Óðinn - 01.01.1928, Page 16

Óðinn - 01.01.1928, Page 16
16 Ó Ð I N N ]eg var með þeim langa stund um daginn, og er við sátum saman inni á veitingahúsi Finnboga, þá sýndi jeg þeim »Operation< mína og leitst þeim víst heldur hrossalega á hana og tóku fram verkfæri sín og gerðu nú vel við það, og bundu um, og töldu mig heppinn að jeg hefði ekki skorið mig til skemda. Um kvöldið flutti jeg svo aftur til Teits, en var á daginn hjá Scheving og kyntist þar tengdamóður hans. Læknirinn hirti svo sárið, en jeg var hand- lama undir það í 3 vikur. Um þessar mundir kom »Vesta« að sunnan og með henni mikill fjöldi sjómanna til róðra um sumarið. Þá komu og til Seyðisfjarðar margir bændur af öðrum fjörðum, til þess að fala sjómenn. Var margt um manninn þá daga og fjörugt líf. A gistihúsinu hjá Teiti gisti maður úr Mjóafirði. Hann hjet ]ón Jóns- son og bjó á nýbýli, sem Miðhús nefndist, rjett fyrir vestan Kross, sem er bær að sunnanverðu fjarðar utarlega. Hann var að útvega sjer menn. Hann gerði út þrjá báta. Hann var mjög myndarlegur maður og skemtilegur í viðræðum. Hafði hann farið til Noregs, og kunni frá ýmsu að segja. Mjer fjell hann vel í geð; jeg sagði honum að jeg ætlaði bráðlega upp í Hjerað og fá mjer kaupavinnu, er mjer væri batnað í hendinni. Jeg sagði honum af sjósóknum mínum og gat þess, að ef jeg kynni meira til þeirra hluta, vildi jeg heldur stunda sjó en heyannir. Hann bauð mjer bátsrúm hjá sjer upp á hálfan hlut og jeg man ekki hver fleiri fríðindi. Hvort sem við nú töluðum lengur eða skemur um þetta, fór svo að jeg rjeði mig hjá honum og skyldi jeg koma, er mjer væri batnað í hendinni. Svo skyldum við að þessu, en engir voru skriflegir samningar. Svo fór hann á stað með þá menn, sem hann hafði fengið. Síðan fór jeg að segja kunningjum mínum á Seyðisfirði af þessu, og brá þá heldur í brún, er allir luka upp einum munni um það, að jeg hefði verið of fljótur á mjer og báru hinum tilvonandi húsbónda mínum mjög illa söguna. Hann væri svo mikill fauti að hann jafnvel lemdi á mönnum sínum, og margt annað báru þeir honum á brýn. Allir ráðlögðu mjer að hætta við þetta og lækn- irinn sagðist geta gefið mjer vottorð um, að jeg væri ekki fær um það. En jeg hafði nú tekið þetta í mig og vildi ekki bregðast manninum. Svo eftir liðuga viku var mjer batnað í hendinni. Jeg hafði á meðan á þessu stóð uppgötvað, að jeg átti heilmikið af allnánu skyldfólki þar í fjörðunum. Jeg kyntist Sigurði bónda á Hánefsstöðum. Hann var sonur Stefáns í Stakka- hlíð og Þorbjargar frá Kjarna, föðursystur mömmu minnar. Hann var mikill myndarmaður og mikill bóndi. Hann bauð mjer að heimsækja sig. Ingibjörg systir hans bjó í Stakkahlíð og Baldvin maður henn- ar var líka frændi minn. Hann var kominn út af bróður Þórðar á Kjarna, langafa míns. Þegar mjer var nokkurn veginn batnað í hendinni, lagði jeg af stað frá Seyðisfirði og gekk út að Hánefsstöðum og fjekk þar hinar bestu viðtökur. Þar var stórt og myndarlegt heimili. Jeg tafði þar all-Iengi og fjekk leiðbeiningar yfir fjallið. Svo fór jeg þar yfir og kom niður í Mjóafjórð í Brekku-þorpið. Þar voru nokkur hús og var þar verslun og kirkja og prestssetur. Jeg þekti þar engan, og það var orðið ofseint að fá far yfir fjörðinn. Svo fór jeg til prestsins og fjekk þar gistingu. Presturinn hjet sjera Þorsteinn Halldórsson, prófasts á Hofi. Hann tók mjer afarvel og átti jeg þar bæði skemtilega og góða nótt. Næsta dag sat jeg þar fram yfir hádegi, og útvegaði presturinn mjer far vfir fjörðinn. Þau prestshjónin buðu mjer að koma svo oft sem jeg gæti við komið um sumarið. Þau áttu lítinn, undur skemtilegan dreng, Halldór, og þótti mjer mjög gaman að honum. Svo kom jeg nú þann dag að Miðhúsum og var mjer fagnað þar vel. Svo fór jeg nú að róa fyrir alvöru. Það gengu úti þrír bátar og þrír menn á hverjum, formaður og tveir hásetar. Formaðurinn á mínum bát hjet Ólafur og var sunnan af Álftanesi. Sá þriðji hjet Jóhannes og var líka að sunnan. Híbýlaháttum var svo varið, að húsið hafði tvö herbergi í öðrum enda, en hinn helmingurinn var ósundurhólfaður og einn geimur. Hjónin og móðir konunnar og systir hennar, ung stúlka 10 eða 11 ára gömul, voru í því herbergi, en sjómennirnir í hinu. Við sváfum þrír í rúmi. Var þar heitt og nokkur svækja á nóttum, og þröngt þótti mjer í rúminu. Fyrstu vikuna fanst mjer jeg vera í einum eldi. Mig verkjaði í öllum líkamanum; hafði ótal strengi og fanst mjer að jeg mundi alls ekki geta þolað alt þetta og mætti jeg til að gefast upp. En mjer þótti skömm að því og svo leið fyrsta vikan. Hún var hræðilega löng. En svo nær alt í einu hurfu allir strengir og óþægindi og upp frá því þótti mjer eintóm nautn og skemtun að fiskilífinu. Mjer fjell mæta vel við fólkið og við Óli formaður urðum mestu mátar. Húsbóndinn var mjög skemtilegur og var mjer betri með hverjum degi. Við fiskuðum fyrst allvel, en svo kom tími að engin beita fjekst og var þá tregur fiskur. Mjer leið hið besta um sumarið. Á sunnudögum fór jeg stundum yfir fjörðinn og heim- sótti prestinn og var mjer þar ávalt vel fagnað. — Mikil var umræða meðal sunnlenskra sjómanna þar á firðinum, hvernig best yrði komist suður um haustið.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.