Óðinn - 01.01.1928, Side 29

Óðinn - 01.01.1928, Side 29
Ó Ð I N N 29 hreinn drengur og hlahka jeg til að hitta hann á landi eilífðarinnar. Nú var mjög tekið að líða að prófi og jeg ekki byrjaður á upplestri. ]eg var nú orðinn svo frískur, að jeg fór að lesa. ]eg sá að jeg gat ekki komist vfir grísku eða latínu, og lagði svo allan tímann, átta daga, til mannkynssögunnar og eðlis- fræðinnar. Kennararnir buðu mjer að prófa mig um haustið, ef jeg vildi, en jeg vildi taka prófið um vorið, því jeg ætlaði mjer að sigla, ef jeg gæti fengið 2. einkunn. ]eg vonaði, að jeg mundi geta krafsað mig upp í 63 slig, sem var lægsta 2. einkunn. ]eg komst yfir fornaldarsöguna og miðaldirnar og norðurlanda- sögu, en fram að stjórnarbyltingunni frönsku í nýju sögunni. Svo byrjaði prófið og mitt einasta áhugaefni var að ná í einhverja aðra einkunn. ]eg fjekk 5 í eðlis- fræði og svo kom sagan, það var tvöföld námsgrein, það er að segja: það var gefin tvöföld einkunn fyrir hana. Páll gamli Melsted var þá orðinn áttræður og var þetta síðasta próf, sem hann hjelt í sögu. Hann vildi mjer vel og sagðist skyldi fara vel með mig. En það var nærri því orðið mjer að tjóni. ]eg fjekk í fyrra spursmálið »Napóleon sem ræðismann«, og hjelt Páll að þar hlyti jeg að vera sterkur, en jeg hafði ekki lesið upp seinasta part nýju sögunnar og heldur aldrei haft mikið dálæti á Napóleon, og stóð mig hálf laklega þar, en Páll spurði mig út úr þessu spurs- máli til þess að geta farið fljótt yfir hitt spursmálið, sem hann var hræddur um að jeg kynni ekkert í, en það var saga Hansastaða frá byrjun til enda og var í sögu Blocks, sem við lærðum, á víð og dreif. En það spursmál var eitt af mínum bestu spursmálum. Páll ætlaði að fara vægt í sakirnar og sagði: »Getið þjer sagt mjer nokkuð um Hansastaðafjelagið, á hvaða öld hjer um bil að það var stofnað?« ]eg sá að jeg mætti ekki láta hann spyrja mig. Svo jeg tók orðið og sagði: Hansafjelagið var stofnað árið 1241, sama árið og Snorri var drepinn, Valdimar sigur dó og orusta stóð í Póllandi. ]eg man nú ekki hvar hún var. Svo sagði jeg frá fjelaginu og vexti þess og viðgangi, viðureign þess við Valdimar Atterdag kon- ung og starfi þess í Noregi, og endaði árið 1648, er það var rofið. — Páll var afarglaður og jeg fjekk 51/3 þrátt fyrir frammistöðuna í Napóleon; þetta mun- aði mikið, því það voru 142/3 stig. I skynsemisritgerð fengum við: Hvaða stjórnarskipun er heppilegust fyrir þjóðirnar. — ]eg svaraði því auðvitað, að ótakmarkað einveldi væri best og sagði, að þingræðið væri afleitt, lýðveldi þó verst. — ]eg fjekk 4'/3 fyrir þessa rit- gerð. En 5 fyrir ritgerð um landafundina í lok 15. aldar. Mest af öllu kveið jeg fyrir grískunni, því jeg var hræddur um að jeg fengi mínus, en það var slæmt, því það var einnig tvöföld einkun fyrir grísk- una. ]eg fjekk 32/3, sem voru sama og 7>/3 stigs og fór jeg mjög hróðugur heim til mín þann dag. ]eg gerði mjer 5 eða 5ty3 í latínu, en það fór nú öðru- vísi. ]eg kom upp í Taciti Germanía, og hafði alls ekki sjeð þá bók, og í skáldskap kom jeg upp í miðri satyrunni (9. sat.) eftir Horatíus. Henni hafði jeg slept alveg, því hún var lesin í 5. bekk. ]eg fjekk því aðeins 4'/3 og 4% í ólesnu og gerði explicandum hálfilla, aðeins upp á 4, og var jeg afarskömmustu- legur, er jeg gekk frá prófi. Fanst mjer þetta hinn versti ósigur. I frönsku fjekk jeg 42/3 og var vel ánægður. Svo gekk prófið þolanlega. Loks var guð- fræðin eftir og höfðum vjer þrjá daga undir hana og þá stóð þannig, að fengi jeg 6 í henni, þá hafði jeg I. einkunn 84 stig, en fengi jeg 52b hafði jeg aðra einkunn. Nú las jeg alveg eins og óður, og stóð mig vel í Lisco, en svo kom jeg upp í kirkjusögu. Þá hljóp meinloka í mig og jeg mundi ekki nafn kirkju- föðurins, sem jeg var spurður um, en mundi alt, sem um hann var sagt. Loks var jeg viðstöðulaust búinn að segja alt um hann, sem jeg vissi, og samt gat jeg ekki náð í nafnið, þangað til að það braust fram: Origenes! En jeg fjekk aðeins 52/3 og hafði hæstu aðra einkunn. Af því að jeg stóð svona á takmörkunum, Ieiddist mjer þetta mjög í bili, en stúdent varð jeg og skóla- tíminn var á enda, og einn af hugljúfustu köflum æfi minnar liðinn. Mig hefir oft langað til að vera kom- inn aftur í skóla og sitja á skólabekknum að nýju. Þegar á alt er litið, held jeg að latínuskólatíminn sje einn sælasti þáttur æfinnar. Við hjeldum okkur sumbl um kvöldið og næsta dag fengum við nýju stúdent- arnir okkur hesta og riðum suður í Hafnarfjörð; við vorum allir boðnir í miðdag hjá Chr. Zimsen kaup- manni. Þar sátum við 13 saman og var þar veitt vel og með mikilli rausn, og falleg var sú ræða sem kaupmaðurinn hjelt fyrir okkur stúdenfunum og fram- tíð okkar. Síðan höfum við aldrei verið allir saman. ]eg dvaldi svo í Reykjavík til 22. júlí, og skemti mjer mjög vel. ]eg var alt af að gera tilraunir með sólar- ljósið, og lánaði Björn ]ensson mjer nokkur áhöld, prismur 0. s. frv. Hann kom einu sinni heim til mín og hjálpaði mjer í þessu, og held jeg ekki að jeg hefði hrifnari orðið, þótt konungurinn hefði heim- sótt mig. Þann 14. júlí var mikil skothríð af franska her- skipinu og var því svarað af danska og enska her-

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.