Óðinn - 01.01.1928, Side 67
ó Ð I N N
67
Sjera Eggert var töluvert spjehræddur; hann
var langskemtilegastur þar sem 3 eða 4 voru
saman komnir og þá sjerstaklega væri ofurlítið
Sjera Eggert Sigfússon 1867.
»tár« til hressingar. Hann var meinfyndinn, ef
i það fór. Aldrei sá jeg hann reiðast, en honum
gat orðið þungt í skapi, ef honum mislikaði
við »skúmana«.
Hann hataði fláttskap og hræsni og hafði við-
bjóð á hjegómaskapnum; var frábitinn illu um-
tali, en gat stungið óþægilega á kaunum þeirra,
sem reyndu að narta í hann.
í öllum viðskiftum var sjera Eggert hinn
áreiðanlegasti og ósínkur mjög. Hann var góður
ræðumaður, en talaði sjaldan lengur en fjórð-
ung stundar; framburðurinn var ekki að því
skapi góður;
Jeg á nokkur brjef frá sjera Eggert, er sýna,
hve stuttorður en gagnorður hann var. 1 stuttu
máli: Jeg geymi hinar bestu minningar um
kynni mín af sjera Eggert, og get sagt, að vin-
átta hans var mjer til gleði og ánægju alla tið«.
Frú Hólmfríður Snorradóttir, sem nú býr að
Vogsósum, hefur látið þessa getið um sjera
Eggert:
»Jeg var samtíða sjera Eggert Sigfússyni síð-
asta missirið sem hann lifði. Hann var þá orð-
inn talsvert lasburða og þurfti því meiri að-
hjúkrunar en áður; fyrir því komst jeg, sem
húsmóðir hans, í nokkru nánari kynni við hann
en aðrir á heimilinu og fann þá oft, hve góðan
mann hann hafði að geyma, að hann var maður,
sem í engu mátti vamm sitt vita, en vildi öll-
um vel. En sjerkennilegur var hann i hugsun
og hátlerni og því mun hann hafa verið mis-
skilinn af mörgum, svo sem altítt er um þá
menn, er eigi binda bagga sína sömu hnútum
og samferðamenn. Hann mun hafa átt allstrangt
uppeldi i æsku og því orðið nokkuð dapurri í
huga en ella, er hann sá ýmsa vankanta á
mönnum og málefnum i lífinu og þá ekki síst
þeim, er mikið bárust á og ljetu lítið gott af
sjer leiða, en »þóttust menn, en voru ekki«.
Stærilæti, mont og hroka hataði hann og var
oft meinfyndinn og bituryrtur i þann garð, svo
og þeirra, er virtu þessa heims gæði framar
öllu öðru, en hirtu minna um að auðga sál
sína að góðum hugsunum og göfugu Iíferni til
orða og verka.
óeigingjarnari mann getur varla en sjera
Eggert var, því hann mátti ekkert aumt sjá og
gaf lasburða fólki og fátæklingum oftar af sín-
um litlu efnum en menn höfðu af að segja. F*á
Sjera Eggert Sigfússon 1898.
er menn áttu að greiða skyldugjöld sin til hans,
t. d. skírnartolla, var hann oft vanur að segja
við þá: »Nei, jeg tek ekki við þessu; hafðu það