Óðinn - 01.01.1928, Page 7

Óðinn - 01.01.1928, Page 7
ó Ð I N N 7 Jóhann Björnsson, hreppstjóri á Akranesi. Hann var fæddur á Svaríhóli í Staíholtstung- um 3. apríl 1866. Foreldrar hans voru Björn Ásmundsson (Þórðarsonar prests í Hvammi í Norðurárdal Þorsteinssonar) og Margrjetar (Björnsdóttur prests í Hítarnesi Sigurðssonar), og Þuríður Jónsdóttir (Halldórssonar á Ásbjarn- arstöðum Pálssonar). Þau hjón bjuggu á Svarf- hóli allan sinn búskap, yfir 50 ár. Björn var lengi hrepp- stjóri í Staf- holtstungnahr. og kona hans Ijósmóðir í nokkrum hluta Mýrasýslu. Jó- hann var næst- elstur af 9 syslkinum, sem á legg komust, en alls voru þau 12. Kunn- astur af syst- kinum hans er orðinn Guð- mundur sýslu- maður í Mýrasýslu og Borgarfjarðar. Ábýli for- eldranna var litið, en þarfirnar uxu ár frá ári og varð ekki fullnægt nema »út væri leitað við- fanga«. Björn fór á vetrarvertíð hverri suður að sjó til útróðra og var formaður á annara veg- um. Þegar Jóhann var á 15. ári, fór hann í fyrsta sinn til sjóar með föður sínum suður á Vatnsleysuslrönd. Þá gafst færi á að talca hersl- unni hverjum þeim sem ekki var harðnaður til fulls, því að þetta var frostaveturinn mikla 1880 —1881. Ber ekki á öðru en að Jóhanni hafi fijótt Iátið vel sjómenskan, því að ekki liðu mörg ár áður en honum var trúað fyrir skipi sjálfum og brátt eignaðist hann skip og var sinn eiginn formaður upp frá því allar vertíðir fram undir æfilok, lengst af í veiðistöðum syðra, en um hrið á Akranesi, eftir að hann var þangað fluttur. Heimili hans var þó jafnan í Borgarfirði. Frá foreldrum sínum fór hann 1893 að Bakka- koti (Hvítárbakka) í Bæjarsveit sunnan Hvítár, og gerðist ráðsmaður hjá ekkju aldraðri. Nokkr- um árum siðar keypti hann þá jörð og bjó þar til þess er hann fluttist út á Akranes vorið 1904, og þar dvaldi hann síðan. Sama ár var hann skipaður hreppstjóri í Ytra-Akraneshreppi og var það lil dauðadags. Auk annarar starfsemi lagði hann mjög fyrir sig sjóvegsflutninga úr kaupstöðum í Hvítá, bæði fyrir einstaka menn og hið opinbera, meðal annars á efni í nokkrar af brúm þeim, sem bygðar hafa verið í Borgar- firði á síðasta mannsaldri. Jóh. Björns- son var að vísu um sína daga alkunnur mað- ur um Borgar- fjörð og suður með sjó, og bar til þess ekki ein- ungis framúr- skarandi dugn- aður hans og stjórnsemi i allri sjómensku, hvort heldur var til fiski- ferða eða flutn- inga, heldur og það, hver at- gervismaður hann var; því að hann var bæði gáfaður maður, fríður og gervilegur, stiltur vel, siðaður í framkomu og að öllu binn mennileg- asti maður. Á eigin spýtur mestmegnis hafði hann aflað sjer meiri þekkingar en alment ger- ist og um margt var honum sýnt. Þannig mælti hann á ensku og las danskar bækur sjer til gagns. En er miðað er við hæfileika hans, hefði mátt búast við að liann hefði látið til sín taka um fleira en raun varð á og orðið landskunn- ari en hann hefur víst verið. T. d. hefur mjög margur ólíklegri og óálillegri maður en hann var verið sendur á þing. En þó að hann fylgd- ist vel með landsmálum og hugsaði um þau af greind og góðri þekkingu og væri dyggur flokks- maður, þá hafði hann sig þó litt frammi í þeim hlutum og jeg hygg að hann hafi enga löngun haft til þingmensku. Og þó að slík löngun hefði komið upp í honum, þá var hann nógu vel viti Jóliann Björnsson. Halldóra Siguröardóttir.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.