Óðinn - 01.01.1928, Page 42

Óðinn - 01.01.1928, Page 42
42 ó Ð I N N þess. Jeg hlustaði mest á pastor Schepelern við Tríni- tatiskirkjuna og stiftsprófast Paulli við Frúarkirkju og pastor Fenger við Garnisonskirkjuna. Og svo kom jeg nokkuð oft í St. Ansgarskirkjuna í Bredgade. Þar þótti mjer best. Pastor Bruun þótti mjer góður að hlusla á, en aðallega var það hin kaþólska messa, sem dró mig, sjerstaklega með tilbeiðslu hostiunnar, og fanst mjer það helst nálgast altarisgöngu, að vera við messuna. Jeg var stundum að hugsa um, hvort jeg ætti ekki að verða kaþólskur, til þess að geta verið til altaris. Jeg fann ætíð til lotningar undir kaþólsku guðsþjónustunni, en nokkuð af þessari til- finningu var þó aðallega fegurðarnautn og fanst mjer það oflítið að byggja á. Þannig stóðu mín andlegu mál vorið 1894. Þá kyntist jeg á Garði stúdent, er þá kom inn um vorið, guðfræðing, að nafni Carl Vagner. Hann hafði farið suður til Smyrna í Litlu-Asíu, og þótti mjer skemti- legt að fræðast af honum um það, er hann hafði sjeð. Hann var mjög viðmótsgóður maður og mjer þótti hann skemtilegur. Hann var að búa sig undir að verða prestur í Grænlandi. Við urðum brátt miklir mátar. Svo bar svo við einn dag, að hann sagði mjer að hann ætlaði heim til sín í sumarleyfinu, hann var sonur prests úti á landi. Hann kvaðst eiga eftir nokk- ur bílæti til miðdegismatar í matsölu K. F. U. M., sem hann vildi gefa mjer, úr því hann hefði ekki not fyrir þau sjálfur. Jeg hafði oft um veturinn gengið fram hjá húsi í Fiolstræti, þar sem yfir hliðinu stóð með stórum stöfum K. F. U. M. (Kristelig Forening for Unge Mænd). Jeg hjelt að þetta væri einhver ókirkjulegur sjertrúarflokkur og hafði aldrei gefið því neinn gaum. Þegar Vagner nefndi K. F. U. M., þá fjekk jeg hálfvegis óbeit á þessu og spurði, hvers- konar fjelagsskapur þetta væri. Hann sagði að það væri kristilegt starf innan þjóðkirkjunnar og væri ekkert við það að athuga. Jeg sagðist ekki geta gefið mig að því, og vildi ekki þiggja bílætin. Hann sagði, að jeg gæti ómögulega smitast við að standa á gesta- lista í mánaðartíma og þyrfti jeg ekki að láta taka mig inn sem meðlim fyrir það, því allir yrðu að vera á gestalista að minsta kosti einn mánuð. Svo yfir- vann hann mig með fortölum sínum. Jeg fór með honum þangað, og hitti framkvæmdastjórann, sem hjet Rudolph. Jeg var svo skrifaður á gestalista og fjekk svo gestakort upp á það. Svo gaf Vagner mjer eitthvað 13 eða 14 bílæti, og var það sama sem borgun fyrir miðdagsmat. Svo hugsaði jeg mjer að best væri að borða þar miðdag annan hvern dag, því annars borðaði jeg aðeins hjá sjálfum mjer. Svo kom jeg þangað, en talaði ekki við neinn og enginn gaf mjer heldur gaum. Maturinn var ágætur. Jeg sá að margir hermenn komu þangað og sátu þar inni, og jeg sá einn mann ganga þar á meðal hermann- anna og tala við þá. Það var eitthvað við manninn, sem dró að sjer athygli mína. Jeg fjekk seinna að vita að hann hjet H. H. Brandt og var hermanna- trúboði. Leið svo júlímánuður að jeg kom þar nær því alt af annanhvern dag, nema 4 daga, sem jeg dvaldi úti í Hilleröd hjá Ke Jensen; í það sinn fór jeg út í Gribskóginn og sá Fruebjærget (Frúarfjall), sem á að vera hæsta hæðin á Sjálandi. Mjer fanst það ofurlítil hæð eða hóll, en — fjall gat jeg ekki sjeð að það væri. Jeg hafði ekki mikið komið út í skóga, nema á skógarför með »Den gamle« um vorið. Það var mjög skemtileg för, og man jeg sjerstaklega eftir Sæmundi Bjarnhjeðinssyni, sem var á ferð þeirri hrókur alls fagnaðar. Vjer höfðum farið út til Jyderup og verið í skógunum þar í grend. Mjer leiddist inni í skógunum, fanst þeir taka frá mjer sól og vera fullir af alskonar óþverra, blaðlúsum og þessháttar. — Svo þegar jeg kom aftur frá Hilleröd, borðaði jeg áfram þar til bílætin voru búin. í ágústmánuði ætlaði jeg í langt ferðalag. Jeg var boðinn upp til Björgvinar til Eyvindar de Lange, og langaði mig ákaflega þangað, en vissi ekki hvernig jeg átti að því að fara. Samt gat jeg lagt til hliðar 27 krónur og fjekk láriaðar hjá einhverjum 5 krónur. Jeg reiknaði út, að jeg gæti komist af með það, ef jeg færi sjóveg á 3ja farrými, með skipum til Gautaborgar og þaðan til Noregs. Svo keypti jeg mjer farmiða fram og til baka til Gautaborgar og kostaði hann 9 krónur. Fröken Finne, móðursystir Eyvindar, tók sjer far með sama skipi á fyrsta farrými, auðvitað. Skipið, sem við fórum með, hjet Fálkinn og var sænskt og skipstjórinn sænskur. Það var lítið skip og yfirfult af farþegum. Það var fremur hráslagalegt veður og kalt á þilfarinu, því skýli var ekkert handa þriðja farrými. Jeg hafði með mjer dálítið nesti, smurt brauð með svínafeiti, sem mjer þótti viðbitis best. Jeg hafði lofað fröken Finne að færa henni inn á 1. farrými tösku, sem jeg geymdi, en er jeg kom þaðan rakst jeg á skipstjóra. Hann vildi sjá farseðil minn, jeg sýndi honum hann. Hann fauk upp eins og aska og spurði hvern o. s. frv. jeg vildi »upp á dekk«, þar sem jeg ætti að vera á 3. farrými. Jeg sagði honum það, en hann var hinn æf- asti og sagði, að jeg hefði alls ekkert leyfi til slíks. Svo fór jeg og staðnæmdist miðskips, hjá reykháfnum, því þar var hlýja. Eftir litla stund kemur skipstjóri og veður upp á mig með skömmum fyrir það, að jeg

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.