Norðurljósið - 01.01.1967, Page 104
104
NORÐURLJÓSIÐ
„Þú áttir að fara og segja föður þínum frá,“ svaraði röddin.
„Það þori ég ekki,“ sagði ég.
„Þú getur það,“ sagði röddin.
Mér fannst ég ekki geta það, en mér til undrunar sneri ég við,
gekk inn í baðstofu og sagði við föður minn, sem sat þar á rúmi:
„Pabbi, ég braut stafinn þinn.“
Svo undrandi varð faðir minn á þessari óvenjulegu hrein-
skilni, að hann steingleymdi að skamma mig!
Þá fann ég, að eitthvað hafði gerzt hið innra með mér, þegar
ég kom til Jesú eins og ég var.
Nú kom nýtt mál til sögunnar. Greinin sagði, að þeir, sem
taka við Jesú, eiga að láta aðra vita það. Hann sagði: „Hver,
sem því kannast við mig fyrir mönnunum, við hann mun ég
einnig kannast fyrir föður mínum á himnum. En hver sem af-
neitar mér fyrir mönnunum, honum mun ég og afneita fyrir
föður mfnum á himnum.“ (Matt. 10. 32., 33.).
Eg varð því að hlýða þessu og segja öðrum frá, að ég hefði
komið til Jesú.
Ég kaus fyrst að segja móður minni það. Það var léttast. Henni
virtist þykja vænt um þessa nýju lífsstefnu, sem ég hafði tekið.
Næst sagði ég Þóru, systur minni, frá þessu, sem ég hafði
gert. Hún var aðeins á 10. ári. Ég hvatti hana til að gera slíkt
hið sama. En daufar voru undirtektir hennar með það. Sá tími
kom seinna, að hún gerði það.
Erfiðast var að segja föður mínum frá. En orð Krists voru
ákveðin: „Hver sem blygðast sín fyrir mig og mín orð . . . .,
fyrir hann mun og Manns-sonurinn blygðast sín, þegar hann kem-
ur í dýrð föður síns með heilögum englum.“ (Mark. 8. 38.). Ég
óskaði, að þessi orð stæðu ekki í biblíunni. En þau stóðu þar
og knúðu mig áfram.
Eg sagði föður mínum frá, að ég hefði snúið mér til Krists.
Hann hálfhló, en sagði ekkert særandi við mig. Sá tími kom, lof
sé Guði, að hann steig sama sporið sjálfur og kom til Jesú.
Þessir dagar voru dýrlegir tími. En svo fór, að eitthvað af
hinu gamla náði valdi yfir mér aftur.
Þá byrjaði hjá mér baráttan, stríðið, á milli holdsins og and-
ans, sem Páll talar um í Galatábréfinu. „Holdið“ er gamla eðlið
okkar, sem við eigum eingöngu áður en við veitum Jesú við-
töku, komum til hans. Páll segir: „Holdið girnist gegn Andan-
um og Andinn gegn !holdinu.“ „Framgangið í Andanum, og þá
fullnægið þér alls ekki girnd holdsins.“ Þegar ég hlýddi rödd