Norðurljósið - 01.01.1967, Side 164

Norðurljósið - 01.01.1967, Side 164
164 NORÐURLJÓSIÐ um biðja, þegar vér höfum framkvæmt eitthvað hrósvert, þá gæt- um vér haldið áfram og gert það, sem er ennþá meira. Reynslan sýnir, að oft verðum vér annaðhvort upp með oss eða niður- beygðir út af því, sem vér höfum gert í nafni Drottins, svo að vér komumst ekkert lengra í verki og framkvæmdum. Vér líkjumst þeim, sem vér erum alltaf með. Hve börnin verða lík foreldrum sínum! Mörgum mæðrum og feðrum hefir orðið bylt við að sjá, hvernig gallar þeirra og heimska speglast í börn- unum, sem þau eiga. Eiginmaður og eiginkona líkjast hvort öðru meir með tímanum. Þannig er því einnig farið, að maður, sem mikið er með Guði, verður líkur Guði. Vér inunum aldrei kunna að meta kærleika Krists til vor, nema vér sjáum á hak við hann svartan grunn synda vorra. Sá einn elskar mikið, sem mikið er fyrirgefið. Traustið á það, að Kristur lækni, leiðir af sér lækningu. Sé Kristi treyst til að hjálpa, kemur hjálpin. Sé Kristi treyst til að fyrirgefa, veitist fyrirgefning. Með trausti á, að Kristur veiti kraft, kemur kraftur. Traustið, að Kristur gefi sigur, veitir sig- ur. Eðlisfar Krists og ótvíræð fyrirheit hans valda því, að traust- ið á honum ber þessa ávexti. Sannkristinn, trúaður maður hefir rétt til þess að reiða sig á Guð. Ur djúpi hjarta míns lofa ég Guð fyrir það, að Kristur hékk á krossinum. 011 von mín um það, að Guð veiti mér viðtöku, er byggð á þeim grundvelli, að Kristur bar syndir mínar á líkama sínum upp á krossinn, og ég vegsama Guð fyrir það. En ég lofa Guð líka fyrir Krist í mér. Hann, hinn lifandi, persónulegi Kristur, lætur nú líf sitt vera í mér og fara í gegnum mig, svo að ég breyti eins og hann breytti. Sannkristinn trúmaður sleppir ekki biblíunni, sem uppfyllir aldýpstu þarfir hans. Hún flytur honum fyrirgefning og frið í staðinn fyrir sektartilfinning og eftirsjá. Hún veitir honum frelsi, fullþroska og manngöfgi í staðinn fyrir þrældóm syndarinnar. Hún færir honum huggun á dimmustu sorgarstundum; svart ský þrumunnar gerir hún að regnboga, sem blæs í brjóst mannsins óslökkvandi von, þegar hann þarf að horfast í augu við dauðann og skelfingar hans. Hvað getur fullnægt þeim hjörtum, sem finna til synda sinna? Ekkert, nema guðdómlegur frelsari, sem hefir endurleyst þau með því að úthella blóði sínu til að gjalda sekt þeirra. Einhver hinn mesti skortur í mörgu því, sem vér köllum vakningarstarf nú á dögum, er skortur á sterkri tilfinningu um synd af hálfu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.