Norðurljósið - 01.01.1967, Side 128
128
NORÐURLJÓSIÐ
í svo umfangsmiklu starfi eins og því, sem mr. Gook leysti af
höndum, var honum sár þörf á hjálp annarra til að létta af
honum þeim byrðum, sem þeir gátu valdið. Fékk hann stundum
menn frá Englandi sem aðstoðarmenn eða skrifara. Einn þeirra
var mr. Frank Oram. Hann kom til íslands með mr. Gook vorið
1916 og var ráðinn til þriggja ára. Hann hafði hug á, að fara
til Suður-Afríku sem trúboði. En hann var ungur og óreyndur,
svo að eldri bræður í söfnuði hans í Bretlandi, ráðlögðu honum
að vinna með sér eldri manni um tíma, svo að hann kynntist
starfi trúboða af eigin raun. Var hann hjá mr. Gook frá 1916
til 1919.
Þegar mr. Oram var farinn aftur til Englands (1919), kom
Helgi Tryggvason frá Kothvammi í Húnavatnssýslu og var hjá
mr. Gook sem aðstoðarmaður í nokkur ár, að minnsta kosti
öðru hvoru. Hann fór síðan í kennaraskólann og er nú kennari
við þann skóla.
Enskur maður, Swan að nafni, kom ásamt konu sinni og voru
um tíma á Sjónarhæð hjá mr. Gook. Þau höfðu hugsað sér, að
setjast að hér sem trúboðar, en af því varð ekki. Sama máli hef-
ir gegnt með fleiri, sem komið hafa, þeir hafa ætlað að starfa
hér, en horfið skjótt aftur af landi brott.
Þörfin á varanlegum, íslenzkum aðstoðarmanni varð æ brýnni.
Mun hún hafa verið mikið og sífellt bænarefni mr. Gooks. En
hann mun hafa talið, að þeim bænum hafi verið svarað, er nú-
verandi ritstjóri Nlj. kom til hans vorið 1929, en hann settist þá
að á Akureyri og vann síðan með mr. Gook, unz hann fluttist
brott af íslandi. Hann lagði af stað frá Akureyri 8. ágúst 1955,
eða 50 árum og 5 dögum eftir komu sína þangað.
Mr. Gook var tvfkvæntur. Fyrri kona hans, Florence, tók bein-
an þátt í starfinu þau ár, sem hún var Ihér á landi, er hún hafði
sérstakar samkomur fyrir konur. En hún fór til Englands árið
1919, er börnin hófu skólanám á Englandi, en reynt hafði verið
árangurslaust að fá enskan kennara handa þeim hingað. Varð
sú dvöl þar löng.
Húsmóðursætið á Sjónarhæð stóð autt í 30 ár, nema um
nokkurra vikna skeið 1929, er frú Gook dvaldi hér á landi, og
svo aftur um tíma 1949, er hún kom aftur til Islands. Þá andað-
ist hún austur við Astjörn, í Kelduhverfi.
Hjá þeim hjónum hafði unnið ung stúlka, Kristín Steinsdótt-
ir. Hana hafði Arthur leitt til Krists, er hún var á unglingsaldri.
Þessa stúlku bað frú Gook að vera kyrra hjá manni sínum og