Norðurljósið - 01.01.1967, Side 121
NORÐURLJÓSIÐ
121
Eftir ferS sína um Austurland og Austur-Skaftafellssýslu, fór
mr. Gook margar ferðir um landið, svo sem um Skagafjörð,
Húnavatnssýslur og um Barðastrandarsýslu. Taldi hann ferðina
um iþá sýslu einhverja hina erfiðustu. Það var sumarið 1921. Þá
var norðan ‘hávaðarok alla daga. Alstaðar lá fólk í inflúenzu og
því minni samkomusókn. Allt var ferðast á hestbaki í þá daga.
Síðar fékk hann bifhjól, um 1929, sem varð aðalferðatækið á
landi næstu árin. Loksins kom bifreiðin, og fór hann þá aftur
ferðir til Austurlands og víðar. Sumarið 1933 fór hann með
skipi til Hornafjarðar, en þaðan á hestum um Austur-Skafta-
fellssýslu í annað sinn. Var það mjög erfið ferð þar.
Á öllum þessum ferðum sínum hélt Aríhur fjölmargar sam-
komur og talaði við fjölda fólks, bæði um andleg efni og þó
einkum um lækningar. Hann stundaði smáskammtalækningar
með ágætum árangri og dró tennur úr, og fólk þyrptist til hans,
er hann var á ferð. Margir skrifuðu líka og báðu um lyf, og fólk
á Akureyri leitaði talsvert til hans. Vegna lækningastarfsins komst
fjöldi manna í einhverja snertingu við andlega starfið líka.
Þegar Arthur fór af stað í þetta fyrsta ferðalag, hafði hann
ekkert minnzt á skírn trúaðra við þá, sem höfðu snúið sér til
Krists. Meðan hann var að heiman, kom maður til þeirra og
sagði þeim í trúnaði, að Arthur hafnaði barnaskírn, og mundi
ætla að skíra þá. Var þeim gefinn kostur á öðru samfélagi, þar
sem ekki var iðkuð skírn trúaðra.
Viðbrögð fólksins voru þau, að það spurði: „Hvað segir nýja
testamentið um þetta mál?“ Tók það þá nýja testamentið og
fór að lesa það saman. Niðurstaða lestrar þessarar kennslubók-
ar Guðs fólks varð sú, að þar fann það ekkert boð um, að börn
skyldu skírð, en hins vegar var boðið að skíra lærisveina Krists.
Þar sem fólkið var orðið að lærisveinum Krists, ákvað það, að
þessu boði Drottins sem öðrum skyldi það leitast við að hlýða.
Artbur hafði hikað við að minnast á skírnina, af þvi að hún
var þá — enn meir en nú — mjög viðkvæmt mál. Vildi hann
kunna nægilega mikið í málinu til að geta rökrætt um þetta efni,
ef þörf krefði. Þess þurfti hann nú ekki. Allir, sem ákveðið
höfðu sig fyrir Krist, voru tilbúnir að taka skírn. Var síðan at-
höfn sú framkvæmd við fyrsta tækifæri uppi í Glerárgili. Fylgdi
fólk þangað af forvitni. En þeim, er skírðir voru, var það heil-
ög stund.
Þessi litli hópur lærisveina Krists, ásamt mr. Gook, tók nú að
leitast við að fylgja fyrirmynd hins fyrsta kristna safnaðar,