Norðurljósið - 01.01.1967, Side 177

Norðurljósið - 01.01.1967, Side 177
NORÐURL.JOSIÐ 177 Rauðhærða stúlkan og dansinn Kafli úr ræðu eftir dr. Ernest Pickering. Fyrir nokkrum árum var ég að prédika á æskulýðsmóti í Kali- forníu. Þetta var sumarmót unglinga, og 400—500 af þeim voru þar samankomnir. Við vorum þar í heila viku. Kennt var úr bi'blíunni á morgnana, en prédikað á kvöldin. Nokkuð af því, sem kennt var fjallaði um efnið, að skilja sig frá öllu, sem er rangt. Er lokið var biblíulestri einn morguninn, kom til mín rauð- hærð stúlka. Ég gleymi því aldrei. Hún var 16—17 ára gömul og full af eldi. Hún sagði við mig: „Herra Pickering, þér haldið ekki, að það sé rétt að dansa, er það?“ „Jæja,“ svaraði ég, „hvað haldið þér?“ Hún fékk mikið mælskukast. Rauða hárið fór að fljúga um höfuð hennar, og hún hélt langa einræðu um dansinn. Ég lofaði henni að tæma sig, og þegar hún var orðin róleg, spurði ég: „Nú, spurðuð þér, 'hvort það væri rétt eða rangt af yður að dansa?“ Hún svaraði: „Já.“ „Jæja,“ sagði ég. „Ég hélt, að það hefði verið þetta, sem þér voruð að spyrja mig um, en ég var ekki viss. Ég astla ekki að svara þessu, nema þér gefið mér ákveðið loforð um, að gera eitthvað.“ „Hvað er það?“ „Mig langar til að láta yður fá þrjár ritningargreinar. Mig langar til, að þér skrifið, hverjar þær eru, í biblíuna yðar. Ég vil, að þér farið heim í kvöld, þangað sem þér sofið, takið ritn- ingargreinarnar með yður, ræðið þær við vinstúlkur yðar, ef yður langar til. Ég ætla ekki að rökræða við yður um þetta mál hér. Þér ritið hjá yður greinarnar, athugið þær, komið aftur á morgun, og þá tölum við saman um málið.“ Hún var þessu samþykk. Ég lét hana fá fyrstu greinina: 1. Kor. 10. 31. Ég sagði: „Nú, 'hér er fyrsta greinin. Ritið hana í biblíu yðar.“ Hún gerði það. „Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað, sem þér gerið, þá gerið það allt Guði til dýrðar.“ Ég las greinina fyrir henni, og síðan sagði ég: „Er dansinn innifalinn í þessu: „hvað sem þér gerið?““ Jæja, hún leit á orðin, síðan tók hún til máls. Ég sagði: „Bíðið andartak, við eigum ekki að rökræða, við höfum þegar ákveðið það. Núna verða engar umræður eða rökæður. Munið, hvað þér voruð að segja. Þér eigið aðeins að rita hjá yður ritningargreinarnar.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.