Óðinn - 01.01.1928, Page 1

Óðinn - 01.01.1928, Page 1
OÐINN 1.-9. BLAÐ JANÚAR—SEPTEMBER 1928 XXIV. ÁR Hundrað ára afmæli Henriks Ibsens 20. marts 1928. Norðmenn hjeldu hátiðlegt 100 ára afmæli Henriks Ibsens með mikilli viðhöfn og rausn, og voru boðnir til þess full- trúar frá mörgum þjóðum. Frá íslandi voru boðr.ir Ind- riði Einarsson rithöfundur og Þorsteinn Gíslason ritstjóri, hinn fyrri sem fulltrúi ísl. leiklistar, en hinn síðari sem fulltrúi Blaðamanna- fjelags íslands. — Hátíða- höldin stóðu yfir í viku í Osló, frá 14.—20. marts, og í tvo daga í Bergen, frá 22.— 23. marts. Hefur I. E. skýit frá þeim í Vísi og Þ. G. í Lögrjettu, svo að um þau má visa til þess, sem þar hefur verið sagt. En kvæði það, sem hjer fer á eftir, er ort i Noregi til minningar um 100 ára afmælið. Henrik Ibsen var í lifanda lifi orðinn heimsfrægur mað- ur fyrir leikrit sín, og frægð hans hefur með líðandi tíma farið vaxandi, með þvi að leikrit hans eru sífelt þýdd á fleiri og fleiri mál og sýnd um öll lönd hins mentaða heims, en stór rit hafa verið samin um höfundinn og verk hans. Ibsen er fæddur í Skien, í suðurhluta Noregs austanverðum, 20. marts 1828. Faðir hans hafði verið efnaður, en misti eignir sínar, er Henrik var á barnsaldri, og átti eftir það við erfið kjör að búa. 16 ára gamall fór Henrik Ibsen úr for- eldrahúsum og varð lyfsalasveinn í Grimstad, sem er smábær á suðausturströndinni. Þar var hann sex ár, og þar samdi hann fyrsta leikrit sitt, Catilina, og byrjaði að yrkja. Fór svo til Kristjaniu, gekk þar i skóla og náði stúdentsprófi. Síðan var hann ráðinn að leikhús- inu í Bergen og var for- stjóri leiksýninganna þar í 5 ár. Á þeim árum fór hann fyrstu utanlandsför sína, til Danmerkur og Býskalands. Hann samdi nokkur leikrit á þessum árum, og hafa tvö af þeim orðið alkunn síðan, Frú Inger og Veitslan á Sólhaugum. Er efni allra þessara leikrita sólt í þjóð- sögur eða miðaldasögu Nor- egs. En úr því hneigist hug- ur hans að fornöldinni; hann kynnist þá konunga- sögum Snorra Sturlusonar og íslendingasögum, og á næsfu árurn, er hann dvelur al'tur í Kristjaniu, semur hann Hermennina á Háloga- landi og Kongsefnin, og reisir liann þá, samt Björnsfjerne Björnson, sem einnig hafði snúið sjer að fornöldinni, nýja öldu í skáldskap Norð- manna. .Á þeim 7 árum, sem Ibsen dvaldi i Kristjaníu, eftir veruna í Bergen, orti hann einnig mörg af ágætustu kvæðum sinum og skrifaði »Kærlighedens Komedie«, fyndið og smellið ádeilurit. Hann var þá sljórn- andi »Norska leikhússins« í Kristjaniu. En skáld- verk hans voru í engum hávegum höfð á þess- um tímum, hann lifði við megna fátækt og átti að öllu leyti örðugt uppdráttar. Loks fjekk hann Henrik Ibsen.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.