Óðinn - 01.01.1928, Side 28
28
Ó Ð I N N
um og blýant og bað hann að skrifa. Hann fók bók-
ina og skrifaði með fallegri hönd þessi orð:
»Ef þú ættir son, veikan, í framandi landi, sem
allir væru að stríða og væru vondir við, mundir þú
þá hlæja? — í guðsbænum gefðu mjer sokka og
skó!« —
Þegar jeg las fyrri sefninguna fjekk jeg tár í aug-
un, og fann mjög til og sá að þetta var saft, sem
hann sagði. Við seinni setninguna gat jeg ekki annað
en brosað. Hún kom svo óvænt. Svo hljóp jeg heim
og náði í hlýja sokka og mjúka morgunskó, sem mjer
höfðu verið gefnir. Þeir voru hlýir og fallegir. Jeg
fór með þetta upp á spítala og klæddi hann í sokk-
ana og ljet upp á hann skóna. Þá fjeli hann um háls
mjer og kysti mig á báða vangana. Upp frá því hlýddi
hann mjer í öllu og varð stiltur og rólegur, þegar
jeg kom inn. Jeg studdi hann til að geta gengið út,
og hann fór mikið að hressast. Fransmennirnir hættu
að stríða honum. Þegar óþektarköst hlupu í hann,
þurftu hjúkrunarkonurnar aldrei annað en að hóta
honum að klaga fyrir mjer. Þá varð hann strax
stiltur. Svo þegar hann fór af spítalanum, grjet hann
og kysti hjúkrunarkonurnar á hálsinn. ]eg fylgdi hon-
um niður á bryggju og þar faðmaði hann mig og
grjet og sagðist mundu skrifa mjer, er hann kæmi
til Frakklands, en hann gerði það aldrei.
Smám saman fóru Fransmennirnir að tínast burfu
og Prosper varð einn eftir. ]eg var hjá honum mest
af deginum og las upp frönskuna og fór mjer mjög
fram í henni. ]eg bað með litla vini mínum á kvöldin,
bæði Paternoster og Ave, og einu sinni, er jeg kom
til hans, var hann grátandi af verkjum, það hafði
verið skafið beinið. Svo fór jeg og færði honum lit-
myndir af Kristi og Maríu mey: Ecce homo! (sjáið
manninn!) og »Mater dolorosa« (María undir krossin-
um); honum þótti afarvænt um þetta. ]eg festi mynd-
irnar upp á þilið fyrir ofan rúmið hans. — Einu
sinni, er jeg sat við rúm hans, spurði jeg hann hvað
þýddi orð eitt, sem jeg hafði heyrt franska sjómenn
nota. ]eg hjelt að vísu að það væri ekki fallegt, en
spurði samt að því. Þá fyltist drengurinn skelfingar
og benti á Kristsmyndina, og sagði að það væri svo
ljótt að það mætti ekki nefna það, »og síst hjer«,
sagði hann og benti á hinar helgu myndir. ]eg fann
æ betur að hann var mjög trúrækinn og saklaus
drengur. Hann var bóndason og faðir hans víst frem-
ur fátækur, en það hefur hlotið að vera mjög gott
fólk, því drengurinn var auðsjáanlega í öllu hinn
prúðasti og vel upp alinn. Hann skrifaði fallega rit-
hönd og talsvert góða rjettritun. Þegar hann fór að
ganga um kom hann eift sinn heim með mjer. Einu
sinni meðan hann lá, kom nýr franskur sjúklingur,
sem hjet Pierre að fornafni, viðkynnilegur maður.
]eg sat eift sinn og var að lesa frönsku málfræðina
og voru þeir að tala saman Prosper og Pierre. Svo
fann jeg að þeir voru að þrætast á um eitthvað og
fór að hlusta. ]eg gat vel fylgst með. Þeir voru að
tala um, hvort jeg væri kaþólskur. Prosper litli hjelt
því mjög fram, að jeg hlyti að vera kaþólskur og
sagði, að jeg hefði verið svo góður við sig og gefið
sjer myndirnar. Pierre sagði að allir íslendingar væru
lútherskir og gætu samt verið góðir menn. En Pros-
per vildi ekki heyra annað en að jeg væri kaþólsk-
ur, jeg hefði beðið með sjer Paternoster og Ave
María, og var hann orðinn sár. ]eg hugsaði: Hvað
á jeg að segja, ef hann spyr mig beint að því? ]eg
get ekki útskýrt fyrir honum nægilega á frönsku, að
jeg geti verið lútherskur og samt breyít svona við
hann, ef til vill truflaði það hann í hans trú, ef hann
hjeldi að þetta væri óeinlægni og hræsni hjá mjer.
]eg heyrði til hinni almennu (kaþólsku) kirkju og
Kristur væri sameiginlegi grundvöllurinn, en hanr
mundi ekki geta skilið það, og það gæti orðið hon- !
um til skaða, og hvaða tjón væri í því fólgið, þótt
hann sfæði í þeirri trú að jeg væri rómversk-ka-
þólskur? Aður en jeg var kominn að niðurstöðu í
þessu spursmáli, beindi hann spurningunni að mjer,
og jeg þorði ekki annað en segja, að jeg væri ka-
þólskur. — ]eg sagði það satt, því jeg skoðaði mig
þannig, en jeg vissi að hann mundi taka það svo,
að jeg væri rómversk-kaþólskur, og að því leyli var
svarið ekki sannleiki. Hann varð mjög glaður og þótti
víst vænna um mig eftir en áður. Hann lifði svo víst
og dó í þeirri hugmynd, að jeg væri það. Við ljetum
taka mynd af okkur saman. Þegar hann var sendur
út, komu yfirmenn af franska herskipinu og fylgdu
þeir honum í skip það, sem hann átti að fara með.
Við kvöddumst mjög innilega og yfirmaðurinn kom
til mín og þakkaði mjer fyrir hann. Síðan heilsuðu
þeir mjer æfinlega, er þeir mættu mjer á götu. ]eg
sá mjög eftir Prosper og varð glaður, er jeg fjekk
brjef frá honum, er hann var kominn heim til sín.
]eg íjekk líka mjög vinsamlegt brjef frá foreldrunum,
sem þökkuðu mjer fyrir hann. — Hann skrifaði mjer
oft næsfu lvö árin, en svo hættu brjef að koma.
Fyrst tíu eða ellefu árum seinna sögðu franskir strand-
menn mjer, er þeir sáu myndina af honum, og þektu
hann, því að þeir voru frá sama bæ og hann og einn
þeirra var frændi hans, að hann hafði dáið tveim árum
eftir að hann kom frá íslandi. Hann var mjög hjarta-