Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 21

Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 21
ó Ð I N N 21 heiðursfjelagi, því jeg hafði hjálpað til að stofna ýms af þeim. Þegar nú þess er gætt, að jeg kendi all- mikið, þá má sjá, að mitt eigið nám var ekki sjer- lega mikið. Jeg tók mjer þó tíma í frönsku málfræð- inni hjá Knud Zímsen, því hann var sjerlega góður í frönsku, þótt þetta væri fyrsta árið hans, enda var hann ágætur í flestum námsgreinum. Það var mikið fjör í Framtíðinni þann vetur; voru og mörg blöð gefin út bæði af bekkjunum og ýms- um smáhópum. Einn var sá piltur í skóla, sem var höfundur mikillar glaðværðar og skemtunar. Hann var og vinsæll af öllum. Það var Jóhann Kr. Briem, sonur sjera Valdimars sálmaskálds Briem á Stóra- Núpi, fluggáfaður piltur og skáldmæltur vel. Hann tókum við »Urðarfeður« upp í fjelagsskap vorn og giftum honum »Urði« dóttur vora, og stóð það hóf á Framtíðarfundi og var »Urður« full af kvæðum eftir oss alla og Jóhann með. Var mjög mikil gleði á ferðum og hin besta skemtun. Þetta var síðasti fund- ur fyrir miðsvetrarpróf. Svo í miðsvetrarprófinu lagð- ist Jóhann í lungnabólgu og var fluttur upp á sjúkra- húsið í Þingholtsstræti; jeg var hjá honum á hverjum degi. Hann hafði mikið óráð, og það er eitthvert hið skemtilegasta óráð, sem jeg hef heyrt; hann talaði um tóm ferðalög, og gegnum óráðið gat maður heyrt, hve gáfaður hann var. Svo síðasta febrúar virtist hann betri og Jónassen hjelt að hann væri úr allri hættu. Hann hafði ekki óráð og leið vel að því er sýndist. Jeg hlakkaði til næsta dags og fór þangað snemma, um kl. 9 um morgunin. Þegar jeg opnaði stofuna, kom ískuldi á móti mjer. Glugginn var opinn og í rúminu lá aðeins lík Jóhanns. Jeg varð utan við mig af sorg og söknuði; þetta kom svo óvænt. Jeg kraup niður við rúmið og var alveg agndofa. Mjer fanst hvíla yfir mjer eitthvert óttalegt farg og magn- leysi, jeg gat hvorki hugsað nje heldur grátið. Jeg lá svona lengi með hendina á hinu kalda enni. Loks- ins kom inn í huga minn ein lína úr kvæði eftir Björnstj. Björnson í Fiskerjenten. Og línan er svona: „Ej döde hæfter paa livets rejse" Þá hristi jeg af mjer mókið og stóð upp og hugsaði til Ólafs bróður Jóhanns sál., sem þá var í fyrsta bekk, og mjer fanst að hann hlyti að vera mjög ein- mana. Jeg fór því og leitaði hann uppi, og svo geng- um við mikið þann dag og vorum vinir upp frá því. Allur skólinn tók mikinn þátt í fráfalli hins ágæta skólabróður. Við Þorsteinn Gíslason áttum að yrkja eftir hann. Þegar jeg settist við að yrkja var altaf yfir mjer eitthvert farg og gat jeg aldrei fengið kvæð- ið svo mjer Iíkaði. En það var mjer mikil huggun, að Þorsteini hepnaðist ágætlega með sitt kvæði. Það var með laginu: »1 fornöld á jörðu var frækorni sáð« og þótti afbragðskvæði. Mitt var fremur ljelegt, en var samt sungið. — Jeg var svo óánægður með sjálf- an mig, að jeg svalaði mjer á því að yrkja skamma- kvæði til sönggyðju minnar og var að hugsa um að strengja þess heit, að yrkja aldrei framar. — En svo hlotnaðist mjer að skrifa í »Urði« fyrir næsta Fram- tíðarfund eftirmæli eftir Jóh. sál. Og þá, er jeg hafði lokið við greinina, kom kvæði í huga minn og setti jeg það í »Urði«. Það tókst allvel og jeg var glaður yfir því, af því að mjer fanst, að í því hefði jeg getað túlkað nokkuð af því, sem mjer lá á hjarta. Dr. Ólsen, sem var mikill vinur sjera Valdimars, sá það og vildi endilega að það væri sent austur, og var það gert. Framtíðarfundurinn var aðallega minningarfundur um Jóhann, og hef jeg aldrei verið á skólafundi jafn hátíðlegum og alvöruþrungnum og sá fundur var. — Daginn sem Jóhann sál. var jarðaður var feikna mikið frost, eitthvað um 20 stig. Var bannað, að skólinn fylgdi í skrúðgöngu lengra en niður í kirkj- una. — Eftir jarðarförina gekk jeg langt út á höfn og kom við í skútunni »GyIva«; það var frosið út undir miðja vega til Engeyjar. — Um vorið sendi frú Ólöf, kona sjera Valdimars, mjer útsaumaða möppu, sem er mjer síðan kær minning, og með henni fylgdi ástúðlegt brjef frá sjera Valdimar sjálfum. Jeg hafði mikið að kenna um veturinn og varð því fremur lítið úr lestri. Þó las jeg eina bók af Ciceros »De officiis« og átti það að vera ígildi 3. bókar »De oratore«, sem lesin var í skólanum. í grísku leit jeg varla. Jeg var að hugsa um að láta hjer staðar numið og gefa mig við kenslustörfum. — Og var því heldur ekki af þeim ástæðum fast í hendi með lestur skóla-námsgreinanna. En jeg las mikið utan hjá bæði í skáldskap, einkum Norðurlanda og þýskum, og ýmsum fræðiritum, en það var engin regla í því hjá mjer. í páskaleyfi pilta fór jeg suður í Hafnarfjörð og dvaldi þar nokkrar nætur hjá Knud Zimsen, á heimili hans, og hafði mikla ánægju á því göfuga heimili. Lífið þar var eitthvað svo blátt áfram og prúðmann- legt; mjer fanst alt vera þar í svo miklu samræmi og alt svo samstilt, glaðværðin og góðmenskan er kom fram í allri umgengni bæði foreldranna og barnanna, að jeg fann að það hafði bæði göfgandi og glæðandi áhrif á mig að dvelja þar. Alt tal kaupmanns Zim- sens var svo fróðlegt og mentandi, að jeg leit upp til hans, og dáðist mjög að honum. Ber jeg minningu þeirra hjóna í þakklátum huga, og met það sem eina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.