Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 24

Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 24
24 Ó Ð I N N sæmdarmaður og kona hans dæmalaust góð og hjálp- söm kona. Hún var svo gjöful og greiðug, að ekk- ert mátti hún aumt sjá eða fátækt, að hún væri ekki strax reiðubúin að hjálpa. Bæði voru þau mjög trygg- lynd og vinföst. Jeg borðaði þar miðdegisverð og kvöldverð, en morgunverð í Vinaminni. Við Eríkur vorum í sömu stofunni og áður. Grískan, franskan og eðlisfræðin voru greinar, sem sjerstaklega þurfti að leggja sig til við. Kennararnir voru mjer allir góðir nema helst sá, er jeg leit mest upp til. Hann var mjer talsvert kaldur og önugur. Það var Björn Jensson. Mjer þótti alt af vænt um hann frá því, er hann svo drengilega hjálpaði mjer í gegnum reikn- inginn inn í annan bekk; en eitt sinn hafði jeg óvilj- andi móðgað hann, af því að jeg ætlaði að skjóta pilti, sem var kendur, undan hinum árvökru augum kenn- arans, en honum sárnaði svo við mig að það var lengi að gróa. Þetta var þegar jeg var í öðrum bekk; en ávalt síðan var hann mjer kaldur. Jeg hjelt að hann hefði gleymt þessu, er jeg kom aftur, en svo var ekki; þar að auki býst jeg við að hann hafi fremur litið niður á mig af því að jeg hafði ekki haldið skólabraut minni eins beinni og hreinni eins og hefði átt að vera, og hafði hann fulla ástæðu til þess. Við byrjuðum á ljósfræðinni í eðlis- fræðinni, og stóð jeg þar jafnt að vígi og bekkjar- bræður mínir, því það var frumlestur líka hjá þeim. Hún gekk líka þolanlega. En svo kom stjörnufræðin, og leiddist mjer kenslubókin fram úr hófi og las hana illa. Svo kom jeg einn dag upp og stóð mig mjög illa; þegar jeg gekk frá töflunni, sagði Björn Jensson: »Þú hefir ekki lesið þetta mikið«. Jeg sagði-' »Það er hvorttveggja að jeg hefi lítið lesið, og skil heldur ekkerf í því«. Hann sagði: »Þjer skiljið alt, sem þjer viljið«, og gaf mjer 2. Svo gekk í þessu fram að jólum. En í jólafríinu tók jeg mig til og las upp alla stjörnufræðina; fór jeg á kvöldin vestur í Doktorshús til Markúsar skólastjóra Bjarnasonar og fórum upp á flata þakið á útbyggingu þeirri, sem hann hafði látið reisa vestan við húsið. Þar setti hann mig inn í allar línur og skiftingu á himinhvolf- inu, og kendi mjer að þekkja margar af hinum helstu stjörnum og stjörnumerkjum. Þá fór jeg að skilja stjörnufræðina, og þykja hún jafnskemtileg og mjer hafði þótt hún leiðinleg áður. — Svo eftir nýár var hún lesin upp í bekknum og fjekk jeg alt af 52/3 eða 6 í her.ni. Þar næst fórum við að lesa upp eðlis- fræðina, það sem þeir hinir höfðu tví og þrílesið og höfðum þar af Ieiðandi mikið undir tíma 6 og 7 blöð. Það var frumlestur minn, en nú hafði jeg tekið í mig að lesa svo að jeg kæmi aldrei óundirbúinn. Jeg varð oft að lesa fram til kl. 3 á nóttunni, en Ijetti aldrei fyr en jeg kunni vel. Kennarinn vissi að jeg hafði ekki lesið þetta fyr og tók mig því upp á hverjum einasta degi, hann gerði það mjer til hjálpar og jeg fann á mjer, að jeg var að ná aftur fótfestu í velvild Björns Jenssonar og þráði jeg það mjög. — Þetta var seinni hluta janúar og í febrúar. Jeg átti þá dálítið erfiða daga, því rjett fyrir jólin lagðist sá piltur veikur sem jeg unni mest allra skólabræðra minna, þótt margir væru mjer kærir. Það var Ðjörn Vilhjálmsson frá Kaupangi. Hann bjó hjá Þórhalli lektor föðurbróður sínum; það var í Kirkjustræti, í hinu gamla Helgasenshúsi. Jeg kom oft til hans um veturinn fyrir jól og fanst mjer hann vera daufari en hann átti að sjer en hugsaði ekki út í það. Hjelt að það væri hálfgerð leti og eggjaði hann á að herða sig. — Hann kom og oft heim til mín. í s?.ma her- bergi bjó bekkjarbróðir hans Jóhannes Jóhannesson, góður piltur en þótti nokkuð gjálífur. Svo rjett fyrir jólin bar svo við í afarköldu veðri að ofninn í þriðja bekk, þar sem Björn var þá, reykti hræðilega, svo þar varð inni bæði kalt og fúlt. — Ðjörn fjekk í sig skjálfta og tak og fjekk leyfi til að fara heim. Hann lagðist í rúmið og reis aldrei á fætur aftur. Fyrst hafði hann skæða lungnabólgu. Jeg var hjá honum öllum stundum. Honum virtist batna mikið í jólafrí- inu. Hann var aldrei þungt haldinn. En eftir nýárið breyttist lasleikinn auðsýnilega. Og brátt tóku lækn- arnir eftir því að það væri brjósttæring, sem að hon- um gengi. Þá var Jóhannes fluttur frá honum þegar í stað. Jeg kom þá að máli við Þórhall og ljet í ljós, að jeg vildi flytja þangað í stað Jóhannesar. Þór- hallur spurði mig, hvort jeg vissi, hvað gengi að hon- um. Jeg sagði: »Já«. »Og vitið þjer að það er smitt- andi og ólæknandi veiki ?« Jeg sagði já við því. En í fyrsta lagi væri jeg alls ekkert hræddur við veikina, því jeg hefði þá trú að jeg gæti ekki smittast, og í öðru lagi væri jeg fús til þess að fá að stunda hann, þótt jeg vissi fyrir að jeg fengi hana. Svo varð þetta úr, að jeg flutti þangað til svefns og þeirrar veru um síðdegið, sem jeg gat tekið frá kenslu og samlestri við Eirík. Svo stundaði jeg hann upp frá því og var mjer það mikil sálarfróun. Hann vissi ekki hvað að sjer gengi og um sóttvarnir voru engar reglur gefnar. Það var aðeins stökt karbólvatni á gólfið. En engar reglur voru mjer gefnar um það, hvernig jeg ætti að fara með hráka og saur, eða um það, að þvo mjer úr karbólvatni, er jeg hefði hagrætt honum. Jeg bar hann yfir í mitt rúm, er jeg bjó um hann, og þurk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.