Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 182
182
NORÐURLJ ÓSIÐ
neytir venjulegrar fæðu, verður ekki mettur af henni. Jesús Krist-
ur mettar heldur ekki þá menn, sem vilja ekki veita honum viðtöku
og nærast á honum. Vilji menn ekki veita Jesú viðtöku sem
frelsara og Drottni, gagnar hann þeim ekki neitt. Hefir þú veitt
Jesú viðtöku? Hefir þú bragðað hið himneska manna? Ert þú
farinn að næra þig á þessu lifandi brauði, sem kom niður af
hirnni til að gefa heiminum líf? Davíð sagði: „Finnið og sjáið,
hvað Drottinn er góður; sœll er sá maður, sem leitar hœlis hjá
honum.“
Þriðji kafli textans hljóðar þannig: „Þann mun aldrei þyrsta,
sem á mig trúir.“ Menn gera margt til þess að tryggja framtíð
sína, skapa sér ró, veita sér frið og sælu. Sál mannsins þráir
eitthvað, sem er varanlegt, óforgengilegt. Tilfinningar manns-
ins þyrstir eftir svölun eða því, sem er æsandi, spennandi. Andi
mannsins leitar og keppir að háu markmiði. Þegar það næst,
virðist ljóminn farinn af því. Biblían segir: „Maðurinn af konu
fæddur lifir stutta stund og mettast órósemi.“
í þessu sama guðspjalli lesum við um eina konu, sem reynt
hafði ýmislegt, er átti að tryggja henni lífsgleði. Svo rann upp
sú stund, að hún mætti Drottni Jesú við Síkar-brunninn í Sama-
ríu. Þegar þau fóru að tala saman, kom í ljós, að hann var frels-
arinn, en hún var syndarinn. Hún hafði búið með fimm mönn-
um, og sá, sem hún hafði þá, var ekki maðurinn hennar, sagði
Drottinn henni. Hún hafði reynt að drekka lífsgleði úr brunn-
um heimsins. En hún komst að því, að það voru sprungnir brunn-
ar, sem ekki héldu vatni.
Meðan hún stóð við Jakobsbrunninn til að ausa upp vatni,
fór Kristur að segja henni frá annars konar vatni. Hann sagði:
„Hvern þann, sem drekkur af þessu vatni, mun aftur fryrsta; en
hvern þann, sem drekkur af valninu, sem ég mun gefa honum,
mun aldrei að eilíju þyrsta, heldur mun vatnið, sem ég mun gefa
honum, verða í honum að lind, sem sprettur upp til eilífs lífs.“
Þessi kona fékk svölun sálarþorsta síns þennan sama dag og fleiri
en hún. Við lesum, að fleiri Samverjar úr bænum fóru að trúa á
Jesúm vegna orða konunnar. Og þeir sögðu við hana: „Það er
eigi framar fyrir þitt tal, að vér trúum, því að sjúlfir höfum vér
heyrt og vitum, að þessi maður er í sannleika frelsari heimsins.“
Hann, Jesús frá Nazaret, sem er í sannleika frelsari heimsins,
býður öllum að koma til sín: „Ég er brauð lífsins. Þann mun
ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á
mig trúir.“ Fyrir munn Jesaja spámanns segir hann: „Heyrið,