Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 66
66
ó Ð I N N
afgreiða þarf 10 til 12 þúsundir skipa á ári á
sóttvarnarstöðinni, og suma daga skifta þau skip
tugum, sem þangað koma. Má af því marka,
að læknirinn hafi haft þar ærið að starfa.
í marsmánuði 1922 fjekk Björgúlfur eins árs
leyfi frá læknisstörfum, með fullum launum, og
lagði þá þegar af stað áleiðis til íslands, ásamt
konu sinni. Komu þau hingað um sumarið og
dvöldust hjer um þriggja mánaða skeið. Björg-
úlfur fór þá landveg vestur og norður um land,
alt austur í Þingeyjarsýslu. Hjeðan fóru þau
hjónin til Englands um haustið, en þaðan til
Kaupmannahafnar og dvöldust þar fram yfir
áramót, en hjeldu þá austur til Sambó og voru
þar fram í aprílmánuð 1926, en komu alfarin
heim hingað snemma sumars það ár.
Mörgum Islendingum leikur hugur á að hverfa
heim hingað, þegar þeir hafa verið lengi utan-
lands, en oft hafa þeir þá ekki fest hjer yndi,
þó að komið hafi, og þá horfið hjeðan innan
skamms. Björgúlfur læknir hefur alla tíð verið
mjög gróinn við þetta land og ætlað sjer heim,
þegar efni levfðu. Hann hefur nú keypt Bessa-
staði, eins og áður segir, en þá jörð mun
honum lengi hafa leikið hugur á að eignast,
og þarf ekki að efa, að hann sitji hana rík-
mannlega.
Það er jafnan gleðiefni, þegar einhver landa
vorra ryður sjer braut erlendis til fjár og met-
orða, en eigi hefur öllum enst hamingja til slíks,
þótt freistað hafi, og góðan viljann haft að upp-
hafi, því að þar eru margir, sem keppa, og njóta
þá sumir annara, en Islendingar eiga sjaldan
marga að, þegar komið er út fyrir landsteinana.
En Björgúlfur læknir hefur ekki þurfl að leita
annara ásjár. Hann er einn þeirra hamingju-
manna, sem alt verður auðvelt. Með dugnaði
sínum, glæsilegri framkomu og drengilegu við-
móti hefur honum orðið auðgengin gata til
vegs og sæmdar, og honum hafa orðið allir
vegir færir, þar sem annara biðu torfærur einar.
Og það er trú vina hans, að hann eigi hjer
mikið starf óunnið, landi voru til vegs og við-
reisnar.
B. Sv.
4
Eggert Sigfússon,
siðast prestur til Selvogsþinga, var fæddur á
Eyrarbakka 22. júní 1840. Hann var sonur Sig-
fúsar trjesmiðs Guðmundssonar (alment nefndur
Sigfús »snikkari«) og Jarþrúðar Magnúsdóttur,
er lengi bjuggu á Skúmstöðum á Eyrarbakka.
Sigfús dó 9. janúar 1877, 74 ára að aldri, og
var hann alkunnur húsasmiður á sinni tíð
eystra, en sjerstaklega þó kirkjusmiður. Dóttir
þeirra hjóna var Þóra, kona Eggert bónda Ein-
arssonar í Vaðnesi í Grímsnesi.
Eins og þá var títt, ritaði sjera Eggert æfisögu
sína (vita) á latínu, þá er hann vígðist, og
hljóðar hún þannig:
»Ego Eggert Sigfússon natus sum in emporio Eyrar-
bakka, in toparchia Arnesensi, die 22 Junii 1840, paren-
tibus fabro lignario Sigfús Guðmundsson et Jarþrúður
Magnúsdóttir. Usque ad annum qaintum decimum apud
parentis vixi. Hoc anno in scholam Reykjavicanam sum
admissus, quam sex annos freqventavi. Proximis se-
quentibus duobus annis, theologiæ studebam in Reykja-
vicano seminario pastorali, et inde anno 1863 dimissus
sum, charactere: ,Haud illaudabilis primi gradus'. Post
hoc tempus pueros docui, in tribus emporiis: Keflavicæ,
duo annos; Husavicæ, tres annos; Eyrarbakka, unura
annum, donec hoc anno sacerdotium accepi, et heri
ordinatus sum, a summo venerando episcopo Islandiæ,
dr. P. Petri filio.
Reykjavicæ, die 30. Augusti 1869.
Eggert Sigfússon«.
»Viðbætir (ritaður löngu síðar):
Pann 7. október 1869 kom jeg að Hofi á Skagaströnd.
Paðau fór jeg I ágúst 1872 að Klausturhólum; par var
jeg í 12 ár og kom hingað að Vogsósum þann 6. júní
1884«.
Kunnugur maður, Helgi Jónsson, sem lengi
var verslunarstjóri í Þorlákshöfn, lýsir sjera
Eggert og viðkynningu sinni við hann þannig:
»Jeg kyntist sjera Eggert fyrst um 1890. Góð
vinátta tókst brátt með okkur og hjelst alla tíð
upp frá því. Sjera Eggert var mjög fræðandi;
hafði einkum yndi af að tala um söguleg efni
og málfræði. Var hann einkum stálminnugur á
ártöl. Hann mun og hafa verið stálsleginn í
grísku og latínu.
Jeg minnist þess, að hann sagði einu sinni
við mig, að þýskur prófessor hefði komið til
sín að Vogsósum og þeir átt tal saman á latínu.
»En hann flaskaði einu sinni á því«, sagði sjera
Eggert, »að nota þolfall i stað þágufalls. Ekki
var það gotl!«