Norðurljósið - 01.01.1967, Side 141
NORÐURLJÓSIÐ
141
Þá er sagt, strax á eftir þessu, að Abram hafi lagt af stað og
komið til Kanaanlands. Síðan segir: „Þá birtist Drottinn Abram
og sagði við hann: Niðjum þínum vil ég gefa þetta land.“ Abra-
ham (sem enn hét Abram) hlýddi boði Guðs og fékk fyrirheit
frá Guði. En um það, sem tekið hefir verið fram hér að framan,
er aftur greint í Hebreabr. 11. 8.—11.: „Fyrir trú hlýðnaðist
Abrabam því, er hann var kallaður, að fara burt til staðar, sem
hann átti að fá til arftöku, og hann fór burt, vitandi eigi, hvert
leiðin lá. Fyrir trú varð hann útlendingur í landi fyrirheitis-
ins, eins og hann ætti ekki landið, og hafðist við í tjöldum,
ásamt ísak og Jakob, er voru samerfingjar með honum að hinu
sama fyrirheiti. Því að hann vænti borgar á traustum grundvelli,
þeirrar sem Guð er smiður að og byggingameistari. Fyrir trú
varð enda Sara fær um að verða barnshafandi, og það enda þótt
hún væri komin yfir þann aldur, þar sem hún taldi þann áreiðan-
legan, sem fyrirheitið hafði gefið.“
Þessi hlýðni Abrabams var öll fyrir trú — trú Abrahams á
Guði og fyrirheitum hans. Hinn trúaði Abraham var fús til
hlýðni við Guð, og þess vegna kallar Guð hann vin sinn, jafn-
vel ástvin sinn. Sjá Jesaja 41., 8. og 10.: „En þú Israel, þjónn
minn, Jakob, sem ég hefi útvalið, þú afsprengi Abrahams ástvin-
ar míns. . . .ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri
hendi réttlætis míns.“
Abraham elskaði Guð og tilbað hann.
í bréfunum í nýja testamentinu er allvíða talað um Abrabam,
og á sumum stöðum allrækilega. Hvergi er þar neitt tekið fram
til löstunar né sem ávirðing spámannsins. Heldur er spámaður-
inn Abraham settur þar fram sem fyrirmynd þeirra, sem trúa á
Guð, og svo fast að orði kveðið, að hann sé „faðii“ hinna trú-
uðu í gervallri kristninni, þar sem hann — eftir að hafa fengið
fyrirmæli Guðs og hlýðnazt þeim, og eftir að hafa fengið fyrir-
heit um, að af hans afkvæmi skyldu allar þjóðir jarðarinnar
blessun hljóta, og að hann sjálfur skyldi blessun vera — trúði
Guði. Og það stendur víða í þessum nýja testamentis bréfum,
að vitnað er til þess, sem í I. Mósebók stendur um Abraham í
þessu sambandi: „En Abraham trúði Guði, og það var reiknað
honum til réttlætis.“ (Róm. 4. 3.; Galatbr. 3. 6.; I. Mós. 15. ó.).
(Sjá og Jakobsbr. 2. 21.—23.; lesa ber og allan 4. kap. í Rómv,-
br.). Um það, að Abraham er talinn „faðir“ þeirra, sem irúa,
hvort heldur þeir eru óumskornir eða umskornir, má lesa í Róm.
4. 11. og 12. v. og víðar. Hann er því talinn af postulanum Páli