Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 35

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 35
Ó Ð I N N 35 að æfast sem best í dönsku«, sagði jeg. »Já, það finst mjer vera alveg rjett, jú, jeg held að þefta geti orðið«, sagði hann og gaf okkur leyfið. Og við kom- um sigri hrósandi út. — Næsta laugardagskvöld flutt- um við Magnús báðir inn á Garð. Jeg bjó á 6. gangi nr. 1, og hlaut fyrir sambýlismann ungan stúdent frá Hilleröd, Christian Jensen að nafni. Hann var sonur skólakennarans í Frederiksborg Nyhuse og er það hverfi í jaðri Hillerödbæjar. Hann var 18 ára, út- skrifaður frá Frederiksborgar-Latínuskóla, og fengu árlega tveir nýir stúdentar þaðan inngöngu á Garð. Að því leyti var þessi sambúð óheppileg, að við vor- um báðir nýir stúdentar og herbergi okkar, þólt lítil væru, urðu heimsóknamiðstöðvar bæði fyrir Frederiks- borgar- og Reykjavíkur-stúdenta. Var því ekki gott næði að Iesa, en samt var sá kosíur við þetta, að hvorugur gat átalið annan fyrir átroðninginn. Jeg hafði innskrifað mig til læknisfræði, en „Kel‘ (svo var sam- býlingur minn kallaður) var guðfræðingur. Jeg tók heimspeki hjá Har. Höffding, en Ke hjá Kromann. Ekki man jeg hvaða dag við vorum »immatriculer- aðir« og fengum okkar akademisku borgarabrjef, en hátíðlegt þótti mjer það. Jeg fór svo að ganga á fyrirlestra hjá Höffding í heimspeki, hjá Warming í grasafræði, Liitken í dýrafræði, Julius Thomsen í efnafræði og Christiansen í eðlisfræði. Alt byrjaði nú vel og jeg var í sjöunda himni. Sjer í lagi þóttu mjer skemtilegir eðlisfræðistímarnir. Prófessor Christiansen var ákaflega skemtilegur og fyndinn, hann talaði dönsku með breiðum, jótskum framburði og hljómaði það vel í mínum eyrum. Löngu seinna varð jeg fyrir þeirri hamingju að kynnast persónulega bæði dr. Warming og próf. Christiansen og koma til þeirra, og voru þeir báðir mjög göfugir og sanntrúaðir menn. Var það út af vináttu við syni þeirra, að jeg komst í þau kynni við þá; en það heyrir til seinna parti æfisögu minnar. Jeg kyntist og allmörgum dönskum stúdentum, eink- um byrjendum í læknisfræði. Þeir vildu margir vita um ísland, en vissu lítið. Jeg tók eftir því að ýmsir stúdentar voru í nokkurskonar hermannabúningi. Það var stuttur einkennisfrakki með stórum hnöppum og var ugla mynduð á hnappana. Frakkinn var grænn, úr einhverskonar áferðarfallegu flosklæði, og voru rauðar leggingar á honum. Buxurnar voru svartar úr sama efni. Belti höfðu þeir um miðju og hjekk þar við langur byssustingur. Á höfðinu höfðu þeir svarta stúdentahúfu. Mjer var forvitni að vita meira um þetta og sneri mjer eití sinn að einum sessunaut mínum. Hann var hinn elskulegasti piltur og einkar fallegur. Hann sagði mjer að þetta væri einkenningsbúningur, sem tilheyrði stúdentafjelagi, er hjeti » Akademisk Skytte- forening* (Skotmannafjelag stúdenta) og væru í því haldnar heræfingar. Hann bauð mjer heim til sín, og bjó hann með bróður sínum, sem líka var læknis- fræðingur. Þeir hjetu Theobald og Johan Georg Glie- mann og voru báðir stúdentar þess árs. Þeir gáfu svo hrífandi lýsingu af æfingunum og lífinu í því fje- lagi, að jeg fjekk mikla löngun til að vera með í því. Og svo fór, að jeg leiddist til að ganga inn í fjelags- skapinn, og fjekk jeg einkennisbúninginn og góðan riffil og byssusting. Æfingar voru annan hvern morg- un kl. 6i/2—81/2, á æfingarsvæði lífvarðarins við Gothersgötu. Æfingarne'- voru nokkuð strangar, og agi strangur, en mikil fjelagssamheldni og samúð meðal fjelagsmanna. Jeg sá nú mikið eftir því að jeg hafði ekki verið í leikfimi í skóla, því æfingarnar hefðu þá orðið miklu Ijettari. Jeg reyndi, hvað jeg gat, og eignaðist góða vini. Foringjarnir voru mjer góðir, og leiðbeindu mjer milli æfinga í ýmsu. Sumir fjelagar mínir meðal íslenskra stúdenta tóku það óstint upp, að jeg skyldi vera að vasast í þessu, en það Ijet jeg ekki á mig fá. Þegar jeg kom til Hafnar hitti jeg þar norskan vin, sem jeg hafði aldrei sjeð, en þó skrifast á við. Hann útskrifaðist þá um vorið frá Latínuskólanunr í Björgvin og hjet Eyvind de Lange, sonur skólastjór- ans í Sandviken við Bergen. Kunningskapur okkar komst á gegnum brjefaviðskifti milli Framtíðarinnar og skólans í Bergen, og urðu úr því brjefaskifti milli okkar sjerstaklega. Hann hafði skrifað mjer, að hann mundi koma til Kaupmannahafnar um haustið og dvelja hjá móðursystur sinni, fröken A. Finne, á Kaupmakaragötu. Einn af fyrstu dögunum eftir að jeg var kominn, kom hann upp á Garð að spyrja, hvort jeg væri kominn; jeg var ekki við, en fór svo heim til hans. Urðu fagnaðarfundir með okkur, því báðir höfðum við verið mjög hugsandi um hvernig vinurinn liti út. Jeg varð að minsta kosti ekki fyrir vonbrigðum, því þetta var sjerlega myndarlegur ung- ur maður, og staðfestist hin skriflega vinátta við við- kynninguna. Hann ætlaði að dvelja mánaðartíma í Kh. og fara svo til Kristjaníu til háskólans þar. Við umgengumst mikið þennan mánuð og var jeg oft boð- inn á heimili frænku hans. Þær bjuggu saman tvær eldri frökenar. Hin hjet fröken Dietrichsen og höfðu þær kvenhattaverslun neðst á Kaupmakaranum. Einu sinni bauð jeg honum eitt kvöld heim til mín á Garð. Jeg bauð líka til mín Jóhanni Mortensen, frá Færeyj- um, og einum stúdent á Garði, stud. mag., sem sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.