Norðurljósið - 01.01.1967, Síða 177
NORÐURL.JOSIÐ
177
Rauðhærða stúlkan og dansinn
Kafli úr ræðu eftir dr. Ernest Pickering.
Fyrir nokkrum árum var ég að prédika á æskulýðsmóti í Kali-
forníu. Þetta var sumarmót unglinga, og 400—500 af þeim voru
þar samankomnir. Við vorum þar í heila viku. Kennt var úr
bi'blíunni á morgnana, en prédikað á kvöldin. Nokkuð af því, sem
kennt var fjallaði um efnið, að skilja sig frá öllu, sem er rangt.
Er lokið var biblíulestri einn morguninn, kom til mín rauð-
hærð stúlka. Ég gleymi því aldrei. Hún var 16—17 ára gömul
og full af eldi. Hún sagði við mig: „Herra Pickering, þér haldið
ekki, að það sé rétt að dansa, er það?“
„Jæja,“ svaraði ég, „hvað haldið þér?“
Hún fékk mikið mælskukast. Rauða hárið fór að fljúga um
höfuð hennar, og hún hélt langa einræðu um dansinn. Ég lofaði
henni að tæma sig, og þegar hún var orðin róleg, spurði ég: „Nú,
spurðuð þér, 'hvort það væri rétt eða rangt af yður að dansa?“
Hún svaraði: „Já.“
„Jæja,“ sagði ég. „Ég hélt, að það hefði verið þetta, sem þér
voruð að spyrja mig um, en ég var ekki viss. Ég astla ekki að
svara þessu, nema þér gefið mér ákveðið loforð um, að gera
eitthvað.“
„Hvað er það?“
„Mig langar til að láta yður fá þrjár ritningargreinar. Mig
langar til, að þér skrifið, hverjar þær eru, í biblíuna yðar. Ég
vil, að þér farið heim í kvöld, þangað sem þér sofið, takið ritn-
ingargreinarnar með yður, ræðið þær við vinstúlkur yðar, ef
yður langar til. Ég ætla ekki að rökræða við yður um þetta mál
hér. Þér ritið hjá yður greinarnar, athugið þær, komið aftur á
morgun, og þá tölum við saman um málið.“
Hún var þessu samþykk. Ég lét hana fá fyrstu greinina: 1. Kor.
10. 31. Ég sagði: „Nú, 'hér er fyrsta greinin. Ritið hana í biblíu
yðar.“ Hún gerði það. „Hvort sem þér því etið eða drekkið eða
hvað, sem þér gerið, þá gerið það allt Guði til dýrðar.“
Ég las greinina fyrir henni, og síðan sagði ég: „Er dansinn
innifalinn í þessu: „hvað sem þér gerið?““ Jæja, hún leit á
orðin, síðan tók hún til máls. Ég sagði: „Bíðið andartak, við
eigum ekki að rökræða, við höfum þegar ákveðið það. Núna
verða engar umræður eða rökæður. Munið, hvað þér voruð að
segja. Þér eigið aðeins að rita hjá yður ritningargreinarnar.“