Óðinn - 01.01.1928, Síða 72

Óðinn - 01.01.1928, Síða 72
72 ÓÐ I N N Um sveitina vorhlýir vindar með vonir í fanginu svifu. Yið heiðarbrún syngjandi svanur ílaug suður í bláfjalla geim. 1 grasbrekku sátum við saman við sólskin og vatna hreim. í útsýn var endalaust hafið; á aðra hlið vorhvískur móa. Á vogi skein súð undir segli; í sveit kvað við lofsöngur spóa. í blikfegurð leiftrandi ljósa var ládeyða um hamingju flúð. Á myrkviðu svarteygðrar sorgar óf sóldýrð sitt gróðrar skrúð. í örygð lá gullið í grasi á glitrandi, sólfáðum engjum. Og síung rann elfur að ósi með algleymi’ i titrandi strengjum. Og djúpt nið’r í dalina færðist hin dulræna háfjalla kyrð. Sem tónar í unaði tengjast, svo tengjast þær nánd og firð. Og aftur hinn syngjandi svanur úr suðurátt fluginu sneri. Nú átti hann alstaðar heima, því alstaðar fagnaði’ og greri. — Þú hneigðir mjer höfuð að barmi og horfðir á konungsins val. Sem óbrotinn unaðarsöngur snart eilifð hinn græna dal. Kvöldganga. Sól rann til norðurs og sindrandi lækkaði. Söngvunum fækkaði; fuglinn sig hreiðrinu fól. Fljótsheiði ljósbrotum skifti með skuggunum. Skörtuðu á gluggunum leiftur frá sígandi sól. Jeg gekk upp á heiðina, horfði’ yfir sveitina; hóf svona leitina. Setst hafði sóley í tún. Bárðardalsfjöll lögðu bláfeld um hlíðar. Bláklukkur friðar lokuðu blöðum á brún. Gekk jeg á Lágafell, leit yfir heiðina; ljósgeisla veiðina óf inn i trega míns traf. Leiftur af Másvatni leituðu að ómunum, lofgerðar hljómunum dýrstu, sem drottinn mjer gaf. — Norður á fellsbungu för mina laðaði, fjallstinda baðaði ljóminn af lækkandi sól. Öræfin ljósrauð í landsuðri glóðu. Lambafjöll stóðu þögul í kvöldroða kjól. Við Kinnarfjöll sóldýrðin sí og æ lækkaði. Söngvunum fækkaði. Dalbotninn döknaði’ í ró. Langt út á sundinu ljósgeislar tindruðu, leiftruðu, sindruðu logum um hvikandi sjó. 1 vesturátt Goðafoss djarflega dunaði, dýrkeyptum unaði markaði minninga lönd. Laxá í austri með lágróma niði, lokkandi kliði, dró mig á draumanna strönd. Sigurjón Friójónsson. Sjera Friðrik Friðriksson. Minningar hans, sem birtst hafa hjer í blaðinu, liafa verið sjerprentaðar og koma út i bók jafnframt þessu hefti Óðins. Heitir sú bók »Undirbúningsárin. Minn- ingar frá æskuárum«, og kemur út til minningar um sextugsafmæli höfundarins, sem var 25. maí p. á. Bókin er 335 bls. og kostar kr. 7,50, í bandi kr. 10,00. — Óðinn taldi sjálfsagt, að láta niðurlag minningargreinanna koma alt í pessu hefti, pótt pað taki par miklu meira rúm en greinarnar hafa áður tekið í blaðinu, til pess að kaup- endur pess hefðu fengið bókina alla um leið og hún kemur út. En petta veldur pví, að heftið, sem nú er sent út, er stærra en venjulegt er, og líka hefur pað valdið nokkrum drætti á útkomu heftisins. »Undirbún- ingsárin« ná fram til pess, er höf. kemur heim frá Khöfn 1897 og stofnar hjer »Kristilegt fjelag ungra manna«, en upp frá pví helgar hann peim fjelagsskap alt lífsstarf sitt. Verður næsta bindi æflsögu hans jafnframt saga pess fjelagsskapar hjer á landi. Margt af pví, sem koma átti í pessu hefti, verður vegna prengsla að bíða næsta heftis, en svo er jafnan ástatt um Óðinn, að fyrirliggjandi efni er miklu meira en svo, að blaðið rúmi pað. Næsta hefti mun koma út í október í haust. %

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.