja Kristi, en finna
sig breyska og lítils megnuga á öllum sviðum trúarlífsins. „Taktu
með þér bókina,“ er ráð mitt. Taktu og lestu biblíuna þína. Láttu
hana fylgja þér, bæði heima og að heiman. Glímdu við að skilja
hana með bæn til Guðs um skilning. Reyndu að breyta eftir henni
og bið Guð um þá náð, sem þú þarfnast til að gera það. Gerir
þú þetta, getur ekki hjá því farið, að þú takir framförum í and-
lega lífinu.
16. Fermingin.
Síra Jóhann Kr. Briem frá Hruna varð prestur í Miðfirði um
þessar mundir. Hann var góður fræðari og ljúfmenni hið mesta.
Þá var kverkennsla notuð ásamt biblíusögum til undirbúriings
barnafermingar. Kverið, sem ég lærði, var nefnt Klavenes kverið.
Það var aðeins 64 blaðsíður. Helga kver var lengra, eða
100 síður. Ég lærði styttra kverið, „to'ssakverið,“ sem börnin
nefndu það, sem lærðu lengra kverið. Reyndist mér það þó svo
langt, að ég hafði verið að læra það í 5 vetur að minnsta kosti og
var hvergi nærri búinn með það. Nú herti ég mig og lauk við það.
Ekkert hafði ég út á það að setja, sem kverið kenndi nema eitt.
Það var í sambandi við skírnarnáðina, sem Guð hafði veitt mér,
þegar ég var skírður sem barn. Kverið kenndi mér, að þessa
náð gæti ég misst, ef ég syndgaði mikið. Þá fannst mér ekkert
í hana varið. Ég vildi eiga náð, sem yfirgæfi mig aldrei, þegar
ég þyrfti á henni að halda.
Venja var, að börn væru ekki fermd, ef þau voru þannig á ár
komin, að þau væru yngri en þrettán og hálfs árs. Þegar ferma
skyldi börnin þetta vor, 1913, skorti mig tvo daga til að ná lág-
marks aldri. En prestur lét það litlu máli skipta, og skyldi ég því
fermast 11. maí, á hvítasunnudag.
Eldsnemma vakti faðir minn mig þennan dag, til að leita hest-
anna. Var þá þoka, en þó eigi þétt. Fann ég hestana fljótt. Var
tíminn meir en nægur til brottbúnings og kirkjuferðar. Létti þok-
unni, og gerði glampandi sólskin. Miðfjarðará var allmikil, en
kom þó eigi að sök.
Við stigum af baki hestunum við túngarðinn á Staðarbakka.