Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 7
ÓÐ I N N 1 himninum, það mátti heita blæjalogn, ekkert hljóð heyrðist, nema gjálfur hafsins við borgar- jakann sem leið með hægri ferð á kyrrum sæ, er Ijek í ljettum gárum undan riði hans, um leið og hann rak fram á leið og dró með sjer skipið, jafnstilt og kyrlátlega. Pað var fögur nótt, mikilfengleg og hátíðleg. Hinn fagurskreytti himinn, hinn spegilsljetti hafflötur með lsborg- um og jakabreiðum, sem voru svo dularfullar og hátiðlegar í norðurljósablikinu, hinn fagri sjónhringur til hafsins og hin óljósa dimma, brún fjallanna í landi, sem í fjarska hófust mót himninum, hin dásamlega töfrandi næturkyrð, . . . ó I þetta augnablik væri óskandi að vera málari, þvilík dýrð. Allir glöddust svo innilega yfir þessari kyrlátu nótt, sem eðlilegt var, þvi oss fanst að veðrið hefði verið heldur óstilt á leiðinni, að fám dög- um undanteknum. Hvilik tilhlökkun að komast i rekkju þegar svona viðraði vel, og svefninn þá eftir þvi fastur og vær. Enl hvað er þettal Við vöknuðum um miðja nótt heldur snögglega og óþægilega, er við ultum fram úr rekkjunum. — Hvaða hávaði og læti uppi á þilfaril Óp, köll og óttaleg háreysti og það á þessari sælu nóttu, en það var engin friðsæl nótt framar, það var skelfilegur morgun. Það hafði skollið á ofsarok á suð-suðaustan, sem hreyf skipið frá ísborginni, en yfir á hana höfðu einmilt farið nokkrir af skipverjum til að losa akkerin upp úr ísnum, og nú stóðu þeir þar. — Eftir nokkrar tilraunir hepnaðist þó skipstjóranum að bjarga þeim yfir á skipið, en veðrið harðnaði meir og meir. Kl. 8 var vindhraðinn 11 — ofsarok og sjó- gangur mikill. En hann átti eftir að aukast. Kl. 12 var komin afspyrna (12). — Vindurinn æddi og öskraði með þeim offorsi, að þvl verð- ur ekki með orðum lýst. Það hafði í tíma hepn- ast að hleypa gufunni á, svo það var sæmileg stjórn á skútunni, en skipið ílaug áfram með hálfu meiri hraða en skrúfan gat gefið því, lamið áfram af ofsanum, og skall með háum drunum og dynkjum á ísjakana, sem voru alt t kring. Vjer vorum einmitt í sömu kringum- stæðum og Scoresby hefur lýst svo átakanlega og hver góður stýrimaður, sem lendir I ís, ætli að forðast að komast í. — Það þyngdi í lofti og tók að rígna. Regnið fraus á reiðanum, sem því varð brált klökugur, eins og sjómennirnir kalla það, það er að segja, alt sem stendur upp eða hangir ísast, það setst á það íslag — ísing — svo það verður erfitt að hreyfa nokkurn hlut, kaðlarnir verða fastir í blökkunum og alt verð- ur ómögulegt. Þilfarið og alt ofanskips verður glerhált, svo hvergi er fótfestu að fá. Efsti hluti reiðans bilaði eitthvað. Það var reynt að koma stormseglinu fyrir, en um leið og vindurinn tók í það var það horfið. Skrúfan snerist þó enn þá eftir hætti. — Með 10 mílna hraða þeyttist skipið á isjakana, þar sem það rak á reiðanum, eins og sjómenn kalla það, því ekki var svo mikið sem þverhandar breidd af seglum utan á ránum. En Fox litli er sterkt skip, máske hið sterkasta, sem nokkru sinni hefur höggið á borg- arís eða nokkru sinni kemur í ís, en það eigum vjer að þakka Sir Leopold M’Clintock, sem rjeði klæðningunni á Fox og áður er getið — og súðin á Fox þoldi vel hvert höggið af öðru án þess að bila. Rokið var eins öskrandi og það mest getur verið suður í hitabeltinu, og aflið var svo afskaplegt, að öldurnar gátu ekki risið, því um leið og þær voguðu að lyfta sjer upp var þeim hvirflað í sama svip út í loflið og urðu að sjáfarúða. — Hvar sem auður sjór var á milli isflakanna var hafið eins og vellandi suðuhver, ómælanlega stór og víðáttumikill, þar sem gufu- mekkirnir þyrluðust í allar áttir af vindinum, eða eins og á eyðimörku á heitum sumardegi, þar sem æðandi stormurinn hvirflar rykskýjun- um hált í lott. Þetta hafryk, ef svo mætti kalla það, lamdi oss í andlitið svo húðin varð sár og gerði oss hálf-blinda, en svo bætlust við ís- stönglarnir, sem voru á ferð og flugi hvaðanæfa að og ísklumpar ofan úr reiðanum. Alt þetla hindraði mjög mikið allan sjónvörð. F*ó vorum vjer allir á varðbergi til að sneiða hjá stærstu ísfjöllunum, sem kútveltust í hafrótinu og flutu alt í kringum oss, knúð áfram af æðisgengnu hafinu, sem látlausi skall á þessum tröllaförum með öskrandi hvin. Þennan dag stóð skipstjórinn vel í stöðu sinni, eins og sæmir hverjum hugrökkum sjómanni. Hann stóð fram á allan daginn á varðbergi og ljet stýra undan verstu árekstrunum, sem jafn- vel Fox, eins sterkbygður og hann þó er, hefði eflaust orðið að láta undan. Hvert annað skip sem væri, mundi fyrir löngu hafa verið möl- brotið og sokkið, en ekkert annað skip hefði heldur vogað að brjóta í bág við aðvörun Scor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.