Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 39
ó Ð I N N 39 honum, að jeg hefði aldrei farið með járnbraufarlest fyr, þá sagði hann, að jeg skyldi koma með til Hels- ingjaeyrar og bíða þar til kl. 4 um kvöldið, því þá yrði hann aftur lestarþjónn og skyldi jeg fara frítt með sjer. Jeg þakkaði honum fyrir veglyndi hans. Svo kom- um við til Snekkerstein, næstu stöðvar við Helsingja- eyri, og kom hann þá til mín og sagðist hafa talað við þjóninn á lestinni, sem stóð þar á stöðinni á sama tíma, og vildi hann taka mig til baka með það sama. Jeg þakkaði eins vel og jeg gat og fór yfir í hina lestina, og lestarþjónninn þar sagði að jeg skyldi vera rólegur. Hann skyldi segja mjer til, er jeg ætti að stíga út. Hann gerði þetta mjög samvitskusamlega. Það var auðvitað enginn til að taka á móti mjer á stöð- inni, en svo spurði jeg til vegar og komst alla leið og varð fólkið mjög forviða, þvi að engin lest hafði verið væntanleg frá Kh., nema sú er jeg átti að koma með, og hafði Ke verið þar uppi á stöðinni og hjelt að jeg hefði tapað af lestinni í Kh. — Varð nú úr þessu gaman. Skólastjórinn var ákaflega skemtilegur maður og góður og kona hans eins. Við sváfum í sama herbergi Ke og jeg, og sat jeg þar í 4 daga. Fólkið var mjer mjög gott og elskulegt. Einn daginn fórum við að skoða Friðriksborgarhöll og varð jeg alveg undrandi yfir allri þeirri dýrð, sölunum og þjóð- menjunum og málverkunum. Þó kórónaði alt að sjá riddarasalinn. Er hann svo stór, að sagt er að Sívali- turn geti legið á hliðinni inni í honum. Loftið er eitt þess vert, að menn eyði mörgum dögum í að skoða það. Mest af öllu þótti mjer koma til málverks Blocks: »Den döende Kansler*. Þegar jeg kom inn í dyrnar á salnum, þar sem málverkið er, þaðan er maður sjer það í bestri fjarlægð, þá hrökk jeg við, mjer sýndist standa þar lifandi menn í kringum deyjandi mann í rúmi. Svo vel greindi málverkið sig. Jeg stóð lengi hugfanginn og gat varla rifið mig lausan. Mikil áhrif hafði á mig annað málverk. Það var af konungsfjöl- skyldunni; þar voru öll börn, tengdabörn og barna- börn konungs vors Christians IX. og stóð þá vegur ættarinnar með sem mestum blóma, mægðir og tengd- ir við nær allar voldugustu konungaættir Evrópu. (Er jeg 29 árum seinna stóð fyrir framan þá sömu mynd, gat jeg varla tára bundist: Sic transit!) — Það var svo margt að sjá á þessum stað að manni hefði ekki veitt af mörgum dögum, ef alt hefði átt að sjá svo að fullu gagni gæti komið. — Jensen skólastjóri átti 4 börn, tvær stúlkur og tvo syni. Vngri sonurinn Axel gekk í barnaskóla og var miklu yngri en Ke. Þessir fjórir dagar liðu eins og í draumi og voru mjer sjerstaklega hugðnæmir. Svo fór jeg inn í Kh. aftur og brá næstum við að koma inn í borgargnýinn og borgarloftið aftur, og þó fanst mjer að fremur vildi jeg eiga heima í stórri borg, en úti í sveit einhvers- staðar. Borgarlífið fanst mjer uppfylla betur alt er hugur minn þráði. — Þennan fyrsta vetur í Kh. fór jeg ekki á mörg söfn, en fór tvisvar í viku á Thorvaldsenssafnið og tók aðeins lítinn hluta í einu, og sá þann hlutan vel. Mjer fanst svo lítið gagn að því að bruna gegnum heilt safn á stuttri stund, það væri eins og að blaða gegnum heila bók á nokkrum mínúfum. Jeg vildi lesa hvern kapitula fyrir sig, og komast þannig gegnum bókina. Þetta gerði jeg við Thorvaldsenssafnið og fanst mjer jeg græða þó nokkuð á því. I leikhús kom jeg sjaldan; hafði ekki ráð á því. I Dagmarleik- húsið kom jeg oftast, því send voru heilmörg bílæti á Garð til útbýtingar. Fyrsti leikurinn sem jeg sá var eftir Carl Gjellerup, og man jeg lítið úr honum ann- að en að þar voru mjög glæsileg tjöld með jökla í Alpafjöllunum. Var útbúnaðurinn svo góður, að mjer fanst svalur blær anda frá jöklunum. — Á konung- lega leikhúsið kom jeg 4 sinnum og sá »Macbeth« leikinn í öll skiftin. Jeg hefði farið oftar til að sjá »Macbeth«, ef jeg hefði haft ráð á því. Jeg hef 16 sinnum í alt sjeð »Macbeth« og alt af grætt á því. Jeg hugsaði mjer að betra væri að sjá sama leikinn oft, ef hann væri annars verður að sjá hann, heldur en að sjá marga, alveg eins og maður græðir meira á að lesa góða bók þrisvar, en þrjár bækur einu sinni hverja, þótt góðar væru. Ein af mínum bestu kvöldum voru kvöldin hjá Koefod-Jensen höfuðsmanni. Þau voru mjer til mik- illar mentunar. Eitt kvöld er jeg kom þangað og við vorum að borða kvöldmatinn, segir höfuðsmaðurinn að nú verði þetta víst síðasti tíminn, því nú hafi hann fengið að vita, að hann ætti ekki að fara til land- mælinganna á Islandi eða í Færeyjum, því hann væri fluttur til fótgönguliðsins, og sæi hann ekki ástæðu til að halda áfram námi þessu. Mjer brá við inni fyrir, en ljet auðvitað í ljós að það skildi jeg ofur vel. Svo var farið að tala um aðra hluti, með glaðværð eins og vant var. Svo er við sátum á eftir og spjölluðum saman, spurði hann mig alt í einu: »Sögðuð þjer mjer ekki að þjer væruð bóndason frá norðurlandi á íslandi?« Jeg sagði svo vera. »Og alinn þar upp á litlum bóndabæ?« Jeg sagði: »Já, og nokkuð á hrakn- ingi«. — Hann spurði: »Hvar hafið þjer lært að halda útliti yðar fullkomlega í skefjum, svo að tilfinn- ingar yðar kæmu ekki í ljós, er þjer vilduð dylja þær«. Jeg spurði við hvað hann ætti. Hann sagði: »Jeg veit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.