Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 14

Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 14
14 Ó Ð I N N kom fyrir koforti mínu, hjá manni þar. Þetta var sunnudagur, ef jeg man rjett. Frá Þórarinsstaða-eyr- um gengum vjer, jeg og nokkrir Faereyingar, inn til Seyðisfjarðar-kaupstaðar. ]eg hafði færeyiska húfu á höfðinu og færeyiska skó á fótunum. Þegar vjer kom- um inn undir Búðareyri, komu tveir menn á móti oss. Þeir heilsuðu og fór annar þeirra strax að fala færeyinga til sjóróðra. Hann var úr Borgarfirði eystra, og kvaðst hafa útveg og ljet mikið yfir sjer og var allur á lofti. Hann fór að fala mig og talaði eitthvað, sem átli að vera færeyiska. ]eg svaraði í sama tón og kvaðst ekki vilja vera hjá honum; mjer litist ekki vel á hann, og mundi hann ekki geta borgað mjer eins og bæri, því jeg væri mesti fiskigarpurinn í Færeyjum. Hann varð óðamála, en Færeyingarnir ætluðu að rifna af hlátri. Svo varð hann reiður og sneri sjer frá mjer og fór að tala við einhvern annan. Þá fór hinn maðurinn að tala við mig. Hann var sjerlega virðulegur maður. Hann spurði, hvort jeg væri Færeyingur í raun og veru. ]eg sagði honum alt hið sanna, jeg væri ekta íslendingur og hefði aldrei sjeð ugga dreginn úr sjó. Hann hló og sagði að sig hefði grunað þetta. Þetta var hinn mikli merkisbóndi Hjálmar Hermannsson frá Brekku í Mjóafirði. Við kyntumst betur seinna. Svo hjeldum við Færeyingarnir inn á Búðareyri. Og þar varð jeg aftur Islendingur. ]eg fór inn á lítið gistihús. Það átti sá maður, er Teitur hjet. Næturgisting þar, það er að segja rúm, kostaði 25 aura um nóttina. Það var aleiga mín í peningum. Það var ætlun mín, að fara upp í Hjerað í kaupavinnu þegar sláttur byrjaði, en vera á Seyðis- firði þangað til. Mig langaði líka upp að Geitagerði, því þar vissi jeg að jeg átti náið skyldfólk. Þar bjuggu tvær mægður, prestsekkjur báðar. Það voru þær Kristbjörg föðursystir mömmu minnar, er gift hafði verið sjera Pjetri ]ónssyni á Valþjófsstað, og Ragn- hildur Metúsalemsdóttir, dóttir Kristbjargar úr fyrra hjónabandi; en Ragnhildur var ekkja sjera Stefáns Pjeturssonar. Kristbjörg var Þórðardóttir, frá Kjarna Nú talaði jeg við Teit veitingamann og skýrði hon- um frá högum mínum og fyrirætlunum og samdist með okkur, að jeg skyldi verða þar fram eftir vorinu og borga svo af sumarkaupi mínu. Síðan gekk jeg inn á Oldu. Þar við hús eitt voru litlir drengir að leikum. Mjer fanst jeg þekkja einn þeirra og gekk til hans og heilsaði honum. ]eg komst að raun um að við hefðum aldrei í vöku sjest, en að hann var frændi vina minna í Reykjavík, Böðvarðs Kristjáns- sonar og þeirra bræðra. Hann kvaðst heita Þórarinn Böðvar. Við urðum seinna góðir vinir. Hann var þá um 10 ára að aldri. Svo gekk jeg út að »Liverpool«. Þar átti þá heima Guðmundur læknir Scheving, Bjarnasonar sýslumanns á Geitaskarði. Fyrsta ár mitt í skóla var víst síðasta hans á læknaskólanam. Hann var giftur danskri konu, frænku Mansfeld eða Biilners, fjelaganna, sem brugguðu Brama lífs elixírinn fræga á þeim dögum. ]eg hafði kynst Guðmundi Scheving of- urlítið í Reykjavík og bróðir hans Páll var mjer ein- karkær. Scheving læknir tók mjer opnum örmum og vildi alt fyrir mig gera, og var jeg mjög oft boðinn til þeirra hjóna. Læknirinn var mjög kátur og skemtinn. Svo dvaldi jeg í góðu gengi þar á Seyðisfirði um tíma. Sjómannalíf. Maður einn, sem bjó í næsta húsi við gistihúsið, stundaði sjóróðra. Eitt sinn er hann kvöld eitt ætlaði í róður, bað jeg hann um far út á Þórarinsstaðaeyrar, hleypa mjer þar í land og taka mig ásamt koforti mínu næsta dag, er hann kæmi úr róðrinum. Svo rerum við á stað. Veðrið var hið fegursta og nær því rjómalogn og kvöldfegurð afarmikil. Svo er við vorum komnir á móts við Þórarinsstaðaeyrar, sagðist jeg helst vilja fara með þeim áfram og vera í bátn- um hjá þeim um nóttina, í staðinn fyrir að fá mjer gistingu hjá ókunnugu fólki í landi, og gæti jeg svo tekið kofortið á leiðinni inn um morguninn. Þetta varð svo úr. Við rerum svo út fjörðinn og reri jeg með, því áralagið kunni jeg þó. Þegar út á fiskimið var komið, og þeir fóru að fiska á færi, langaði mig líka til að reyna það. Hafði formaðurinn aukafæri með og sýndi mjer nú hvernig jeg ætti að að fara. ]eg var gróflega heppinn og dró vel, og það væna þorska. Var yfir mjer gleði veiðarinnar og leið svo hin skemtilega sumarnótt, og þótti mjer stór unaður að vera þar úti á hafi og sjá inn yfir stórfeldan fjalla- hringinn, þegar morgunsólin tók til að lýsa upp fjöllin og björgin og skuggarnir tóku á sig alla vega dá- semdarliti. ]eg man varla eftir fegurri nótt. Svo um morguninn kom andvari af hafi og við höfðum gott og þægilegt leiði inn fjörðinn. ]eg tók svo kofort mitt í leiðinni og kom svo þægilega þreyttur og sæll heim. Maðurinn, sem átti bátinn og var formaður, vildi endilega láta mig fá hluf; jeg ætlaðist auðvitað ekki til þess, en það var ekki til að tala um annað. ]eg fjekk 5 kr. upp úr hlut mínum og var mjög hróðugur, að geta borgað þær upp í skuld mína hjá Teiti. — Um þessar mundir kom sú fregn frá Dan- mörk til læknishjónanna, að faðir frúarinnar væri dáinn, og sigldi hún því með sama skipi og fregnin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.