Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 30
30 Ó Ð I N N skipinu, sem hjer lágu þá. Það var sólskinsríkur dagur. Daginn eftir fór jeg með Jóni Magnússyni cand. jur. upp á Kjalarnes. Fór hann í erindum tengdaföður síns, Jóns Pjeturssonar háyfirdómara. Voru það ráð háyfirdómarafrúarinnar, að bjóða mjer með, og hest fjekk jeg þaðan. Það var skemtilegasti dagur. Var Jón bæði ræðinn og skemtilegur. Við komum víða, þar á meðal að Skrauthólum til Einars bónda. Þar talaðist svo til, að jeg fengi leigðan hest norður í land í mánuð, og átti hann að kosta krónu um dag- inn. Það átti að færa mjer hann á tilteknum degi til Reykjavíkur. Við Jón Magnússon komum heim um kvöldið og þóttist jeg hafa haft góða för. Svo fór jeg að búa mig til norðurfararinnar. Hesturinn kom á tilsettum tíma, duglegur og góður klárhestur. Mjer var sagt að hann væri mjög styggur og strokgjarn, en bráð- viljugur og óhastur. Jeg var sammæltur sjera Sigurði Jónssyni, sem þá var nývígður, og var að fara norð- ur, að vitja brauðs síns. Við ætluðum fjöll. Átti fyrsti áfanginn að vera upp í Þingvallasveit. Við lögðum af stað síðdegis úr Reykjavík og fylgdi kærasta hans, Guðrún dóttir Sveins Sveinssonar trjesmiðs, bróður Hallgríms biskups, og eitthvað af fólki hennar hon- um á leið. Jeg fór ofurlítið seinna og kom við á Laugaveg 15 að kveðja mömmu, sem átti þar heima. Jeg dvaldist þar nokkra stund, síðan settist jeg á bak og reið inn Laugaveg, en áður en mig varði, hljóp Jarpur út undan sjer og beint í gegnum hlið við insta húsið á Laugavegi og þar inn í kálgarð. Þar voru þvottasnúrur. I síðasta augabliki náði jeg í snúruna og gat stöðvað hestinn, en nærri lá við slysi. Svo komst jeg út á veginn aftur og reið nú inn eftir veginum. Gekk það slysalaust þangað til jeg var kominn inn undir Lækjarhvamm, þá fór jeg að spretta úr spori, en þá tók klárinn aftur viðbragð og hljóp út undan sjer og stökk beint yfir stóran og djúpan skurð sem var fyrir ofan veginn. Þetta kom svo óvænt, að jeg lá þar í mýrinni áður en jeg vissi af og var hepni að jeg lenti ekki í skurðinum. Jeg stóð upp og var fljótur að segja við sjálfan mig: »Omen accipio (jeg þigg þetta sem góðsvita). Fall er farar heill frá bæ en ekki að«. Svo komst jeg aftur út á veg og hafði nú góðar gætur á kenjum klársins. Að öðru leyli fjell mjer vel við hann. Svo náði jeg fólk- inu langt fyrir ofan Dústaði. Svo er fylgdarfólkið hafði farið eins langt með okkur og það ætlaði, sneri það til baka og við Sigurður hjeldum leiðar okkar upp á Mosfellsheiði. Bar ekki til tíðinda fyr en við komum að Kárastöðum og gistum þar. Jeg tlutti Jarp í haga og hefti hann, ljet blíðlega að hon- um og bað hann um að strjúka ekki. Talaði jeg við hann og gældi við hann alllanga stund. Hann virtist taka því vel. Áður en við gengum til hvílu, fór jeg út í haga að tala við Jarp og tók hann vel blíðlæti mínu. Við höfðum góða nótt á Kárastöðum. Um morguninn var hið fegursta veður. Jeg sótti Jarp og brá mjer ekki lítið í brún, er jeg sá að hann var kominn úr haftinu. En jeg rjetti út hendina og gekk hægt til hans. Hann stóð kyr og ljet mig klappa sjer. Eftir það hefli jeg hann aldrei, en varð alt af að sækja hann sjálfur, hann var Ijónstyggur við alla aðra. Við urðum betri vinir með degi hverjum. Rjett er við æíluðum að leggja af stað, stóðum við Sig- urður úti á hlaði og bóndi hjá okkur. Jeg horfði hugfanginn á hina stórfögru útsýn og var mjög hrif- inn. Jeg sagði: En hvað hjer er »maleriskt«. — Bóndinn hváði og ætlaði jeg að útleggja orðið, en fann ekkert íslenskt orð, svo kom Sigurður mjer til hjálpar og útskýrði fyrir bónda hvað jeg ætti við. Jeg sárskammaðist mín að vera að slefta útlendu máli uppi í sveit og einsetti mjer að gera það ekki framar. Svo hjeldum við áfram og komum um kvöldið til Kalmanstungu. Veðrið var allan daginn hið yndis- legasta og vorum við í besta skapi. Sjera Sigurður var hinn ágætasti ferðafjelagi, sífelt kátur og í góðu skapi, og skemtinn. Kom ekki nokkurt ský yfir okkur á allri leiðinni. Við vorum í Kalmanstungu í góðu yfirlæti um nótlina og lögðum snemma af stað. Við vorum afarhepnir með veðrið og er þá reglulega skemtilegt að ferðast yfir fjöllin. Fjallaauðnin svo mikilfeng og sumstaðar stórkostlegt útsýni, og friður- inn getur gagntekið mann og veitt hinn mesta unað. Jeg man ekki hvort við gistum í Gilhaga eða Hauka- gili. Daginn eftir hjeldum við niður að Kornsá og stóðum við dálitla stund og var okkur þar vel tekið, og kvaddi jeg vini mína þar og bjóst við að nú yrði langt þangað til jeg kæmi þangað aftur. Svo riðum við upp á Ása og gistum á Sólheimum og var okkur tekið þar tveim höndum. Svo hjeldum við norður yfir Stóra-Vatnsskarð næsta dag og út á Sauðár- krók. Þar skildu leiðir okkar sjeia Sigurðar og hjelt hann norður til brauðs síns, en jeg fór að vitja gam- alla vina í Skagafirði. Jeg fór nú hægt yfir landið og heimsófti vini mína og kunningja og var mjer alls staðar vel fagnað. Jeg hafði með mjer eina bók á leiðinni. Það var Sans Famille eftir Hector Mallot í tveim bindum og áði jeg aldrei svo, að jeg ekki tæki bókina fram og læsi í henni. Hún er á frönsku, og skildi jeg rjett aðeins ganginn í sögunni, því jeg hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.