Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 23
Ó Ð I N N
23
stang. ]eg hafði skaftpotta tvo og eina pönnu og
kaffiáhöld. Mamma var ekki í bænum það sumar, hún
var á Breiðabólstað á Alftanesi.
Það sumar stofnaði jeg ásamt nokkrum skólapilt-
um, sem í bænum voru, og fáeinum búðarmönnum
leynifjelag til skemtunar. Það var nokkurskonar mál-
fundafjelag. En lög og reglur fjelagsins voru mjög
margbrotin. Fjelagið hjet »Hið óendanlega núll« og
var tákn þess svona 00
Enginn mátti vita um tilveru þess og þó skyldu
fundir auglýstir á götum bæjarins, en það voru tóm-
ar dulrúnir, sem engir skyldu nema fjelagsmennirnir.
Fundir voru haldnir einu sinni í viku og tekin um-
ræðuefni sem helst gátu valdið hita og kappræðum.
Embættisnöfn voru flest útlend. Formaður var sacro-
sanctus og óafsetjanlegur og hafði takmarkað kon-
ungsvald og titlaður með hátign, og fór með vald í
tvo mánuði, en á miðri tíð var kosinn prins, er koma
átti til valda tvo næstu mánuði. Þing hafði forseti
sjer við hlið og tvo ráðgjafa, sem titlaðir voru excel-
lence, svo voru dómarar, og allir höfðu vandasama
titla. Þrjár voru orður og veittu mikla virðingu; æðsta
orðan var veitt aðeins tveimur og var þeirra atkvæði
áttgilt. í heitustu kappræðum mátti aldrei gleyma titli
og var tveggja aura sekt við lögð, ef gleymdist. Ráð-
gjafar báru ábyrgð á stjórnathöfnum forsetans. Kos-
inn var læknir, sem mátti ákveða stjórnandann brjál-
aðan, ef hann beitti gerræði í stjórn sinni, og stjórn-
aði þá prinsinn í hans nafni, þangað til kjörtími var
úti. Það voru ýmsar ceremoníur, sem miðuðu til þess
að koma mönnum til að hlaupa á sig, svo að sektir
kæmu sem mestar inn í ríkissjóðinn, en hann var
ætlaður til skemtunar og góðgætis fyrir fjelagsmenn
alla, er hann væri nógu stór til þess. — Var þetta
alt til gamans og til þess að æfa sig í að hafa ró
og stilling og vald á sjálfum sjer í heitustu kappræð-
um. Þegar jeg var forseti eitt tímabil, komst piltur,
sem ekki var í fjelaginu, á snoðir um að eitthvert
ógurlegt anarkistafjelag væri til í bænum og tal-
aði um það við mig, og hafði hann sagt nokkrum
öðrum frá því; var svo eitt kvöld niðri í Þorláksbúð-
arskrifstofu eftir lokunar tíma stofnað fjelag til að
njósna um þetta ískyggilega leynifjelag. Var jeg kos-
inn formaður í spæjarfjelaginu til þess að grafast eftir
hinu »óendanlega núlli«, sem jeg var forseti í, og
varð úr þessu hinn kostulegasti skollaleikur, því við
gintum njósnarana eins og þursa og komust þeir
aldrei að hinu rjetta, því jeg leiddi þá á eintóma
glapstigi í eftirleitinni. ]eg var nokkrum sinnum for-
seti í rjetta fjelaginu og var þá Sigurður Eggerz
ráðgjafi minn, en þá varð mjer það á að verða of
ráðríkur, svo læknirinn, sem þá var Sigurður Magnús-
son (frá Laufási), lýsti yfir að jeg væri vitskertur og
varð svo prinsinn að ráða í mínu nafni það sem eftir
var mánaðarins. — En þrátt fyrir miklar fjelagserjur
á fundum var alt græskulaust gaman og besta vin-
fengi. Þetta gerðist næsta vetur, því fjelagið lifði ár-
langt. — Að áliðnu sumri fjekk jeg eitt sinn hest og
reið fram að Bessastöðum með reikning til Gríms
Thomsens skálds. Þótti mjer hálfleitt að koma þar
í fyrsta sinni í þessum erindum, en jeg fór fyrir
verslunina. Grímur kom út á hlað og sýndi jeg hon-
um reikninginn. Hann játaði hann rjettan að vera, en
kvaðst mundi borga hann er hann kæmi næst til
Reykjavíkur. Síðan bauð hann mjer inn og var hinn
kátasti; sagði hann mjer sögur úr Bessastaðaskóla,
og svo töluðum við saman um skáldskap og bók-
mentir. — ]eg spurði, hvort nokkurstaðar mundi
fást doktorsritgerð hans um Byron lávarð, og hjelt
hann að ekki mundi hún auðfengin. ]eg fjekk þar
ágætar góðgerðir og fundust mjer þær kryddaðar
með ljúfmensku skáldsins. Þegar jeg var að fara, gaf
hann mjer óbundið eintak af Byronsritgerð sinni. ]eg
var svo hrifinn að jeg rjeði mjer varla. Til allrar ham-
ingju var klárinn hálflatur, annars mundi jeg hafa
riðið fantareið heim í hrifningu minni. —
Um haustið skilaði jeg af mjer versluninni, þegar
Þorlákur kaupmaður kom heim. Þorlákur og þau
hjón voru mjer ætíð mjög góð og ljúf og jeg var alt
af vel kominn í hús þeirra og naut þar margra góðra
stunda og ánægjulegra. Þorlákur var brautryðjandi að
allri verslunarkurteysi. ]eg man eftir því sem Stefán
Stefánsson (síðar skólameistari) sagði einu sinni, er
jeg var hjá honum á Helgavatni, löngu áður en jeg
kom í skóla: »Þegar maður kemur inn í búðir er
það víða sem verslunarmenn ætlist til þakklætis fyrir
að afgreiða, en þegar maður kemur inn í búð Þ. O.
]ohnson, þá þakkar hann manni fyrir að kaupa, og
það jafnvel hve smátt sem er«. —
Síðasti vetur í skóla.
]eg settist í 6. bekk um haustið. Það var ánægju-
legt að vera kominn aftur inn. Mjer fanst að jeg
hefði verið útlagi í öll þessi ár. Hið daglega starf
byrjaði. ]eg varð að lesa mikið til þess að geta
staðið nokkuð jafnfætis þeim, sem voru fyrir í bekkn-
um. En jeg varð líka að kenna. ]eg kendi börnum
Frederiksens bakara í Fisherssundi. Þau hjón höfðu
ætíð verið mjer afargóð. Frederiksen var mesti