Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 41
Ó Ð I N tf
41
að, svo jeg varð nauðugur viljugur að stíga upp á
bekkinn. Mjer var nær að fallast hugur er jeg sá
hina þjettu mannþyrpingu svo langt út sem hægt var
að sjá. Bekkurinn riðaði og titraði allur, svo jeg varð
að styðja mig við öxlina á stórvöxnum lífvarðar her-
manni, sem stóð fast við bekkinn. Jeg fór svo fyrst
að skamma stúdentana fyrir vöntun á drottinhollustu,
þar sem þeir á hátíð hægrimanna, sjálfan grundvallar-
lagadaginn og það í Kongens Have, gleymdu að tala
fyrir minni hans hátignar og sagði, að fyrst danskir
stúdentar ekki vildu hylla konung sinn, vildi jeg, sem
illa kynni dönsku, tala fyrir konungi íslands, og svo
sagði jeg eitthvað um konung og heimsókn hans til
Islands og grundvallarlög þau, sem hann hafði gefið,
og óskaði að hann mætti lengi lifa; var hrópað nífalt
húrra með dynjandi gleði. Síðan stóð upp einn annar
og sagði, að rjettmæt hefði verið ofanígjöf Islendings-
ins, en af góðleika sínum hefði hann ekki minst á hitt,
sem þeir hefðu gert sjer til skammar í kvöld, og það
væri það, að þeir hefðu talað fyrir öllum Norðurlöndum
nema Islandi, en það hefði átt að koma fyrst. Hann
talaði svo nokkur hlýleg orð til íslands og hrópaði
mannfjöldinn húrra með. Þá var þessi eini »bjór«
búinn og fórum vjer svo allir í fylkingu um garðinn
og varð alt að víkja úr vegi. Og svo skildum vjer
glaðir og allir algáðir, og hafði þetta verið gott kvöld.
Yfirleitt hallaðist jeg hvað pólitík snerti helst að
hægri mönnum, þótt mjer líkaði ekki heldur við
þá, því mjer þótti þeir of miklir þingræðissinnar, en
þingræðið hataði jeg þá eins og ávalt.
Þann 16. júní átti jeg að taka heimspekipróf, og
var jeg viss um að jeg fengi ekki góða útreið. Það
var siður, að íslendingar, sem luku prófi í heimspeki,
gáfu Islendingum á Garði »portnarakaffi« eða súkku-
laði, með 8 aura bollu. Jeg var spurður, hvað jeg ætl-
aði að gefa að prófi loknu. Jeg kvaðst mundu gefa
kaffi, ef jeg fengi non, og súkkulaði, ef jeg fengi haud.
»En ef þú færð laud“, sagði einhver. «Þá megið þið
kjósa, því jeg veit það verður ekki«. »Kampavín þá!«
var sagt. Já, jeg lofaði því. Svo mætti jeg til prófs
hjá Höffding. Spursmálið kom. Jeg hafði enga hug-
mynd um það. Höffding helti vatni á 2 glös og rjetti
mjer annað. Svo drukkum við, og á meðan áttaði jeg-
mig nokkuð og tók eitthvað, sem jeg kunni nálægt
spursmálinu, eins og jeg hefði misskilið það, og
þannig gekk það í þófi. En með því að Höffding
fann að jeg kunni hingað og þangað, og mundi eftir
mjer úr æfingunum, hjelt hann að jeg væri talsvert
slarkfær og gaf mjer laud. Jeg var glaður yfir því,
en svo var kampavínið. Hepnin kom mjer til hjálp-
ar; því kryddsalinn vor Garðbúa, á horninu, hafði
keypt upplag af kampavíni á uppboði og kostaði
flaskan 3 kr., og keypti jeg eina. Það var nokkuð
lítið handa öllum, en jeg hafði lofað kampavíni án
þess að tiltaka rúmfangið. Eftir prófið var jeg heima
við. Við Kristian Jensen skildum um vorið og kom
okkur saman um að það væri betra fyrir báða, en
þessi vetur hafði lagt grundvöllinn til æfilangrar vin-
áttu, og þótt við ekki værum sambýlismenn lengur,
var jeg boðinn í hverju fríi út til foreldra hans, og
var þar alt af 4 daga í senn.
I júnímánuði kom það fyrir, sem bar í sjer straum-
hvörf lífs míns, eða gaf fyrsta tilefni til þeirra.
Jeg hef nú ekki talað mikið um hið kristilega líf
mitt á þessum vetri. Jeg hef heldur ekki margt eða
mikið um það að segja. Hið nýja umhverfi og alt hið
nýja, sem mætti mjer, ný vinasambönd og nýtt fjelags-
líf, bæði í »Den gamle* og Skotfjelaginu, Garðlífið
og þátttaka í fjelagslífi íslendinga, alt tvístraði þetta
huganum og dró mig frá andlegri hugsun. Einnig
skemtilestur minn var ekki lagaður til að efla kristi-
legt líf. Jeg las mest franskar bækur þá. Maupassant,
A. Dodet og Emil Zola voru mínir helstu höfundar,
en brátt varð jeg Ieiður á Zola, fanst hann of ósið-
ferðilegur. Danska höfunda las jeg nokkuð: Drach-
mann, og sjer í lagi af þeim eldri M. Goldsmidt.
Hann hjelt jeg mest upp á. Hann skrifaði svo fallega
að það var unun að lesa hann vegna málsins. — Jeg
gekk á nær því hverjum sunnudegi í kirkju og þótti
mjer það alt af unaðslegt, og það komu stundir að
mjer, að mjer fanst þetta alt of mikið gjálífi, en ver-
öldin hafði sín sterku ítök í mjer og jeg átti erfitt
með að sleppa henni algerlega. Jeg fann og vissi að
jeg tilheyrði Kristi og samt vissi jeg, að jeg lifði ekki
eftir kenningu hans. Mjer hitnaði oft um hjartaræt-
urnar, er jeg heyrði góða predikun og mjer fanst hún
oft stíluð til mín. Af heimatrúboðsstefnunni þekti jeg
engan og heyrði ekki annað en ilt um þá stefnu.
Það varð mikill úlfaþytur út af ræðu sjera Carls Moe,
sem hann hjelt yfir hinum druknuðu sjómönnum á
Harboöre á Vestur-Jótlandi, og samt var í mjer eitt-
hvað, sem mótmælti þessum árásum. Eitt var líka
sem amaði að mjer í trúarlífi mínu, og það var að
mig langaði stundum ákaflega til altaris, en jeg trúði
á »gerbreytinguna« (transubstantiasion) í sakrament-
inu, og jeg var hræddur um að lútherskur prestur
vildi ekki taka mig til altaris, ef hann vissi að jeg
hefði svo ólútherska skoðun, og að ganga til altaris
án þess að hann vissi af þessu fanst mjer vera rangt.
En með köflum fanst mjer a jeg gæti ekki lifað án