Óðinn - 01.01.1928, Síða 70
70
ó Ð I N N
unum viðnám, en að flýja hingað — það hefði
orðið þeim ljettbærari dauðdagi.
— Guð hjálpar okkur, svaraði konan.
— Hvernig má það verða, mælti maðurinn,
þar sem við erum hjer varnarlaus innan um ó-
argadýr og höggorma. — Og hann reif klæði sín
í örvæntingu og grúfði andlitinu niður i jörðina.
Hann var með öllu vonlaus, eins og sá, er fengið
hefur banasár.
En konan sat flötum beinum, spenti greipar
um knje sjer og horfði út yfir eyðimörkina. Og
svipur hennar lýsti takmarkalausri sorg.
Pálminn tók eftir því, að enn óx þyturinn í
laufinu. Konan hafði auðsjáanlega orðið þess vör;
því að hún leit upp í laufkrónuna. Og um leið
hóf hún ósjálfrátt upp hendurnar.
Döðlur, döðlurl hrópaði hún.
Svo innileg bæn fólst í röddinni, að pálminn
óskaði að hann væri ekki hærri en svo, að jafn-
auðvelt væri að ná í döðlur hans, eins og að
tína rauðu berin af þyrnirunnanum. Hann vissi
sem sje að krónan var alsett döðluskúfum, —
en hvernig áttu flóttamennirnir að ná til þeirra
— slíka ógnar hæð!
Maðurinn hafði þegar veitt því eftirtekt, að
döðlurnar hjengu svo hátt, að engin leið var að
ná þeim. Honum varð það því ekki einu sinni
að líta við, en hann hafði hinsvegar orð á því
við konuna, að lítið gagnaði að óska þess, sem
ómögulegt væri.
En barnið, sem var að hlaupa þar í kring og
leika sjer að stráum, það heyrði andvörp móð-
ur sinnar.
Og litli drengurinn gat ekki unað því, að
mamma hans fengi ekki það sem hún bað um.
— Þegar hann heyrði nefndar döðlur, varð hon-
um litið upp í trjeð. Og hann braut heilann um
það, hvernig hann ætti nú að fara að því, að ná
í döðlurnar. Og það lá við að hrukkur kæmu á
ennið undir ljósu lokkunum. Loks brá fyrir
brosi á andliti sveinsins. Hann hljóp að pálm-
anum, klappaði honum með litlu hendinni og
sagði með blíðri barnsrödd;
— Beygðu þig, pálmi! Beygðu þig, pálmi!
— En — hvað er nú þetta — hvað er um að
vera?
Það hvein í pálmablöðunum, eins og um þau
færi fellibylur og bolurinn kiptist við hvað eftir
annað. Pálminn fann, að hjer var við ofurefli
að etja. Hann varð að hlýða drengnum litla.
Og hann Ijet bolinn sinn háa lúta barninu,
eins og menn lúta höfðingjum. Hann laut svo
lágt, að krónan mikla með blaktandi blöðunum
nam við sand eyðimerkurinnar og bolurinn varð
eins og afarmikill bogi.
Drengnum virtist alls ekkert bregða við þetta,
en hann hljóp að krónunni með fagnaðarópi og
tíndi hvern döðluskúfinn á fætur öðrum af gamla
pálmanum.
Þegar hann þóttist vera búinn að fá nóg, og
pálminn lá enn hreyfingarlaus, gekk hann til
hans aftur og sagði með innileikans blíðustu rödd:
— Rístu upp, pálmi! — rístu upp!
Og stóra trjeð rjetti úr sjer hægt og með lotn-
ingu, og í blöðunum heyrðíst þytur — eins og
hörpuhljómur.
— Nú veit jeg yfir hverjum þið syngið lík-
sönginn, mælti gamli pálminn, þegar hann var
búinn að rjetta úr sjer. Það er ekki yfir neinu
þessara flóttamanna.
En maðurinn og konan krupu á knje og lof-
uðu Guð: — Þú hefur sjeð örvænting okkar og
frelsað okkur. Þú ert hinn voldugi, sem beygir
stofn pálmans eins og reyrstrá. Hver er sá ó-
vinur, er við þurfum að óttast, þegar þú vernd-
ar okkur.
Næsta sinn, er kaupmannalest fór um eyði-
mörkina, sáu þeir að laufkróna pálmans mikla
var visnuð.
— Hvernig vikur þessu við? sagði einn ferða-
mannanna. Þessi pálmi átti ekki að visna fyr
en hann liti þann konung, er meiri væri en
Salómon.
— Má vera að hann hafi sjeð hann, svaraði
annar. Árni Jóhannsson.
0
Skilaboð.
Sankti Pjetur sagði mjer,
að sjálfsagt inn þjer mundi hleypt,
en dropann yrði að draga af þjer
og daður væri ekki leyft.
Fnjóskur.
*