Óðinn - 01.01.1928, Page 22
22
Ó Ð I N N
af hinum mörgu velgerðum, sem jeg hef hlotið, að
kynnast þeim og heimili þeirra. A leiðinni heim vildi
mjer það slys til, að jeg í einhverjum gáska sló stafn-
um mínum niður á handriðið á Kópavogsbrúnni og
braut hann. Jeg gekk alt af með göngustaf þá. Svo
var jeg staflaus, er jeg kom til Reykjavíkur. - En
ekki leið á löngu að mjer bættist stafmissirinn.
A sumardaginn fyrsta var jeg heima í Vinaminni
um hádegisbilið; einhver vina minna hafði beðið mig
að vera þá heima, því hann ætlaði þá að koma til
mín. Alt í einu heyrði jeg gný sem af fótataki margra
manna úti á Mjóstræti. Jeg leit út um gluggann og
sá þá mjer til mikillar undrunar stóran flokk af skóla-
piltum koma »marcherandi!« Þeir komu allir inn og
fyltu stofuna og ganginn; síðan raðaði sjer upp flokk-
ur manna og byrjaði að syngja langt og mikið kvæði
með laginu: »Hvað er svo glatt«. Jón Þorkelsson frá
Reynivöllum söng fyrsta vers sóló og svo tóku hinir
undir. Það var gamankvæði til mín, er Þorsteinn
Gíslason hafði ort um för mína til Hafnarfjarðar og
stafbrotið á Kópavogsbrú. Að kvæðinu sungnu, hjelt
einhver ræðu og afhenti mjer forláta staf úr vítisviði,
með silfurplötu, þar sem á var rifað: „Tóki, sumard.
fyrsta 1892, frá skólabræðrum*, og fylgdi stafnum
ein bolla úr Bernhöftsbakaríi. Var nú gleði mikil og
fór jeg út með flokknum að vígja nýja stafinn, því
ekki hafði jeg neitt að »traktera« hópinn á.
Jeg hugsaði mjer að hafa nafnið Tóki fyrir skálda-
nafn, hafði jeg þá um veturinn ort eitthvað 9 eða 10
kvæði undir því nafni; það voru kvæði mest út af
svaðilförum sjómanna og hetjulífi þeirra, út af mynd-
um, sem komu ásamt kvæðunum í sjómannablaðinu
»Sæbjörg«, er sjera Oddur Gíslason, prestur i Grinda-
vík, gaf út. Þegar hann var að búa blaðið undir
prentun dvaldi hann alt af í Vinaminni og fjekk mig
til að yrkja fyrir sig. Þótti mjer mjög varið í að
kynnast þessum einkennilega manni, sem var eins og
gamall víkingur, sterkur og stór, og hafði brennandi
áhuga og afarmikla fórnfýsi fyrir áhugamál sín til
að bera. Hann var vakinn og sofinn að hugsa um
andleg og veraldleg bjargarráð fyrir sjómannastjett
landsins, og vildi vekja hana og leiðbeina henni bæði
til ákveðins trúarlífs og dáðmikillar framsóknar í því,
sem að starfi hennar laut. Hann hafði og mikinn
áhuga fyrir heiðingjatrúboðsstarfi, en mætti afarlitlum
skilningi, en talsverðri andúð fyrir áhuga sinn. Nokkru
síðar fór hann til Ameríku. Dóttir hans, Vilhelmína,
var kenslukona við kvennaskóla, sem þann vetur var
haldinn í Vinaminni, og var hún bæði vel mentuð og
góð stúlka; hafði hún verið nokkur ár í Svíþjóð og
gengið þar á skóla. — Hún átti sænskar ljóðabækur,
sem hún lánaði mjer. —
Allur þessi vetur var mjer hinn ánægjulegasti og
finnst mjer, er jeg lít til baka, að sjaldan hafi jeg
sælli verið en þá. Okkur Eiríki Kjerúlf kom mæta vel
saman og var hann mjer alt af ljúfur og góður vinur.
Nú leið svo fram eftir vorinu að ekkert bar til tíð-
inda. En svo, er upplestrarfrí skólapilta byrjaði, kom
yfir mig áköf löngun til að halda áfram og sá jeg að
aldrei mundi jeg hafa þrek í mjer til að lesa utan-
skóla undir stúdentspróf. Svo tók jeg mig til og sótti
um leyfi til að taka próf upp úr 5. bekk, svo að jeg
gæti fengið að vera í 6. bekk næsta ár. Það voru að
vísu ekki nema tæpar tvær vikur til prófs, en alí um
það fanst mjer best að reyna það. Jeg fjekk leyfið og
nú fór jeg að lesa, en mikið þurfti til, ef jeg ætti að
geta komist yfir á tveim vikum, það sem jeg hafði
ekki kornist á þremur árum. Svo þegar prófið byrj-
aði var jeg ekki kominn langt áleiðis. En vorið var
sólskinsbjart og sólskin áræðisins yfir mjer. Það voru
einkum þrjár greinar, sem jeg kveið fyrir, það var
franska, eðlisfræði og gríska. Grísku hafði jeg týnt
niður síðan jeg var í skólanum. En hamingjan brást
mjer heldur ekki. Jeg fekk góðan vitnisburð í mörg-
um greinum. Nóttina áður en jeg átti að taka próf í
sögu, dreymdi mig, að jeg væri hermaður í liði Karls
tólfta og væri í bardaganum við Narva. Um morgun-
inn tók jeg söguna og las um Karf tólfta og. Norð-
urlanda ófriðinn mikla. Svo var prófið síðdegis og
jeg kom upp í Karli tólfta og fjekk mjög góða ein-
kunn. Þannig fylgdi heppnin mjer þar sem hún gat
því við komið, en í grísku, frönsku og eðlisfræði
fjekk jeg aðeins 3V3 í hverju og var hróðugur yfir.
Jeg gaf ekki upp »De Officiis«, og kom upp í De
Oratore ólesnum og fjekk 42/3. Jeg komst vel upp í
6. bekk. Þegar prófi var lokið vildi jeg helst ekki
fara norður; mig langaði svo til að vera í Reykja-
víkur sælunni um sumarið. Það hepnaðist, því jeg
fjekk stöðu við verslun Þorláks O. Johnson. Hinn
mikli ágætismaður, Þorlákur Johnson, var þá veikur
orðinn og var að því kominn að hætta verslun sinni.
Hann ætlaði sjer að vera fyrir norðan um sumarið,
og fjekk mig til að vera í búðinni að selja vöru af-
ganga. Það gekk alt vel, en fremur var lítið að gera,
og næði mikið. Jeg var þar eins og hæstráðandi, og
synir kaupmannsins, Bjarni og Ólafur, sem þá voru
kornungir, voru oft þar með mjer. — Jeg leigði mjer
herbergi í kjallaranum í húsi Kristjáns Þorgrímssonar
hjá Jakobsen skósmið Færeying. Jeg matbjó mjer
sjálfur það sem jeg þurfti. Það var ekki stórt um-