Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 38

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 38
38 Ó Ð I N N tíma, var fyrst alment samtal, svo var farið að dansa og »færði jeg upp« með gömlu ungfrúnni. Svo var síðast kaffi kl. l'/2 um nóttina og alt af var gamla konan svo kát og fjörug að furðu sætti. Svo fór jeg heim og fór auðvitað ekki út á Vesturbrú, fyr en daginn eftir, til að skýra frá hvernig þetta »The i al Tarvelighed« hefði verið. Þessi fyrstu jól mín í Hh. voru mjer mjög skemtileg. Jeg komst þennan vetur lítið í kynni við kristilega starfsemi. jeg kom í kirkju á hverjum sunnudegi og var að vísu kristilega sinnaður, en jeg hjelt því fyrir utan alt samfjelag. Þó held jeg, að jeg þann vetur hafi gengið í Studenterhjemmet, það var hið kristilega fjelag stúdenta, en jeg man ekki eftir að það hefði nein sjerleg áhrif á mig. Jeg var reglusamur með tilliti til vínnaufnar, án þess að vera bindindismaður, og gat verið með í góðu sumbli er svo bar undir. jeg var í Islendingafjelaginu, en kom þar ekki alt af, af því líka að jeg hafði ekki vel ráð til þess. Jeg matbjó að mestu leyti fyrir sjálfan mig og borðaði sjaldan úti. Jeg umgekst landa talsvert, og voru það einkum þeir Þorsteinn Gíslason, Magnús Einarsson, Harl Nikulásson, Sigfús Blöndal, Friðrik Hallgríms- son, Haraldur Níelsson, Guðmundur Sveinbjörnsson, Sigurður Magnússon og Hnútur Zímsen. Þessir voru mjer kærastir allra fjelaga minna. Þar að auki átti jeg marga kunningja, sem jeg við og við var með. Ke Jensen sambýlismaður minn varð mjer kærari með hverjum degi. Hann var fluggáfaður piltur og skáldmæltur vel. Það eina sem við vorum ósammála urn, var að hann var í »Pip«, en jeg í »Den gamle«. Þetta voru tvö vekjarafjelög á Garði, og höfðu það hlufverk að vekja meðlimina á vissum tímum, og var þar margt haft til gamans líka, en nokkur samkepni var millum fjelaganna og þóttist hvort um sig vera betra. Sektir voru fyrir rúmlegur og var sektarfje varið til að halda »gæsagildi« á vetrum og skógarför á sumrum. Meðlimirnir voru vekjarar eftir röð og átti hver að vekja 4 morgna í senn. Hl. 7 á vetrum bar að vekja; gekk vekjarinn í kring með Ijósker í hendinni og gekk inn í svefnherbergi og sagði: »N. N. eruð þjer vakandi!« Varð þá sá, er vaknaði að segja greinilega já, og sagði þá vekjar- inn: »Það er vekjarinn«, og fór út; lá sekt við, ef hann hafði ekki þessa formúlu rjetta. Svo er hann hafði vakið alla, kom hann aftur í eftirlit og fengu þeir þi sekt, sem ekki voru farnir að klæða sig. Svo kom hann í þriðja sinn í eftirlit og þá urðu menn að vera alklæddir. Prótókoll mikinn höfðum við og mátti rita þar í kærur yfir vekjaranum eða fjelagsmönnum og voru þau mál dæmd og sektir úrskurðaðar á mánað- arlegum fundum og voru þar mál sótt og varin. Vmsar brellur gerðum vjer hver öðrum, og var það mikið til skemtunar, og stundum reynt að láta vekj- aranum fatast í formúlunni. Þannig Ijek jeg einu sinni á Sigurð Magnússon; hann var vekjari. Nú hafði jeg farið á fætur áður en hann kom, en þá mátti ekki vekjarinn segja: »Eruð þjer vakandi?« heldur aðeins: »Það er vekjarinn!« Jeg var í fullum skyttu-einkennis- búningi og stóð bak við hurðina og hjelt byssunni í kveðjustöðu. Vekjarinn kom inn og sá fyrst rúmið tómt og kom svo alt í einu auga á mig standandi þar í rjettstöðu með byssuna. Varð honum svo bylt að hann sagði: »Hr. Friðriksson, eruð þjer vakandi«. Vekjarinn talaði æfinlega dönsku, þótt Islendingur talaði við Islending. Svo laust jeg hann laust með byssuhlaupinu; skrifaði hann klögun í prótókollinn fyrir ólögmætt f umhlaup á hina friðhelgu persónu vekjarans, og jeg skrifaði kæru á vekjarann fyrir vit- lausa formúlu og fyrir að hafa spurt mig í fullum einkennisbúningi, standandi mitt á gólfinu, hvort jeg væri vakandi, og taldi það móðgun; varð úr því flókið mál á næsta fundi. Bar margt við mjög skemtilegt í þessu vekjarafjelagi, en það var »Den gamle* sem jeg var í. Þetta efldi líka fjelagsskap og viðkynningu og var til að krydda Garðlífið og gefa því sinn ein- kennilega blæ. Rjett upp úr nýárinu fór jeg mína fyrstu járnbraut- arferð. Jeg var boðinn út til Frederiksborg Nyhuse til foreldra Kes og lagði jeg af stað snemma morg- uns og gekk út á Norður-járnbrautarstöðina og keypti mjer farmiða fram og afíur. Hann gilti í 4 daga og kostaði tvær krónur. Jeg tók með mjer skemtilega bók til að lesa í á leiðinni; það var franskur róman. Nú hlustaði jeg vel á, er stöðvarnar voru kallaðar upp, og svo loks heyrðist mjer vera kallað Frederiks- borg og fór út og spurði lestarþjóninn, hvort þetta væri Frederiksborg; hann sagði: »Nei, það er Fre- densborg«. Jeg settist inn aftur og fór að lesa. Þá kom lestarþjónninn til mín og spurði hvert jeg æflaði. Jeg kvaðst ætla til Frederiksborg. Og nú fjekk jeg þær upplýsingar, að jeg væri kominn fram hjá, því stöðin hjeti Hilleröd. Jeg varð smeikur og kom fát á mig. Þjónninn sagði að jeg yrði að fara alla leið til Helsingjaeyri og bíða þar eftir næstu lest til baka. Jeg ljet í ljós sorg mína yfir því, og spurði hann þá, hvort mjer lægi svo á, að komast til Frederiksborgar. Jeg sagði að annað væri verra. Jeg hefði enga pen- inga til að borga aukagjald, og ekkert nema heim- farar bílæti mitt til Hhafnar. Þegar jeg svo sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.