Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 114
114
NORÐURLJÓSIÐ
ur um loftiö, og ég varð að byrgja fyrir augun til að vernda þau
fyrir skærustu birtunni, sem ég hefi nokkru sinni séð. Eg fór
að gráta og gráta. Enginn annar hafði séð ljósið, o.g fólkið vissi
ekki, hvað gekk að mér.“
Upp frá þeim degi hafði Dolly óseðjandi hungur efdr orði
Guðs. Hún hlustaði á hverja ræðu, sem hún gat heyrt í útvarpi,
hún las í biblíunni í fyrsta skipti á mörgum árum, og hún byrj-
aði að sækja kirkju.
Hún gat ekki enn haldið á sálmabók, af því að hún var of
þung, einhver annar varð að halda henni fyrir hana. Hún gat
enn ekki sungið nema fáein orð án þess að þurfa að soga að
sér loftið. En hún segir: „Lækning mín fannst mér ekki skipta
miklu máli lengur. Eg hafði öðlazt frið.“
Það var um þetta leyti, að Elízabeth Gethin og fjölskylda
hennar fluttust aftur til Pittsburgh. Samkvæmit frásögn Dollyar
fékk hún Elízabeth til að fara með sér til guðsþjónustu, af því
að þær mágkonurnar höfðu alltaf verið guðræknar, og Dolly
langaði til þess, að Elízabeth fengi að njóta þess, er hún sjálf
hafði fundið.
Frú Gethin segir, að hún fór með Dolly til guðsþjónustunnar,
af því að hún sem hjúkrunarkona, vissi, í hve alvarlegu ástandi
hjartað í henni var, og fannst það ekki öruggt, að hún færi ein í
salinn.
„Hún var alltaf að taka Iyf,“ segir Elízabeth, „var ákaflega
blá og móð. Hún hafði verið undir læknishendi í átta ár vegna
alvarlegs og ólæknandi hjartasjúkdóms, frá læknisfræðilegu
sjónarmiði. Eg þorði blátt áfram ekki að láta hana fara eina.
Ég óttaðist að líða mundi yfir hana. Ég vildi vernda hana í
fólksfjöldanum. Ég verð að játa, að ég var treg til að fara og
dálítið óþolinmóð yfir að þurfa að sleppa heilum degi til að láta
eftir heimskulegum kenjum í Dolly og sækja einhverja guðræki-
lega samkomu, sem ég vissi, að mér gæti ekki geðjast að eða
trúað. En mér fannst það skylda mín að fara með henni.“
Þegar í upphafi guðsþjónustunnar, meðan beðið var fyrir
konu, sem fengið hafði heilablóðfall, fór kraftur Guðs um Dolly.
Með þjálfuðum augum hjúkrunarkonunnar gætti frú Gethin að
hverju smáatriði þess, sem gerðist. Hún horfði fyrst á með vís-
mdalegri forvitni, en síðan með lotningu, þá gerbreytingu, sem
var að verða á mágkonu hennar fyrir augum hennar. Hún lýsti
því ljóslifandi, hvernig neglurnar á fingrum Dollyar misstu á
andartaki blámann og fengu heilbrigðan, ljósrauðan lit. Hún sá,