Norðurljósið - 01.01.1967, Page 186

Norðurljósið - 01.01.1967, Page 186
186 NORÐURLJ ÓSIÐ voru mér sérstakt áhugaefni. Ég las allar venjulegar bækur eftir fríhyggjumenn, svo sem Paine, Voltaire, Ingersoll og aðra. Ég tók höndum saman við aðra vantrúarmenn, og ég varð brátt at- hafnasamur starfsmaður. Snemma á unglingsárum fór ég að flytja fyrirlestra gegn trúarbrögðum .... Ég tók að ferðast um landið, flutti fyrirlestra og tók þátt i kappræðum í mörgum stór- borgum .... I Chicago hitti ég mann, Martin S. Charles að nafni, sem varð starfsbróðir minn og óaðskiljanlegur félagi í guðleysinu . ... A mörgum stöðum í Ameríku finnast enn félög vantrúar- eða frí- hyggjumanna, sem stofnuð voru af Charles og Underwood. Arið 1931 stofnuðum við „Guðleysisaldar útgáfufélagið,“ sem hafði sínar aðalstöðvar í San Francisko. Við prentuðum og dreifðum út þúsundum eintaka af smáritum og flugritum .... ásamt mán- aðarriti, sem hét „Guðlausi heimurinn.“ Martin S. Charles var eigandi og útgefandi þessa tímarits, en ég var aðstoðarritstjóri og útgáfustjóri. Þá hélt sorgin innreið sína í ævi Gharlesar vinar míns. Hann missti konuna og varð niðurbrotinn og óhuggandi. Hann missti brátt allan áhuga fyrir starfi okkar og varð heltekinn þunglyndi. Hann fór að ráfa markmiðslaust um landið í árangurslausri leit að hugarléfcti. Hann sá að lokum enga leið út úr þessu nema sjálfsmorð. Þrisvar sinnum greip ég fram í og bjargaði lífi hans .... Eg ákvað að skreppa burt í nokkra daga úr borginni og heim- sækja fólk mitt í Oregon. Ég var aðeins fáa daga og óttaðist, að ég fyndi vin minn látinn, þegar ég kæmi heim. Hann hafði líka búizt við að verða dauður, því að hann hafði gefið fyrirmæli um, að ég ætti að sjá um jarðarför hans á sannan guðleysingja- hátt. I engum kringumstæðum mátti nokkur þjónn fagnaðar- erindisins segja nokkurt orð yfir líkinu, eða, skrifaði hann: „mun ég rísa upp og kalla hann lygara.“ Samt sem áður var Charles ekki dáinn. í rauninni var hann bráðlifandi! En mest allra undra var það, að hann liafði fundið Guð. Um kvöldið, sem ég kom heim, hélt ég útisamkomu á horni 10. strætis og Broadway. Frammi fyrir mörg hundruð manns gerði ég lastmæla árás á trúarbrögðin, guðlausum áheyrendum til mikillar ánægju. Einn af mínum áheyrendum var ekki ánægður. Það var vinur minn Martin S. Charles, sem hafði heyrt, að ég hefði komið um morguninn og hafði leitað mín nálega allan daginn. Er ræðu minni lauk, gekk ég til hans, þar sem hann stóð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.