Norðurljósið - 01.01.1967, Side 114

Norðurljósið - 01.01.1967, Side 114
114 NORÐURLJÓSIÐ ur um loftiö, og ég varð að byrgja fyrir augun til að vernda þau fyrir skærustu birtunni, sem ég hefi nokkru sinni séð. Eg fór að gráta og gráta. Enginn annar hafði séð ljósið, o.g fólkið vissi ekki, hvað gekk að mér.“ Upp frá þeim degi hafði Dolly óseðjandi hungur efdr orði Guðs. Hún hlustaði á hverja ræðu, sem hún gat heyrt í útvarpi, hún las í biblíunni í fyrsta skipti á mörgum árum, og hún byrj- aði að sækja kirkju. Hún gat ekki enn haldið á sálmabók, af því að hún var of þung, einhver annar varð að halda henni fyrir hana. Hún gat enn ekki sungið nema fáein orð án þess að þurfa að soga að sér loftið. En hún segir: „Lækning mín fannst mér ekki skipta miklu máli lengur. Eg hafði öðlazt frið.“ Það var um þetta leyti, að Elízabeth Gethin og fjölskylda hennar fluttust aftur til Pittsburgh. Samkvæmit frásögn Dollyar fékk hún Elízabeth til að fara með sér til guðsþjónustu, af því að þær mágkonurnar höfðu alltaf verið guðræknar, og Dolly langaði til þess, að Elízabeth fengi að njóta þess, er hún sjálf hafði fundið. Frú Gethin segir, að hún fór með Dolly til guðsþjónustunnar, af því að hún sem hjúkrunarkona, vissi, í hve alvarlegu ástandi hjartað í henni var, og fannst það ekki öruggt, að hún færi ein í salinn. „Hún var alltaf að taka Iyf,“ segir Elízabeth, „var ákaflega blá og móð. Hún hafði verið undir læknishendi í átta ár vegna alvarlegs og ólæknandi hjartasjúkdóms, frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Eg þorði blátt áfram ekki að láta hana fara eina. Ég óttaðist að líða mundi yfir hana. Ég vildi vernda hana í fólksfjöldanum. Ég verð að játa, að ég var treg til að fara og dálítið óþolinmóð yfir að þurfa að sleppa heilum degi til að láta eftir heimskulegum kenjum í Dolly og sækja einhverja guðræki- lega samkomu, sem ég vissi, að mér gæti ekki geðjast að eða trúað. En mér fannst það skylda mín að fara með henni.“ Þegar í upphafi guðsþjónustunnar, meðan beðið var fyrir konu, sem fengið hafði heilablóðfall, fór kraftur Guðs um Dolly. Með þjálfuðum augum hjúkrunarkonunnar gætti frú Gethin að hverju smáatriði þess, sem gerðist. Hún horfði fyrst á með vís- mdalegri forvitni, en síðan með lotningu, þá gerbreytingu, sem var að verða á mágkonu hennar fyrir augum hennar. Hún lýsti því ljóslifandi, hvernig neglurnar á fingrum Dollyar misstu á andartaki blámann og fengu heilbrigðan, ljósrauðan lit. Hún sá,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.