Óðinn - 01.01.1928, Síða 9

Óðinn - 01.01.1928, Síða 9
Ó Ð I N N ð Sjera Friðrik Friðriksson. Niðurl. í Færeyjum. Þann 12. febrúar komum vjer til Klakksvíkur. Þar lágum vjer um nóttina, þar voru straumar harðir og um morguninn, er fara átti af stað, gengu tveir tímar í að draga upp akkerin, því festarnar voru flæktar saman. Loks komumst vjer þó af stað og sigldum áleiðis til Þórshafnar. Flóttamaðurinn kom að máli við mig og bauðst til að lána mjer 300 krónur, ef jeg vildi koma með sjer alla leið til Ameríku. Eitt augnablik var það freistandi; jeg hugsaði til föður- bræðra minna, sem jeg átti þar, og föðursystur, og datt mjer í hug að verið gæti að jeg ætti góða fram- tíð þar fyrir höndum, en jeg hafði þá svo þungan hug til Ameríku, sem hefði dregið svo marga frá ís- landi, að jeg gat ekki fengið það af mjer. Hvernig sem færi, vildi jeg ekki láta það á mig ganga og neitaði því þessu boði. Á leiðinni til Þórshafnar fór jeg að gæta að peningabirgðum mínum, og sá að jeg hafði ekki nægilegt fyrir fæðinu, af því að vjer höfð- um verið svo lengi á leiðinni. ]eg leitaði þá til manns, sem var farþegi á fyrsta farrými, og hann hjálpaði mjer um 16 krónur, en er til kom, reyndist mjer það ekki nóg og varð þá annar maður til að hjálpa mjer um þrjár krónur og fimmtíu aura. Af því jeg veit ekki hvort þeir vildu láta sín getið hjer, skrifa jeg ekki nöfn þeirra. En báðir hafa þeir verið mjer kærir upp frá því. Svo komum vjer loks til Þórshafnar og jeg fór í land. Jeg kom koforti mínu til geymslu í búð einni og gekk svo upp í bæinn. Veðrið var fremur slæmt, frost nokkurt og jeljagangur. Jeg reikaði svo um og vissi ekki hvað jeg átti af mjer að gera. Bær- inn var fljótt kannaður, og samt var í mjer gleði nýjungarinnar. Jeg gekk um kring og virti fyrir mjer húsin og fólkið, sem jeg mætti á hinum þröngu göt- um og krókaleiðum. Jeg fann eiginlega ekki til að jeg væri einmana fyr en »Laura« bljes til burtfarar, þá fyrst kom yfir mig ónota hrollur, og mjer fanst eins og allar brýr bak við mig væru að brotna, en engin farandi leið að framan. Jeg reikaði um í marga klukkutíma og fór að finna til þreytu, kulda og sultar. Alt í einu datt mjer í hug æfintýri eitt, er komið hafði fyrir mig í Reykjavík vorið 1887. Þá kom til bæjarins maður frá Færeyjum, baptista trúboði, Wil- liam Sloan að nafni. Hann var skotskur að ætt og uppruna, en hafði um langan tíma verið búsettur í Færeyjum. Hann hjelt samkomur í Reykjavík mán- aðar tíma og talaði á dönsku. Samkomurnar voru haldnar í salnum í »Glasgow« og voru fremur fá- sóttar. Hann mætti mjer á götu einn dag og spurði mig hvort jeg væri í Latínuskólanum, og er hann fjekk að vita það, spurði hann hvort jeg vildi veita sjer tilsögn í íslensku. Jeg vildi það og gekk jeg heim til hans á hverjum degi, síðdegis. Hann var mjög ljúfur maður og saklaus sál, og er hann eftir mánaðartíma fór frá Reykjavík, skildum við sem bestu mátar. Ekki vissi jeg hvar hann átti heima í Fær- eyjum, en nú datt mjer í hug að spyrja, hvort hann væri í Þórshöfn. Jeg mætti manni einum fremur illa til fara og ávarpaði hann mig og spurði, hvort jeg ekki vildi gefa honum fyrir brauði. Hann sá að jeg var útlendingur. Jeg átti 12 aura og tók þá upp úr vasanum og fjekk honum og afsakaði, hvað það væri lítið, en jeg ætti ekki meira í smáu. Hann þakkaði fyrir, og svo spurði jeg hann hvort hann þekti hr. Slóan trúboða, og vissi hvort hann ætti heima þar í bænum. Já, hann átti heima í Þórshöfn og vísaði maðurinn mjer á hús hans. Svo skildum við og jeg gekk rakleiðis þangað og bjóst við, að fá að sitja inni hjá honum og hvíla mig. Jeg fór líka að velta fyrir mjer, hvort jeg ætti ekki að segja honum upp alla sögu og leita ráða til hans, af því að hann væri trúaður maður. Svo er jeg kom að húsi hans, þá kom hann út og mætti mjer við dyrnar. Jeg þekti hann undir eins og heilsaði honum. Hann tók vel kveðju minni og kannaðist líka við mig, er jeg sagði honum hver jeg væri. Hann afsakaði mjög að hann gæti ekki boðið mjer inn, því að hann væri að fara á samkomu, er þá ætti að byrja. Klukkan var þá að verða 6. — Hann bauð mjer á samkomuna, og varð jeg mjög feginn því, og tók því með þökkum. Jeg vissi að þar gæti jeg setið og hvílt mig. Svo geng- um við saman að litlu samkomuhúsi, það var sam- komuhús hins litla Baptistasafnaðar í bænum. Það var lítill, en mjög viðkunnanlegur salur, og var þar bæði bjart og hlýtt, og er jeg var setstur niður fór um mig afarþægileg vellíðan. Svo var söngbókum og biblíum útbýtt. Það var á dönsku. Svo var farið að syngja fyrsta sálminn. Hann byrjaði á þess- um orðum: Hvilken Ven vi har i ]esus, Alt han ved og alt formaar, Tungest Byrde han oss letter Naar til ham i Bön vi gaar. Alt í einu brá svo við, að mjer fanst að þessi vinur, sem sálmurinn nefndi, stæði hjá mjer, og nú væri öllu óhætt. Jeg ætti hann að og hann væri

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.