Óðinn - 01.01.1928, Page 26

Óðinn - 01.01.1928, Page 26
26 Ó Ð I N N alveg og fanst mjer jeg varla hafa þrek í mjer að vaka næstu nótt, svo kl. 7>/2 um kveldið fór jeg upp í skóla og fór á dansæfingu, til þess að fá mjer góða hreyfingu og hrestist mikið við það. Svo kom jeg ofan eftir kl. 8 og þá varð jeg brátt viss um að þetta yrði síðasta nóttin. Klukkan 10 vaknaði hann og spurði, hvort jeg vildi lesa fyrir sig úr skilnaðarræð- um ]esú, og svo las jeg 14. og 15. kap. í Jóhann- esar guðspjalli. Svo lokaði jeg bókinni og spurði, hvort hann væri ekki þreyttur. »Nei«, sagði hann, »en samt er best að sofa ögn«. Svo mókli hann þangað til kl. var IIV2, þá fjekk hann slæmt kast og var uppgangurinn mikill. Svo bráði af honum og hann spurði: »Heldurðu ekki að þetta verði nú síð- asta nóttin«. Jeg sagðist halda að það gæti verið. »Jeg yrði ósköp feginn því«, sagði hann. Svo fjekk hann nokkru seinna annað kast og er það bráði af, bað hann mig að vekja Þórhall, sig langaði tii að kveðja hann. Jeg gerði það. Svo kom hann inn til okkar og Björn bað hann um að afsaka ónæðið, »en mig langaði til að kveðja þig«. Þórhaliur spurði hann, hvort hann væri nokkuð hræddur við að deyja. »Nei«, sagði Björn, »jeg veit að Guð tekur á móti mjer, og þá er það gctt að deyja. Jeg hefði að vísu viijað lifa þangað til Halldór bróðir kemur suður, en það gerir ekkert, þú skrifar heim og berð öllum kveðju mína«. Þórhallur sagði: »Pabbi þinn skrifar, að hann ætli að koma sjálfur suður«. »Nei«, sagði Björn, »það er Halldór sem kemur*. — Svo sagði Björn litlu síðar: »Jeg verð svo feginn að þurfa ekki að fara til Amer- íku, jeg mátti aldrei til þess hugsa. Svo bað hann Þórhall að biðja bæn, og hann gerði það; bað stutta bæn og faðirvor, og lagði svo yfir hann blessun Drottins. Svo kvaddi Björn hann og bað hann að skila kveðju til frúarinnar. — Hún lá þá á sæng og gat því ekki komið inn til hans. — Svo byrjaði dauðastríðið fyrir alvöru. Þórhallur var svo hrærður og klökkur, að hann gat ekki horft upp á það og fór inn til sín. Hjer um bil kl. 3*/2 bráði enn í bili af Birni og þá sagði hann, að það væri best að við kveddumst nú, því það gæti verið að við gætum það ekki seinna. Hann bað mig að skila kveðju til ýmissa skólabræðra sinna, brenna sendibrjef sín, og svo kvöddumst við. Hann spurði hvaða mánaðardagur væri, jeg sagði honum að kominn væri sunnudagur- inn 19. marts. Hann sagði: »Það er merkilegt; það er dánardagur ömmu minnar, og það er gott að fara til guðs á sunnudegi*. Svo fór næsta kast að byrja. Hann sagði: »Það er orðið svo dimt, haltu í hendina á mjer«. Svo kraup jeg niður og hjeit í hönd hans, og svo kom síðasta hryglukastið og varaði til kl. 4'/2, þá dó hann. Jeg var lengi í sömu stellingu og gat ekki fengið mig til að hreyfa mig. Mjer fanst tíminn horfinn og eiiífðarfriðurinn hvíia yfir mjer. Mjer fanst guð vera svo nálægur og ákaflega gott að hvíla í honum. Jeg hugsaði um, að svona vildi jeg deyja, með fulla rænu og ráð fram að síðustu augnablikum. Mjer komu í hug orð Manfreðs: »Það er þá ei svo erfið þraut að deyja«. Og mjer fanst dauðinn ekki vera neitt ægilegur. Það rifjaðist upp fyrir mjer, sem jeg hafði lesið fyrir Björn um kvöldið, um hina mörgu bústaði þar uppi, og mjer fanst að eitt band lægi nú milli mín og þeirra. — Jeg var algerlega rólegur og fann mikla sælu, er höfuð míns dána vinar hvíldi á hand- legg mínum. Svo varð kl. 5 og þá reis jeg upp og lagði hann til og veitti honum nábjargir og fór síðan og tilkynti sjera Þórhalli látið. Svo fór jeg að taka til í herberginu og fíminn leið eins og í leiðslu. Svo kom Þórhallur inn og bað nrig að koma niður til morgunkaffis. Síðan töluðum við lengi saman um and- leg efni og var hann hinn fyrsti maður, sem jeg sagði frá því, er jeg hafði reynt á sjóferðinni til Fær- eyja og fyrsta kvöldinu í Þórshöfn og vissu mína um hinn lifandi Frelsara, er hefði mætt mjer þar. — Þessi nótt og þessi morgunstund höfðu mikla þýðingu fyrir sálarlíf mitt og trúarlíf. Snemma um morguninn fór jeg svo út og upp á Laugaveg 15, þar sem mamma bjó. Og er jeg sagði henni frá dauða Björns, losnuðu táralindirnar og jeg grjet lengi og beisklega, því þá fyrst kom sökn- uðurinn með fullum krafti. Svo er jeg kom aftur nið- ur til Þórhalls, sagði hann mjer, að hann hefði farið upp í skóla og tilkynt látið og ætti hann að bera alúðar kveðju Björns Jenssonar og það með, að jeg þyrfti ekki að koma til sunnudagsbæna. Jeg varð því afarfeginn, og fór út að ganga. Jeg fann að jeg gat ekki sofið og gekk um sem í leiðslu allan daginn. Um kvöldið fór jeg samt snemma að hátta og svaf alla nóttina; jeg vissi að jeg þurfti ekki að hafa and- vara á mjer eins og áður, því vinurinn í rúminu við höfðagaflinn minn svaf enn þá værara og þurfti einkis með. Jeg svaf svo þar í tvær nætur til, þang- að til búið var að þvo og sótthreinsa föt mín, svo að jeg gæti skift um áður en jeg flytli í Vinaminni aftur. Og þá koni fyrst tómleikinn og varaði við lengi. Jeg sá ákaflega eftir Birni og það var í mjer þrá eftir að fá tæringu og mega deyja eins og hann. Jeg reyndi til að telja mjer trú um að jeg hlyíi að hafa smittast og það væri bara tímaspursmál þangað til

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.