Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 94

Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 94
94 NORÐURLJÓSIÐ Þar fórum við úr reiðfötum. Var ég búinn svo vel, sem föng voru á. Vinnukonan, Helga Gísladóttir, lánaði mér stígvélaskó. Var hún, auk foreldra minna og systur, með í förinni. Biðin varð löng áður en messa 'hófst. Gengum við áður, ferm- ingarbömin, til stofu á Staðarbakka, og þar átti presturinn stund með okkur áður en gengið var í kirkju. Ekki held ég, að okkur hafi nokkuð verið raðað eftir ætt eða mannvirðingum feðra okkar svo sem áður var tízka. Ég svaraði þeim spurningum, sem prestur spurði mig, þar sem hann stóð fyrir altarinu, og hafði yfir trúarjátninguna, ásamt honum og hinum börnunum. Svo var þessu lokið. Ég var kominn ásamt þessum félögum mínum í kristinna manna tölu. Nú var ég genginn í röð fullorðna fólksins. Allt þetta verkaði þannig á mig, að yfir mig lagðist þungi, sem hvíldi fast á herðum mér. Hann lá á mér það, sem eftir var dagsins. Ég vaknaði með hann næsta morgun. Hann hvarf svo smátt og smátt. Ekki man ég eftir sérstökum fermingargjöfum. En hvort það var þá eða þar á eftir, gáfu foreldrar mínir mér gjafir tvær um það leyti. Faðir minn gaf mér úr, sem hann hafði átt, síðan Bjarni drukknaði í tjörninni hjá Nípukoti. Fékk hann það eftir hann. Sagði hann mér, að ekki hefði hann efni á að gefa mér annað en þetta. Mun hann þá sem eflaust oftar hafa fundið til fátæktar sinnar. Löngu síðar gaf hann mér úr í annað sinn, og klukku fengum við hjónin frá honum í brúðkaupsgjöf. Þá var fjárhagurinn rýmri orðinn en forðum. Móðir mín gaf mér bók, sem heitir ,.Bók æskunnar.“ Segir af henni í öðrum þætti. 17. Lappi. Hér verður að geta ferfætts vinar míns og félaga um nokk- urra ára skeið. Þegar ég var um fermingaraldur, líklega heldur síðar, þótti mér nauðsyn, að eignast hund. Skrýtinn tók að eldast, fénu fjölg- aði heldur, svo að hagkvæmar var, að hafa tvo fjárhunda. Ég fékk hvolp frá Fremri-Fitjum. Hann var alsvartur, nema lappir hVítar. Hlaut hann því nafnið Lappi. Lappi var smávaxinn og snöggjhærður alla tíð. Friðsamur var hann og óáleitinn við aðra rakka. Ef þeir réðust að honum, sem stundum bar til, lagðist hann á bakið og hreyfði hvorki kjaft né
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.