Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 50

Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 50
50 Ó Ð I N N þennan viðburð var farið að undirbúa foreldramót í U-D. ]eg fór með boðsbrjef til foreldranna í minni sveit. Komst jeg þá í kynni við mörg heimili af ýms- um stjettum, sjerstaklega hinum fátækari, og voru allmisjafnar viðtökur, sem jeg fjekk. Svo kom for- eldramótið. Það var haldið í efri salnum í Bethesda. Þar var alveg troðtult. Jeg sat framarlega í salnum. Ricard og einhver annar hjeldu ræðurnar. Ricard lýsti fjelagsstarfinu með eldi og áhuga. ]eg sat eins og í leiðslu og nýjar sýnir opnuðust fyrir mjer. Mjer fanst að yndislegt væri að vera í slíku blessunarríku starfi. Alt í einu heyrði jeg muldrað eitthvað við hlið mjer, heyrði að einhver var að tauta: »Já, en gagnar það nokkuð?« Jeg leit við og sá að hjá mjer sat gamall maður lotinn og kinnfiskasoginn. Augun lágu djúpt og úr þeim stóð svo mikill dapurleiki og ömur- leiki, að mjer varð hverft við; allur svipurinn bar vott um hið mesta bölsýni. Jeg kváði. Hann leit til mín og hvesti á mig augun: »Tror De det gavner« (Haldið þjer að það gagni)? sagði hann. Jeg sagði: »Já, jeg held að það gagni eitthvað*. — »Jæja, svo þjer haldið það, það haldið þjer!« Það fóru ónot um mig og jeg fór að hugsa um, hvort alt þetta gagnaði nokkuð. Jeg fann efann læðast inn, og myrkva gleði mína. Karlinn hjelt áfram að muldra þetta sama. Svo færði jeg mig aftar í salinn. Og nú fór jeg að hlusta aftur á lýsingu Ricards. Aður en mig varði, heyrði jeg muldrað við hlið mjer: »Mundi það gagna nokk- uð?« Jeg leit við og karlinn sat þar. Hann hvíslaði: »Svo þjer haldið virkilega að það gagni?« »Já, jeg býst við því«, sagði jeg. Svo sá jeg á aftasta bekk autt sæti. Jeg læddist þangað; mjer leiddist karlinn svo mikið. En svo var hann kominn þangað með sömu spurninguna. Og þá svaraði jeg með nokkrum þjósti: »Já, jeg er viss um að það gagnar mikið«. »Ja saa« sagði hann. Svo leit jeg ekki við honum framar. Mjer fanst næstum því, að hann væri útsend- ari djöfulsins sjálfs. A eftir mótinu, er fólk var að fara, hitti hann mig frammi í ganginum hjá fatageymsl- unni og sagði hann þá í hæðnisróm: »Þjer haldið þá að það gagni«, jeg svaraði ekki, en ruddist gegn um þyrpinguna og komst út. Síðan hef jeg ekki sjeð hann. Mjer datt í hug seinna, hvort þetta hafi verið maður, eða fóstur ímvndunar minnar, en hvort sem hefur verið, varð það mjer til heilabrota og efasemi, sem þó lyktaði þannig, að jeg tók »sveitina« alveg að mjer og gekk í »úrvalið«. Þennan vetur eftir nýár var voðakalt. Stöðug frost, um 20 st. og fannburður mikill. Jeg hjelt þá mikið til hjá Snorra úti í Ösfersögade, og var jeg þar einnig oft með bækur mínar og hafði goft næði meðan Snorri var á skólanum. Við höfðum mötuneyti saman með þurmat og te. Það var víst hart í ári hjá mörg- um. Einn morgun kl. 10 var jeg uppi í herbergi Snorra. Þá var hringt. Jeg vissi að konan, sem var Ieigjandinn, var úti. Jeg opnaði, og stóð þá þar dreng- ur fyrir framan, afarræflalegur og stóðu tærnar berar fram úr skóræflum. Hann spurði, hvort ekki væru til gamlir skór eða trjeskór, sem hann gæti fengið. Jeg Ijet hann koma inn og gaf honum te og brauð, og sagði honum að koma næsta dag, og þá gæti verið að hann gæti fengið eitthvað. Jeg átti skó, sem voru mjer of litlir, en þeir voru niðri á Garði. Næsta morgun hafði jeg þá með mjer og eina sokka. En drengurinn kom ekki þann dag. Næsta dag kom hann og þá gaf jeg honum þetta, sem jeg hafði. Jeg spurði um nafn hans og heimilisfang og sagðist hann heita Valdemar Petersen og eiga heima í St. Peter- stræti nr. 41. Svo fór hann. Jeg vissi að K. F. U. M. átti heilt upplag af drengjafötum, sem ýmsir for- eldrar drengjanna í U-D höfðu gefið, ef »sveitastjór- arnir« rækjust á einhvern fátækan dreng, sem hægt væri að gefa það. Jeg fór svo og valdi út góðan fainað, sem jeg hjelt að mundi vera mátulegur, og labbaði með hann niður í St. Peterstræti. En dreng- urinn hafði aldrei búið þar. Hann hafði sagt mjer að foreldrar hans ættu 7 börn og alt væri í fátækt. Svo vissi jeg að hann hafði skrökvað að mjer. Liðugum mánuði seinna mætti jeg honum og fór að tala um þetta við hann. Hann sagðist hafa orðið hræddur um að jeg ætlaði að kæra sig fyrir betl, og því skrökvað til nafns síns. Jeg sýndi honum fram á hvað heimskur hann hefði verið, því ef jeg hefði ætlað að kæra hann, hefði jeg ekki farið að gefa honum skó, heldur farið með hann til lögreglunnar strax. Jeg fór svo með hann upp í K. F. U. M. og fann handa honum góð og mátuleg kampgarnsföt, sama sem ný, og urðu það fermingarfötin hans. Hann varð svo sótaralærlingur og kom seinna mikið í K. F. U. M. Svo leið nú veturinn þannig, og meir og meir komst jeg inn í starfið og fleiri og fleiri kunningja eignaðist jeg meðal hinna ungu. Þetta hafði auðvitað áhrif á lestur minn, sem varð að sama skapi minni því meira sem starf mitt varð. Samt var það þolan- legt þennan vetur. Jeg stundaði latínuna vel hjá Gertz prófessor og sótti nokkuð tíma til Wilhelms Thomsen. Þar að auki hjelt jeg frönskunni við og las talsvert þýskar bækur. Þá las jeg Wilhelm Meister eftir Goethe
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.