Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 45

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 45
Ó Ð I N N 45 mína. Jeg fór með skipi sömu leið, því miður ekki sama skipinu. Jeg var einn fil baka, því fröken Finne varð eftir enn um stund. Jeg fjekk vont veður og kalda nótt á leiðinni til Gautaborgar, en nóg hafði jeg að borða, því frú de Lange ljet mig hafa ríflegt nesti. Siglt var inn í skerjagarðinn fyrir framan Gauta- borg snemma morguns, en þá kom sótsvört þoka og tafði förina. Var einkennilegt að heyra gegnum þok- una hin hvellu hamarshögg frá skipasmíðastöðvunum, er siglt var upp Gautelfi upp að Gautaborg. Fyrir þokuna náðum vjer ekki höfn fyr en um seinan; skipið, sem jeg átti að fara með til Kh., var þegar lagt af stað, og jeg varð að bíða í Gautaborg 2 daga eftir skipsferð frá sama fjelagi. Jeg hafði 2 krónur eftir af peningum mínum. Jeg fór nú upp í bæinn og hafði góðan tíma að líta í kring um mig. Mjer þótti Gautaborg ákaflega hreinn og fallegur bær. Jeg sá þar gamla kirkju, stóra, hún var opin og gekk jeg inn. Mjer þótti byggingarstíllinn fagur, gotneskur minn- ir mig. Svo fór fólk að koma inn í kirkjuna; það var alt gamalt fólk. Svo var farið að hringja. Jeg settist til að sjá, hvað um væri að vera. Svo kom líkfylgd ekki stór, en sú einkennilegasta, sem jeg hef sjeð. Það var tómt eldgamalt fólk, sumt á hækjum og sumt skakt og bogið, sex örvasa kallar, að mjer sýndist, báru kistuna inn kirkjugólfið og riðuðu og skjögruðu undir þunganum. Aðeins ein ung stúlka um tvítugt fylgdi kistunni og fanst mjer hún ímynd allrar fegurðar og æskuþokka, ef til vil af mismuninum. Gamall prestur, sem tinaði, hjelt líkræðuna, og af henni heyrði jeg, að sá látni var 95 ára öldungur. Jeg býst við að hann hafi verið af einhverju gamal- mennahæli. Um kvöldið fór jeg eftir spjaldinu, sem jeg hafði fengið á leiðinni norður, að leita uppi »Hotel Johan- sen«. Jeg spurði eftir rúmi, sem kostaði 50 aura um nóttina. Mjer var sagt að það yrðu tveir aðrir í því með mjer. Mjer leitst ekki á blikuna, en mjer var nauðugur einn kostur að taka því. Svo var mjer vís- að inn í stóran sal og þar voru þrjú rúm upp búin. Þá fyrst sá jeg að »rum« á sænsku þýðir herbergi en ekki rúm, og var mjer þá sama um náungana. Það var auðsjeð að salurinn var á daginn notaður fyrir rakarastofu. Svo háttaði jeg, en mjer ætlaði ekki að verða svefnsamt, því jeg sá afarstóra bjöllu koma skríðandi eftir gólfinu, kolsvarta og ljóta. Hún stefndi að mínu rúmi. Svo þegar hún var kominn nálægt reis jeg upp og lagði skóinn minn ofan á hana. Um morguninn, er jeg tók skóinn, fór hún aftur á kreik. Jeg var svo á sífeldu göngulagi um daginn. Alt í einu kom jeg auga á stórt spjald yfir dyrum á húsi nokkru við Gustav Adolfs torgið. Þar stóð »Kristliga Föreningen av unga Mánn« — og þar fyrir neðan: miðdagsverður fyrir meðlimi og gesti 50 aura. Jeg fór þangað upp og sýndi gestakort mitt frá Kh., og var tekið á móti mjer opnum örmum. Þar fjekk jeg svo að vita að fjelagið var alþjóðafjelag, en ekki dönsk »klíka«, eins og jeg hafði áður haldið. Jeg borðaði þar góðan miðdagsmat og sat þar lengi og þótti vænt um þessa uppgötvun. Bar svo ekki framar til tíðinda, nema jeg fór með stóru farþegaskipi til Hafnar. Það hjet »Lybeck«, minnir mig. Þar var gott skýli með rúmum í fyrir þriðja farrými. Var siglt alla nóttina og fyrst um morguninn komið til Helsing- borg, og síðan til Malmö. Jeg var í Iandi í báðum stöðunum. Veðrið var blítt og heitt. A leiðinni frá Malmö var sorta mikinn að sjá yfir Kh. og færðist hann út á hafið, og var það óveður alveg eins og veggur. Þegar skipið rann inn í hann var dynjandi regn með þrumum og eldingum á fremri hluta skipsins, en glaða sólskin á afturhluta þess. Svo komst það inn í hann alveg og var gnýrinn svo mikill að ekkert heyrð- ist annað. Eldingu sló niður, hún sveimaði í krákustig utan um mastrið og sló niður í sjóinn rjett hjá skips- hliðinni, og var það nærri því eins og tundur hefði sprungið; sjórinn reis eins og boði svo skipið hallað- ist. Svo rann skipið út úr jelinu. Lá þá stafninn í glaða sólskini, en skuturinn í dynjandi regni. Það voru aðeins 5 mínútur eða svo sem þetta varði, en jeg var rennandi blautur inn að skinni. Nú lá Kh. í sólskini, en sortinn færðist yfir að Skáni. Um kl. 3 kom jeg aftur til Kh. — Jeg fór upp á Garð og hafði fataskifti. Jeg hafði flutt um vorið, er við Ke skildum, í nr. 5 á sjötta gangi. Sneru gluggar út að Kannikastræti. Það voru skemtileg herbergi. Jeg var einn um sumarið. Nú leið septembermánuður. Jeg kom ekki framar í K. F. U. M. og hirti lítið um það. Jeg lifði mínu vanalífi og undi mjer vel, en svo um haustið einu sinni, er jeg var eitt kvöld úti á Austur- brú og var á leið heim, varð mjer það ljóst, að jeg lifði ekki samboðið þeirri reynslu, sem jeg hafði haft í Færeyjum, og að líf mitt var ekki líf trúaðs manns. Jeg fyltist af skelfing yfir sjálfum mjer og ljettúð minni, og varð alveg frá mjer. Svo flýtti jeg mjer það sem jeg gat heim til mín og fór upp til vinar míns Har. Níelssonar, því honum treysti jeg best í and- legum málum. Jeg hitti hann einan og við töluðum lengi saman, og jeg opnaði fyrir honum hjarta mitt og hann varð mjer til mikils styrktar. Svo fór jeg niður til mín og bað lengi, langt fram yfir miðnætti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.