Óðinn - 01.01.1922, Síða 7

Óðinn - 01.01.1922, Síða 7
OÐINN 7 Konungur afhendir glímuverðlaun á Þingvöllum 30. júní 1921. Því næst hófst söngurinn á ný. Voru nú sungnir þrír síðari flokkar konungsljóðanna. Einn söng Pjetur Jónsson operusöngvari. Haraldur Sigurðsson ljek undir. Alt Kirkjustræti og mestur hluti Austurvallar var alþakinn fólki, sem heilsaði konungsfylgdinni, er hún fór til móttökuhátíðarinnar. Að lokinni ræðu sinni fór konungur ásamt fjölskyldu sinni út á svalir Alþingis- hússins og ávarpaði fólkið. Kvað hann sjer það mikið gleðiefni, að geta nú, eftir margra ára bið, fetað í fót- spor föður síns og afa og komið í fram- kvæmd heimsókn sinni til íslands, sem ákveðin hefði verið fyrir löngu. KI. 7 um kvöldið hófst veitsla, sem landið kostaði. Var hún haldin í Iðn- aðarmannahúsinu og slegið upp skála til viðbótar sunnan við það. Var háborð að sunnanverðu og sátu við það kon- ungshjónin og prinsarnir, en á aðra hönd þeim forseti sameinaðs Alþingis, Jóh. jóhannesson bæjarfógeti, og frú hans, en forsætisráðherra og frú hans á hina. Það vakti mikla gleði, er kon- ungur kom inn með drotninguna við hlið sjer klædda í íslenska skautbún- inginn. Forseti sameinaðs Alþingis bauð gestina velkomna. Sagði hann það ein- róma ósk og von íslensku þjóðarinnar, að hingaðkoma konungsfjölskyldunnar og dvöl hennar hjer á landi mætti verða henni til ánægju og að náttúran gerði sitt til þess, að svo mætti verða, en undir því væri mikið komið. Á eftir var sungið kvæði eftir Hannes S. Blöndal. Konungur svaraði og óskaði að vinátta og samstarf mætti eiga sjer stað fram- vegis milli Islands og Danmerkur. Undir borðum afhenti konungur forseta sam. þings minningargjöf til Alþingis, stórt og vandað skrautker, mjög fagran grip, og þakkaði forseti gjöfina. Því næst mælti Sveinn Björnsson sendiherra fyrir minni Danmerkur, en ]ón biskup Helga- son fyrir minni Suður-]ótlands sjerstak- lega. Næsta morgunn ók konungsfjölskyldan inn að Elliðaám, og opnaði konungur þar rafmagnsstöðina, sem þá var full- gerð. Lýsti borgarstjóri stöðinni og sagði m. a. að virkjun fossanna væri fram- tíð íslands, en hjer væri nú gerð fyrsta byrjunin til þess að nota vatnsaflið til orkugjafa á okkar landi svo að nokkru næmi. Þegar konungur kom heim úr þessari för, hjelt hann ríkisráðsfund í Mentaskólanum og staðfesti yfir 70 lög frá síðasta Alþingi. Kl. 3 um daginn komu þeir konungur og krónprinsinn á sameiginlegan fund í Stúdentafjelögum Reykjavíkur. Formaður Stúdentafjelags Rvíkur, dr. Alexander Jóhannesson, bauð konung velkominn með nokkrum orðum, en á eftir var sungið kvæði eftir Konungur kemur fram á svalir Alþingishússins eftir móttökuhátíðina og ávarpar þaðan fólkið, er fyllir götuna þar fyrir framan og Austurvöll.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.