Óðinn - 01.01.1922, Síða 32

Óðinn - 01.01.1922, Síða 32
32 ÓÐINN Við Dvergastein. Efans stormar á þjer dynja: Æðri veröld finst ei nein. En hulda muntu hluti skynja, ef hvílirðu þig við Dvergastein. Komdu, efnishyggja, hingað; hrokann skildu eftir þó. Hafir álfa þú við þingað, þegið hefurðu’ í bili nóg! * * * Á Álfaflöt að una’ er gróði, er árdagssól úr hafi rís, og steypir gullnu geislaflóði á grösin Ijúfu morgundís. Er degi hallar, dimma tekur, er dvölin einnig geðþekk hjer, er efstu tinda þoka þekur og þung í vöfum byltir sjer. og glæddist bæði’ að von og viti, því veröld æðri hjer jeg fann! Brúðkaupserindi. Nú leggið þið út á lífsins haf og ljós er og vor fyrir stafni. Og vekið nú hverja þá von, er svaf og verð er þess að hún dafni. Og notið þið alt, sem gæfan gaf, í guðs og kærleikans nafni! Við ást ykkar blessum. Hún beri’ ykkur föng af birtu og arðríkum dáðum. Hún breytt getur öllu í blómskrúð og söng, ef berið þið hana ekki ráðum, þá þreytist þið ekki, þó leið verði löng. Til lukku — jeg óska’ ykkur báðum! Til hins trúaða. Þá er sem kynjum ýmsum spái og alt hjer segi: Bíð og vak. Og álfar hoppa’ á hverju strái; jeg heyri þeirra fótatak! Þeir heilla mig og hug minn binda og hvísla ýmsu að minni sál. Þeir geta margt sjer látið lynda, sem læra að skilja þeirra mál! Og hjer í nálægð Hekluróta mjer hefur skilist, orðið ljóst, hve gott er lífsins nytja’ að njóta við náttúrunnar móðurbrjóst. Og þessi blettur, holli’ og hlýi, hann hjartakulda og ólund ver. Að una hjer er æfintýri, og óskastundin heilsar mjer! Hjer skelfur loft, hjer titra tónar; þú töfrar, Álfaflötin mín! Og Hekla glæsir hringinn sjónar, svo hennar tign er einnig þín. ]eg hingað kom frá stríði’ og striti og styrks jeg hjá þjer leita vann, Guð er til — því trúir þú; þó titrar þú af ekka nú. Þrautaloppa — ó, það jeg veit — úr þínu brjósti hjartað sleit! Gráttu ekki — gráttu’ ei þó. Guð er til — er það ei nóg? J4ótt. (Þýðing). Brosir loftið ljetta; ljúf er nótt og hljóð. Daggarperlur detta; dansar um vatnið sljetta mánans geislaglóð. Gatnlar syndir. Hvar eru drottins líknarlindir? Lasburða og veill jeg er, því gamlar syndir, — gamlar syndir ganga aftur — og fylgja mjer!

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.