Óðinn - 01.01.1928, Page 40

Óðinn - 01.01.1928, Page 40
40 Ó Ð I N N að yður gat ekki annað en fallið illa sú fregn er jeg færði yður við borðið, og að hún hefur komið flatt upp á yður, en jeg tók eftir yður nákvæmlega, og gat ekki sjeð skugga af vonbrigðum bregða fyrir í svip yðar eða tali. Þjer tókuð því eins og sannur aðalsmaður*. ]eg sagði: »]eg játa að þau komu flatt upp á mig og óþægilega tíðindin, en í fyrsta lagi hafði jeg engan rjett til vonbrigða, og í annan stað er það Islendingseðli að láta ekki hið ytra sjá, hvort manni líkar betur eða ver, það höfum vjer lært af forfeðrum vorum í íslendingasögunum, en þeir ljetu sjer ekki bregða við sár eða bana og tömdu sjer vald yfir svip og látbrigðum*. Jeg sagði honum söguna um Guðíúnu Osvífsdóttur, er Bolli var veginn. Höf- uðsmaðurinn Ijet í ljós aðdáun sína, og sagðist halda, að íslenskt bændafólk hefði meiri »kultur« en danskt sveitafólk. ]eg sagði honum frá vetrarkvöldunum í sveitinni og samvinnu, samlestri og samtölum vinnu- fólksins um það, sem það heyrði lesið. Þegar jeg kvaddi um kvöldið, báðu þau hjónin mig að koma áfram sömu kvöldin og áður til kvöldverðar, það sem eftir væri vetrarins. ]eg þáði það boð, því mjer fanst svo mikið til um viðkynningu við svo mentað og gott fólk. Hafa þau hjón verið mjer trygðavinir síðan. Þannig leið nú þessi fyrsti vetur minn í Khöfn. ]eg vil ekki segja, að jeg hafi verið eins stöðugur við námið eins og hefði átt að vera. Samt rækti jeg það nokkurn veginn. ]eg var í »heimspekisæfingum« hjá próf. Höffding og kom upp tvisvar eða þrisvar. ]eg var stöðugur hjá Warming. Hann var svo skemtileg- ur í tímum og eins prófessor Christiansen. Efnafræð- in leiddist mjer og jeg hafði aldrei peninga til að ganga á »labaratorium«. Það kostaði 12 kr. um mán- uðinn og 6 krónur sem öryggisgjald. Bækur voru mjög dýrar í þessari grein og jeg hugsaði til þess tíma, er garðstyrkurinn hætti, og hvað þá við tæki, og eiginlega innri köllun hafði jeg ekki til læknisfræð- innar. Það voraði snemma þetta vor, og var þá farið út á land annan hvern sunnudag, í Stúdentaskotfjelaginu. Við mættumst þá sunnudaga kl. 6 úti á æfingavöll- unum við »Þríhyrning« og gengum svo í þrjá klukku- tíma eða svo út þangað sem æfingar áttu að standa. Liðinu var skift í tvo flokka og vissi hvorugur flokk- urinn hvað hinn hafði fyrir, en annar átti að sækja og hinn að verja vissa landspildu. Það var oft gaman og »spennandi«. — Eina óhepni hafði jeg einu sinni. Það var á einni slíkri æfingu í sveitinni við Gentofte. Mín sveit átti að hafa fyrirsát við skógarbrún nokkra og mátti ekkert heyrast til okkar. Við lágum þar á brúninni á skurði á bak við vörslugarðinn, og biðum, liggjandi á maganum með byssurnar tilbúnar að skjóta úr, ef óvinirnir kæmu. Auðvitað voru aðeins kúlulaus skothylki púðri fylt í byssunum. Nú lágum við þarna og ekkert minsta hvískur mátti heyrast; við höfðum fingurinn á spentum lásnum. Alt í einu hoppaði eitt- hvað grænt slímkent yfir hendina á mjer, kalt og þvalt. Mjer brá svo mikið að jeg kipti að mjer hend- inni, og skotið reið af. Ovinirnir komust að hvar vjer vorum og vort lið beið ósigur. ]eg var setlur fyrir herrjett, en er það upplýstist, að jeg hefði aldrei á æfi minni sjeð froskpöddu og að froskdýr væru ekki til á Islandi, var jeg sýknaður og frjálsaður af allri sök. — Þær voru mjög skemtilegar þessar útferðir og fjelagsskapurinn var hinn besti. Vjer komum heim á kvöldin kl. 6 og leystum fylkinguna upp einhvers- staðar í úljöðrum bæjarins. Vjer höfðum stundum liðs- könnun (parade). Á eina slíka kom hans konunglega tign prins Kristján (núverandi konungur); jeg var kyntur honum sem einasti Islendingur herdeildarinnar. — Um vorið byrjaði upplestur til heimspekiprófs. ]eg las skammarlega lítið og fór mikið af tíma í það að vera með Islending, sem kom þá að heiman, mínum gamla bekkjarbróður, Olafi Hauk Benediktssyni. Hann ætlaði víst að vera úti í Sjöborg hjá Fejlberg. Hann undi sjer illa í Höfn og þótti vænst um að vera með mjer. Fanst mjer jeg hafa skyldu til þess í endur- minningunni um velgerð hans við mig og Skjóna minn forðum. Urðum við nú allmiklir vinir. — Fimta júní, á grundvallarlaga degi Dana, sat jeg inni og las um daginn, en um kvöldið fór jeg niður í »Kongens Have«, þar var hátíð »hægri manna* haldin. Þar var margt til hátíðarbrigða. ]eg hitti þar nokkra stúdenta úr skotfjelaginu og fundum vjer upp á að hóa saman öllum stúdentum, sem í garðinum voru. Urðum vjer 70—80 saman; fórum vjer út í eitt horn og fundum þar borð og bekki og tókum það til afnota. Fengum vjer einn »Karlsberg« hver og sátum að honum lang an tíma. í hópinn höfðu slæðst tveir Norðmenn, einn Svíi og tveir Finnar; alt saman stúdentar. Voru nú ræður haldnar og minni drukkin og sungnir söngvar; dró gleðskapur vor fjölda tólks þangað sem vjer vor- um. Talað var fyrir minni sænskra, norskra og finnskra stúdenta og fósturjarða þeirra, og þeir svöruðu; svo var talað fyrir minni kvenna, háskólans og allra mögu- legra hluta, og »húrrað« mikið og var það mesta skemtun. Svo sagði jeg við sessunaut minn, að mjer fyndist það skammarlegt að ekki væri mælt fyrir minni konungs. Sá hrópaði í »Magister bibendi«, að hjer væri einn, sem vildi tala. »Upp með hann!« var hróp-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.