Norðurljósið - 01.01.1967, Qupperneq 188
188
NORÐURLJÓSIÖ
aftur, ávallt með sama brosið og kjarkinn, sem ég í laumi dáð-
ist að. Hann var kristinn maður úr hreinu gulli og langaði ekk-
ert til að leita hefnda, heldur að vinna sálir fyrir Krist.
Eg stóð þarna í kirkjunni og vonaði, að ungi maðurinn mundi
ekki sjá mig. Allt í einu leit hann beint á mig. Augu hans urðu
galopin af undrun. Hann þaut eftir kirkjuganginum í áttina til
mín. Ég varð hræddur um öryggi mitt og leit eftir útgöngu úr
kirkjunni. Hann þreif í hönd mér og sagði mér, hve glaður hann
væri, að sjá mig. Allmargir tóku í hönd mér, sumir fremur feimn-
islega. En enginn sagði eitt hnjóðsyrði við mig. I fyrsta skipti
á ævinni hitti ég fyrir fólk, sem lifði eftir reglunni: „Elskið ó-
vini yðar.“ Ég vissi að minnsta kosti ekki til þess, að slíku fólki
hefði ég mætt áður.
Ég get ekki munað ræðuna. En ég var að byrja að veikjast af
gamaldags syndatilfinning. Þegar sú sannfæring grípur hjarta
ófrelsaðs rnanns, þá fær hann engan frið eða hvíld, unz hann
leitar auglits Guðs. Ég svaf ekki vel. Ég var tekinn að efast um
vantrú mína. Mér fannst sem grundvöliur vantrúar minnar væri
að molna í sundur ....
Þrá min, að þekkja sannleikann, hrósaði sigri að lokum. Kvöld
nokkurt fór ég í kirkju með Charles. Þegar fólki var boðið að
koma til Krists, féll ég á kné og reyndi að biðja. En það var eins
og ósýnilegar hendur gripu fyrir kverkar mér. Ég gat alveg fund-
ið þrýstinginn að iiálsi mér. Orðin, sem ég ætlaði að segja, voru
hindruð, áður en þau gátu komizt yfir varir mínar. Þegar komið
var undir miðnætti, hafði ég ekki enn sagt nokkurt orð. Ég
ákvað að fara heim, því að ég var hræddur um, að ég héldi öðr-
um þarna lika.
Það virtist, að Guð hefði talað til tveggja manna, sem kropið
höfðu niður hjá mér við altarið. Þeir gengu heim með mér
ásamt Charlesi, og við fórum til herbergja okkar. Þeir stungu
upp á, að við krypum niður, og í nærri tvær klukkustundir báðu
þessir þrír menn innilega fyrir sál minni, og þeir báðu Guð að
opinbera sig hjarta mínu.
Þegar klukkan nálgaðist tvö, sá ég í skelfilegri sýn sjálfan mig
standa frammi fyrir dómshásæti Guðs. Sumir munu segja, að
sýn mín hafi verið ímyndun ein, en mér var hún veruleiki. Eg
gerði mér þá Ijóst, hve hræðilega ég var staddur og hve bráð
var þörf mín á hjálp „utan að frá.“ Ég gat séð sjálfan inig standa
þarna frammi fyrir Guði og vini mína vera að tala máli mínu
fyrir mig, en að ég sjálfur sagði ekki orð. Skyndilega greip mig