Óðinn - 01.01.1928, Page 55

Óðinn - 01.01.1928, Page 55
Ó Ð I N N 55 nokkur breyling á umgengninni við íslenska slúdenta. Þeir, sem jeg 'hafði alt af yndi af að koma til og ljetu ekki skoðanamismun koma til greina, svo að jeg gat með mikilli ánægju umgengist þá, voru t. d. Friðrik Hallgrímsson, Haraldur Níelsson, ]ens Waage, Magnús Einarsson, Harl Nikulásson, Sigfús Blöndal og Sigurður Magnússon. ]eg gat verið með öllum þessum og auðvitað nokkrum fleirum án þcss að þurfa að lenda í stælum og ófriði. Aftur var einn af mínum allra kærustu vinum, Kn. Zimsen, svo óvæg- inn, að við gátum aldrei stundinni lengur verið sam- an án þess að í hart slæi milii okkar út af trúmál- unum. Stundum þegar við vorum að tefla saman í mesta bróðerni, þurfti ekki nema eitt orð til að kveikja í og endaði með þeirri sláandi sönnun, að annarhvor sló taflið urn koll. Þannig man jeg eftir að það fór einu sinni heirna hjá mjer og eftir þá hrynu gengurn við út og skildu leiðir á Nörreboule- vard. Þá sagði jeg að best væri fyrir okkur báða að hætta að umgangast í bili, því við værum báðir svo örir og ákaflyndir og vætu stælur okkar hvorugunr til góðs, og gæti vinálta okkar samt haldist. ]eg veit ekki hvernig á því stóð, en jeg þoldi engum eins lítið og Knúti, ef til vill hefur það verið af því að mjer þótti vænst um hann. Svo skildu leiðir okkar í bili og hvorugur ónáðaði annan. Allar mínar erjur við landa mína höfðu þó viss áhrif á mig og eitt lærði jeg vel, að stælur og þráttanir greiða ekki götu kristindómsins að hjartanu. Um haustið var tími minn á Garði útrunninn, af því að þá hefði Þorsteinn Gíslaso.i átt að flytja út, ef hann hefði búið kyr á Garði. En jeg átti eitt ár eftir af Garðstyrk mínum. ]eg fjekk íbúð í Nörre Farimagsgade 55, hliðarbyggingunni, og hafði þar heila íbúð með liílu eldhúsi, allstórri stofu og smáu svefnherbergi. ]eg hafði húsgögn mín og fjekk að láni nokkur í viðbót. Þetta kostaði 18 kr. um mán- uðinn. Nú átti jeg hægra með að safna drengjum heim til mín, því þótt þeir kæmu stundum á Garð, þá varð jeg að gæta þess, að það yrði ekki til trufl- unar sambýlismanni. ]eg hafði ákveðið kvöld hverjum flokki, föstudagskvöld var helgað drengjum og piltum, sem heyrðu til hálfgerðum trantaralýð, sem ólu aldur sinn á götunni og þóttu ekki hæfir framferðis vegna í siðuðum fjelagsskap. Kunningskapur minn við þá hafði byrjað á því, að þeir komu á U. D.-fundi til þess að gera óspektir og var það mitt verk að halda þeim í skefjum. Var það stundum erfitt verk. Surnir þeirra höfðu verið skrifaðir inn í deildina, en hagað sjer þannig, að þeir urðu óviðráðanlegir, og tvo af þeim, Frederik og Alfred, hafði »Úrvalið* orðið að reka á burt. Oft átti jeg í brösum við »Úrvalið« út af þessum drengjum. Og svo er þeir gátu ekki komið í U.-D., fengu þeir kost á að koma til mín á hverju föstudagskvöldi. Var stundum erfitt að kenna þeim almenna kurteisi. Einu sinni komu þeir með bunka af úrklippum úr saurblöðuni, þar senr voru skammir um presta og kirkju o. þ. h. og vildu fá mig til að hrekja þetta. ]eg kvaðst vera hjer til að boða þeini sannleikann, en ekki til að dispútera við þá. ]eg sagði þeim líka óspart til syndanna, en alt af vildu þeir samt koma. Oddvitar klíkunnar voru þeir Frederik og Alfred. Frederik var 17 ára gamall, stór og sterkur, með falleg augu, en mesti skelmir. Einu sinni gaf jeg honuni utanundir með reglustiku fyrir guðlöstun; stundum tóku þeir sig saman um, að koma aldrei, en svo komu þeir samt. Varð af þessu löng og hörð glíma við nafna minn, sem endaði svo, að hann varð vinur minn og hefur verið það síðan, og er nú margra barna faðir og á drengi, sem kalla mig Friðrik rrænda (Onkel). Það yrði stór bók, ef jeg ætti að segja ítarlega frá þessu öllu. En alt þetta varð mjer til mikillar blessunar og þroska. Eitt kvöld hafði jeg handa úrvalsdrengjum, voru það rnest latínuskóla- drengir, með bókmentaleg áhugamál. Eru nokkrir þeirra nú framarlega í kristindómsmálum, t. d. Pastor Gunnar Engberg, sem nú er einna mest þektur maður í kristilegri starfsemi í Danmörk, og nokkrir af þeim eru skólamenn við latínuskóla Danmerkur. Alt þetta eru mjer miklar og dýrmætar endurminningar. Um eitt starf þarf jeg enn að geta. Það var sunnudagaskólastarfið. ]eg vildi læra eitthvað í þeirri grein og varð jeg kennari í sunnudagaskóla Garnisons- kirkjunnar. Það er mjer ógleymanlegt. Kennara- flokkurinn var mjög samhendur. Vjer höfðum um 700 börn og áttu ekki að vera nema í kringum 20 í flokki hverjum. ]eg hafði samt um 25 drengi og varð mjer sá flokkur afarkær og eru nokkrir af þeim ennþá vinir mínir. ]eg kom á heimili þeirra og hafði þar margar góðar stundir. Rjett fyrir jólin kom nýr drengur í flokkinn. Hann átti heirna í Kloster- stræti. ]eg fór heim til hans. Þar var afarmikil fátækt. Þar voru 7 eða 8 börn hvert öðru yngra. Þau höfðu eina stofu til alls og maðurinn var atvinnulaus. Louis hjet elsti drengurinn, 11 ára. Það var hann, sem var í sunnudagaskólanum. Hann var mjög klæðlítill. ]eg sagði honum að koma heim til mín; jeg gæti útvegað honum eitthvað af fötum. Svo kom hann. ]eg hafði fengið föt handa honum í K. F. U. M.; hann var mjög glaður við. Meðan hann var að drekka kaffi.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.