Óðinn - 01.01.1928, Page 27

Óðinn - 01.01.1928, Page 27
Ó Ð I N N 27 það kæmi í !jós. Eftir jarðarförina gekk jeg á hverj- um degi út að gröf hans. — Jeg var samt ekkert ókátur og tók þátt í skólalífinu og keptist við að lesa. — Svo 1. apríl fengum við dimittendar upp- lestrarfrí og fórum að lesa. Þann 8. apríl var haldin skólahátíð á afmælisdegi konungs. Jeg var settur til að halda ræðuna fyrir rektor. Svo datt mjer í hug að gera það á latínu. Jeg undirbjó hana hið besta og marghreinskrifaði hana, en Ijet engan vita um það. Svo lærði jeg hana utan að. Jeg hafði fyrir texta: Quo semel est inbuta recens, servabit odorem testa diu (Hor. Ep. 1, 2, 69). „ Smekkurinn sá er kemst í ker keiminn lengi eftir ber“. Um daginn gekk jeg út að gröf Björns, því það var líka afmælisdagur hans, og þar rifjaði jeg upp ræðuna. — A skólahátíðinni var borðhaldið í langa loftinu og voru þar saman komnir allir kennararnir og mektarmenn bæjarins. Jeg kveið fyrir því augna- bliki, er að mjer kæmi. Svo kom það og jeg byrj- aði og allir litu undrandi upp, er þeir heyrðu latín- una. Ræðan gekk slysalaust, en mikill ljeftir var að setjast niður. Rektor stóð upp og þakkaði fyrir á latínu og kom oss saman um, skólabræðrum, að hann væri málliðugri á latínu en á íslensku. Daginn eftir kom jeg vestur í biskupshús. Biskup, Hallgr. Sveins- son, hrósaði mjer fyrir ræðuna og sagði að aðeins ein villa hefði verið í henni, jeg hefði sagt adsentibus fyrir præsentibus. Jeg var með sjálfum rnjer afarleið- ur yfir þessu, og fanst mjer glansinn farinn af öllu saman. Svo kom jeg upp í skóla til rektorsfrúarinnar að fá mjer kaffi. Rektor kom fram og sagði að ræð- an hefði verið klassisk. Jeg mintist á villuna, en rektor sagði: »Já, jeg tók eftir því, en jeg lít ekki á það sem villu, því það er rjett myndað, og getur vel verið að Rómverjar hafi sagt það, þótt ekki hafi það komist inn í ritmál«. Síðan fór hann inn og kom aftur og gaf mjer alt »Suplement til islandske Ordböger® eftir hann sjálfan. Það var dýrmætur fengur og fór jeg nú huggaður og hróðugur heim. Svo liðu nú dagarnir. En að morgni þess 12. apríl vaknaði jeg við hósta, og fann að jeg spýtti blóði; jeg hafði líka nokkurn hita og fann til talsverðs verkj- ar fyrir brjóstinu. Það greip mig alt í einu ákafleg sælutilfinning. Jeg þóttist viss um að jeg væri búinn að fá tæringu, og nú mundi jeg eftir nokkra mánuði fá að sjá Björn aftur. — Jeg lá svo mjög sæll og gekk í gegn um framför sjúkdómsins, og komu dauð- ans. Jeg tók auðvitað myndina af því, sem jeg þekti sem sjónarvottur. Svo lá jeg í rúminu þann dag og versnaði heldur er á daginn leið. Um kvöldið í rökkr- inu kom Jón Runólfsson til mín. Hann var mjer mjög kær og fyrirmyndar piltur. Jeg talaði um, að nú væri jeg víst búinn að fá tæringu. Hann maldaði í móinn og sagði eitthvað á þá leið: »Jeg gæti vel trúað að þú yrðir eldri en jeg«. Jeg reiddist honum og fanst eins og hann væri að reyna að skerða gleði mína. Svo næsta dag kom Jónassen landlæknir og skoðaði mig. Hann sagði: »Þetta er brjósthimnubólga«. Mig dauðlangaði til að henda Arnesens orðabók í hann, því jeg hafði hana við hendina. Sæla mín var horfin, því nú var þetta veiki, sem mjer gat batnað. Jeg varð samt aldrei mjög þungt haldinn, en lá í þrjár vikur liðugar. Háyfirdómarafrúin sendi mjer flösku af Sherry, þegar mjer fór að skána, og margir sýndu nrjer mikla velvild. Svo komst jeg á fætur, en var afarmáttlítill og bannaði Jónassen mjer að lesa. Svo í maí flutti jeg frá Vinaminni, og við Eiríkur báðir, því það átti víst að gera við húsið og leigja það um suinarið. Við fluttum í herbergi í Þingholtsstræti 3, uppi á efri hæð, það var sólríkt og bjart herbergi. Jeg var mjög lengi að ná mjer. Jeg var mikið úti, einkum er sólskin var, og var það eftir læknis ráði. Mjer var sagt að á spítalanum lægju nokkrir Frans- menn og þar á meðal drengur, og fór jeg að vitja um hann. Hann hjet Prosper Meleard og var 15 ára gamall. liann lá i fótarmeini og var hann ljómandi laglegur drengur og skemtilegur. Hann var af franskri skútu og var frá Caté du Nord á Frakklandi. Við urðum bráft góðir vinir. Margir Fransmenn aðrir lágu þar í sömu stofu. Jeg æfði mig þar í að tala frönsku. I stofunni var einn piltur, sem þeir kölluðu Francois, og var honum ilt í stóru tánni og þar að auki eitt- hvað hálf geggjaður. Allir Fransmennirnir höfðu gam- an af að erta hann og hleypa honum upp og gat hann þá látið nrjög skrípalega, en stundum sat hann framan á rúmi sínu með brekán yfir höfðinu og reri í sætinu þannig, með stunum, hálfan daginn. Stundum lá hann aftur á bak, þversum í rúminu, og spýtti upp í vegginn. Hjúkrunarkonurnar voru í vandræðum með hann, hann var svo keipóttur. Eitt kvöld var jeg þar inni og voru þá mikil ærsl í honum, og voru Frans- mennirnir að stríða honum. Stundum hálfgrjet hann eða varð vondur. Sá eir.asti, sem ekki lagði neitt til hans, var litli Prosper og hló ekki einu sinni með. Jeg hafði gaman að þessum vitleysisköstum og hló dátt við og við. Alt í einu vindur Francois sjer að mjer og er afaróðamála. Jeg skildi ekkert hvað hann var að segja. Jeg tók svo kompu úr vasa mín-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.