Norðurljósið - 01.01.1967, Side 148
148
NORÐURLJÓSIÐ
Aðrir kaupmenn ættu að gera eins
Afríkanskur trúboði gekk inn í nýlenduvöruverzlun í þorpi í
Cameroun. Sem venjulega fór hann að tala um þá hluti, sem Guð
varða. Verzlunin varð að eiga sig, meðan fólkið, sem komið
hafði til að verzla, hlustaði á hann með athygli. Kaupmaðurinn
sjálfur var samt fullur af háði og gerði gys að gestinum og að
bók hans. „Biblían! “ sagði hann með hæðnisróm. „Hvers vegna
ertu að tala um biblíuna?“ Trúboðinn skipti sér ekkert af móðg-
unum hans, en sagði það, sem hann 'þurfti að segja, áður en
hann hélt áfram.
Hann kom svo að sjúkrahúsi þorpsins til að tala við sjúkling-
ana. Hann gekk einnig inn í fæðingardeildina. Hjá einni konu
skildi hann eftir ritið „Vegurinn til hjálpræðis.“ Síðan hélt hann
leiðar sinnar.
Er heimsóknartíminn í fæðingardeildina var um kvöldið, kom
þar hópur hreykinna feðra svo sem venja var. Einn þeirra greip
upp litla, rauða bók, sem hét „Vegurinn til hjálpræðis.“Hann fletti
henni áhugalaust og stakk henni svo í vasa sinn. Þegar hann kom
heim, tók hann bókina og fór að lesa hana. Hann sá, að innihald-
ið var greinir úr biblíunni, en þær fluttu boðskap, sem hann hafði
aldrei heyrt áður. Þótt furðu gegni, átti hann bi'blíu, svo að hann
bar saman bókina og greinirnar í biblíunni.
„Hver gaf þér þennan bækling?" spurði hann konu sína næsta
dag.^
„Ég veit ek'ki, hvað hann heitir,“ svaraði hún, „en ég skal
grennslast eftir því, þegar hann kemur aftur.“
Næst þegar trúboðinn kom á fæðingardeildina, fékk konan hon-
um heimilisfang. „Hér á maðurinn minn heima,“ sagði hún.
„Hann langar til að tala við þig um orðin í lrókinni, sem þú gafst
mér.“
Trúboðinn og maður hennar hittust. „En þú ert maðurinn,
sem ég gerði gys að, þegar þú komst í húðina mína,“ hraut út
úr forviða kaupmanninum, því að þetta var hann. Frá því nokkru
eftir miðdegi og langt fram á kvöld ræddi trúboðinn við hann
og skýrði fyrir honum út frá ritningunni hjálpræðisveginn eina.
Að lokum opnuðust augu skilnings kaupmannsins, og hann
sneri sér til trúar á Krist. Nýja barnið kom heim til nýs föður.
Þetta var fyrir tveimur árum. Núna er húð kaupmannsins
skipt í þrennt. I einum hluta hennar er verzlunin. í öðrum er
biblían og kristilegar bækur til sýnis og sölu. Svo er einnig lítið