Óðinn - 01.01.1928, Side 34

Óðinn - 01.01.1928, Side 34
34 Ó Ð I N N Fjöldi af íslendingum kom niður á skip, og maður sá marga kunningja og vini. Sigfús Blöndal, vinur minn og hægri hönd í því sem að háskólanum laut, kom niður á skip að taka á móti mjer og bauð mig velkominn til höfuðborgar Danaveldis með fagurri grískri setningu, sem jeg því miður skildi ekki, en gleðihreimurinn og vinarblærinn í rómnum hljómar mjer enn í eyra. Sigfús Biöndal var vinur, sem jeg vissi að jeg mátti treysta; við höfðum alt af verið góðir vinir í skóla, og það óx eftir því sem leið á samverutímann; jeg dáðist að gáfum hans og fjöri, að málaþekkingu hans og sjer í lagi grískukunnáttu hans, og var ekki laust við að jeg öfundaði hann af henni. Fyrst var kunningskapur okkar bygður á bók- mentalegum og fagurfræðilegum grundvelli, en eftir því sem jeg kyntist honum meira, því meiri mætur fjekk jeg á honum vegna mannkosta hans; honum hafði jeg skrifað og sent honum plögg mín til að fá inngöngu á háskólann og á Garð, og treysti jeg honum manna best til allrar leiðsagnar og hollráða. Var jeg feginn komu hans og gaf mig honum á vald sem nokkurskonar forráðamanni. Þegar jeg var al- búinn til að fara í land, og hoppaði af skipinu yfir á uppfyllinguna, sló jeg óvart stafnum mínum góða við grjótgarðinn og fjell þá silfurplatan af honum og hraut niður í sjó. Jeg vissi ekki hverskonar »omen« það var og fann ekkert til að snúa því til heilla. Samt bar jeg tjón þetta vel. Svo gengum við upp í bæ og sýndi Sigfús mjer alt hið merkasta á þeirri leið. Við fórum fram hjá Amalíuborg og leit jeg með lofning á múra konungshallarinnar; við fórum yfir Kongsins Nýjatorg og heilsaði jeg þar upp á tvo góða vini, Holberg og Öehlenschláger, er sátu í hátignarró sinn hvoru megin við Konunglega leikhúsið. Síðan komum við inn á Garð (Regensen), og fanst mjer mjög til um að standa þar sem svo margir ágætir íslendingar höfðu dvalið á námsárum sínum. Sigfús leiddi mig fram fyrir hið hundrað ára gamla linditrje, og heils- aði jeg því með fjálgleik og lotningu, en samt urðum við aldrei vinir, því mjer leið aldrei vel, er jeg sat undir því; jeg var alt af hræddur við að græn óværa dytti úr kolli þess, jafnvel niður í portnarakaffið, sem oft var undir því drukkið. Eflir að jeg hafði verið dálitla stund inni hjá Sigfúsi, þá komu þeir Har. Níelsson og Friðrik Hallgrímsson, og urðum við svo samferða út í Trínitatiskirkjuna, sem stendur við Sí- valafurn, rjett hjá Garði, og hlýddum þar messu. Pasfor Schieppelern predikaði. Hann var ákaflega sköruglegur í stólnum og hafði miklar handahreyf- ingar. Mjer þótti ræða hans ágæt, og fallegur söng- urinn. Eftir messu fórum við Sigfús upp til Kristínar Jóhannsdóttur; hún var föðursystir Ólafs Eyjólfssonar, skólabróður míns, og fengum við hjá henni bestu við- tökur eins og allir íslendingar; hennar heimili var eins og heimiii allra Islendinga, sem til hennar komu. — Sigfús fór með mig gegnum Örstedsparken og fanst mjer mikið til um hann, og sjer í lagi mynda- stytturnar þar. Síðdegis fórum við að heilsa garðpró- fasti, gamla Ussing; hann var lítill maður og pervisa- Iega vaxinn og hafði þann kæk að núa saman löfun- um meðan hann talaði. Hann tók okkur ljúfmannlega. Við vorum tveir nýkomnir, Magnús Arnbjörnsson og jeg. Við vildum báðir helst búa á Garði, en aðeins annar gat fengið að búa þar inni, hinn varð að búa úti í bæ. Ussing ljet okkur varpa hlutkesti um það. Magnús vann og jeg varð að vera annarstaðar. Svo fórum við út að leita okkur að herbergi til þess að vera í vikuna út. Við fórum víða eftir auglýsingum og fengum loks herbergi fyrir tvo úti á Olufsvej nr. 3, hjá góðum hjónum þar, og var það fremur ódýrt. — Þar bjuggum við Magnús eina viku saman, og gengu nú dagarnir eins og í draumi, og voru mjög skemtilegir. Einn af dögunum fór jeg niður að höfn, að horfa á er Rússakeisari Alexander III. var að fara af stað til Rússlands; hann hafði verið á Fre- densborg um sumarið. Jeg sá hann stíga niður í bátinn og sá er þeir kvöddust Kristján IX. og hann. Rússa- keisari virtist bera höfuð og herðar yfir alla, svo sfór var hann og tignarlegur. Þetta var í síðasta sinn er hann heimsótti Danmörk. A leiðinni þaðan upp í bæinn kom mikil rigningardemba með þrumum og eldingum, og þótti mjer mjög skemtilegt að heyra reglulegar þrumur. Mjer hefir síðan þótt það eitt hið allra tignarlegasta hljóð sem jeg heyri. — Jeg var glaður yfir þessu hvorutveggja, að sjá konung vorn og Rússakeisara og fá svo þrumuveðrið í ofanálag. Dagana, sem jeg bjó úti á Olufsvej, var jeg mikið niðri á Garði. Kom það þá til tals milli okkar Þor- steins Gíslasonar, að skifta, þannig að hann flytti út af Garði um haustið, en jeg inn í stað hans, ef leyfi gæti fengist til þess. Við fórum upp til Ussings og spurðum hann hvort við mættum skifta, en hann vildi það ekki og sagði, að það kæmi þá ruglingur á alt, er jeg ætti að flytja út eftir 3 ár, þegar tími Þor- steins væri útrunninn. Nú sýndist fokið í flest skjól og Þorsteinn gerði sig líklegan til að fara. Þá sagði jeg: »Ef herra prófessorinn vildi leyfa okkur að skifta, gæti jeg þá ekki fengið að búa með einhverjum dönskum?* »Því þá það, því það?« sagði hann mjög ákaft og neri saman lófunum. »Af því mig langar til

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.