Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 113
NORÐURLJÓSIÐ
113
Dolly hafði veriS tónlistar námsstjóri í skólunum, og hún elsk-
aði mjög hljómlistina. Dægrastytting hennar var sú helzt í leg-
unni, að hlusta á alla þá hljómlist, sem hún gat náð um útvarpið.
Dag nokkurn heyrði hún eitthvað, sem hún taldi óvenjufagra
orgel og slaghörpu hljómlist. Hún ætlaði að fara að njóta henn-
ar, þegar hún lieyrði kvenrödd segja: „Og hafið þið verið að
bíða eftir mér?“ „Ég flýtti mér að ná í aðra stöð,“ sagði Dolly,
„því að ég vildi ekkert við slíkt eiga. En einhvern veginn fór ég
að hlusta á þessa hljómlist þarna dag eftir dag. Þá bar svo til,
að ég heyrði einhvern bera fram vitnisburð sinn í útvarpinu. Ég
man ekki, um hvað hann var. En hann vakti athygli mína, og ég
fór að hlusta á allan útvarpsþáttinn.“
Dolly hafði verið í sunnudagaskóla og sótt kirkju, en hún
hafði aldrei heyrt um andlegar lækningar. „Ég vissi mjög lítið
um Guð. Ég hugmyndaði mér hann langt uppi í himninum, ef sá
staður væri til, og ég var viss um, að hann hefði ekki áhuga
fyrir okkur hér og nú á dögum .... Og hvað viðvíkur kraftaverk-
um,“ bætti hún brosandi við, „þá býst ég við, að eftir að vera
brautskráð úr menntaskóla, þá held ég, að ég hafi litið á sjálfa
mig sem of skynsama og ,,menntaða“ til að trúa slíku.“
Dolly hlustaði á hvern útvarpsþáittinn eftir annan, og hún tók
að hugleiða, hvort ekki væri eitthvað hæft í þessum lækningum,
sem hún var að heyra um. Loksins spurði hún móður sína, hvort
hún vildi ekki fara með sér í Carnegie salinn. Þær fóru þangað
saman fáum vikum síðar.
„Ég hafði fastað allan daginn,“ rifjar Dolly upp. „og þegar
við komum að salnum, var ég orðin svo veik, að ég vissi ekkert,
hvað ég átti að gera; en ég hafði séð dásamlega hluti gerast og
það með eigin augum.“
Þegar maður hennar spurði hana um kvöldið, hvort hún hefði
læknazt, sagði hún: „Ég iheld ekki. En það gerist eitthvað þar,
sem ég get ekki skilið, og ég verð að fara aftur.“
Daginn eftir leið henni betur en um langan tíma áður. En eins
og hún segir: „Ég var ekki ennþá tilbúin að fá lækningu. Ég var
ennþá of fáfróð í andlegum efnum.“
Nokkru síðar sóttu þær mæðgur aftur kraftaverka guðsþjón-
ustu. Meðan hún stóð yfir, læknaðist lítil, mállaus stúlka, sem
hinn geysistóri söfnuður var að biðja fyrir.
„Ég var brosandi og sæl,“ segir Dolly frá, „er skyndilega
eitthvað virtist taka í mig. Mér fannst eins og ein'hver væri að
kreista mig alla. Samtímis skein skært Ijós, sem virtist koma nið-