Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 26
26 ÓÐINN talsverða upphæð átti það í sparisjóði. Hafði hann þó ekkert getað starfað sjálfur að búí sínu um mörg ár sökum aldurs. Þessi lofsverði öld- ungur sigldi af sjer boða kreppunnar með spak- legri stjórn og ætti nú að verða mörgum mönn- um til lærdóms. Árni og kona hans voru bæði hinir höfðing- lyndustu gestgjafar. Enga unun átti Árni meiri en þá, er góða vini bar að garði. Sást hann þá ekki fyrir um rausn. Ef hestar langferðamanna voru svangir, ljet hann oft sleppa þeim í túnið. Mörgum hjálparþurfa, er leituðu hans, lánaði hann fje. Sumum, ef fátækir voru, gaf hann rausnarlegar gjafir, en ekki var kallað upp með það, og sjaldnast vissi önnur höndin hvað hin gerði. Trúmaður einlægur var Árni. Sjálfur las hann hugvekjur um vetur og vor á hverju kvöldi, og húslestra á sunnudögum alt árið. Var hann í því sem öðru fyrirmynd annara. Söngelskur var hann og hafði fram eftir aldri góða söngrödd. Var hann um mörg ár forsöngvari og meðhjálp- ari í Glaumbæjarkirkju og unni til æfiloka kirkju og kristnum fræðum. Þótt Árni væri fastheldinn og lílt breytinga- gjarn, fylgdist hann þó vel með öllum nýjung- um í búnaði. Hilt er satt, að hann var slundum seinn að taka þá nýbreytni upp. Hann athugaði það áður gaumgæfilega, hvort hún væri til veru- legra framfara og umbóta, og hvort hún tæki hinu eldra fram, því menn geta líka breytt sjer i skaða, enda gera stundum. Hann var engin eftirherma, studdist aðeins við sitt skarpleiksvit. Engrar annarar mentunar hafði hann notið í æsku, en kenslu í skrift. Ritaði hann mjög skýra og snotra hönd. Hitt var þó meiri furða, hve hárrjett hann ritaði, því rjettritun hafði hann lært eingöngu af sjálfum sjer tilsagnarlaust. — Reikningsmaður var hann einnig frábær. Hafði hann numið hann af kenslubókum sjera Eiríks Briem hjálparlaust. Pað mátti því segja líkt um Árna og sjera Matthías kveður um vin sinn, Sigurð Vigfússon fornfræðing, látinn: Einkum varst þú, Sigurður, sjálfgjörvingur, pví að skóli pinn var pitt skarpleiks vit, kraftur andans pinn kenslustyrkur og metnaður pinn mentafaðir. Ekki var Árni fljótt tekinn. Alt og alla þurfti hann að prófa vel í fyrstu. Hann var vinavand- ur, en vinátta hans var bjargföst og æfilöng vin- átta, er henni hafði verið náð. í fyrstu var frem- ur fált með okkur, en er við fórum að þekkjast betur og skilja hvor annan rjett, tókst með okk- ur innileg vinátta. Við höfðum verið nágrannar í 40 ár hvor við annars hlið. Ekki get jeg hugs- að mjer betri og ástúðlegri granna en hann. Þessa er mjer nú Ijúfast að minnast, er hann er »allur«. Jeg finn vel, að stórt skarð er höggvið í vinahóp minn við fráfall hans og lífið verður dapurlegra. Oft kom hann heim til min og sat með mjer að viðræðum, og oft fór jeg heim til hans, er jeg var orðinn þreyttur við skriftir eða bóklestur á vetrum. IJað var hressandi og un- aðslegt, að ræða við Árna. Hann var stálminn- ugur og manna fróðastur um alla landsháttu fyr og síðar. Auk þessa var hann gamansamur í orðum og skemtilega fyndinn, og gat orð- ið meinyitur, ef því var að skifta, þótt ljúf- menskan væri jafnan honum lömust og alvaran ríkusl. Lengst fram eftir aldri hafði hann sterka heilsu, en síðastliðið vor greip hann lungna- bólga hastarlega. Hinn 13. maí þessa árs and- aðist hann, 83 ára, og var greftraður að Glaum- bæ hinn 31. sama mánaðar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Árni hafði jafnan verið ljósleitinn og ljóselskur um æfina, og á björtustu og fegurstu vornótt var hann að lokum kvaddur heim. Eina vornótt hef jeg lifað svo unaðslega hjer í Glaumbæ, að jeg fæ aldrei gleymt henni. Jeg kom út um síðasta háttatíma. Hiti var í veðri og enginn andvari bærðist. Sólin var að líða hægt fram undan Tindastól og varp þeim Ijóma á kveldskýin, sem stóðu grafkyr, að jeg hef ald- rei litið neilt jafn unaðslegt. Skýin voru sveipuð öllum hinum fegurstu Iitum, og aldrei hef jeg sjeð þá jafn skíra og sterka. Litskrúðið og lit- breytingin var svo fjölþælt, að þarna sá jeg milliliti, sem jeg aðeins þá hef augum litið. Hin sama dýrð var alstaðar. Hinn unaðslegi Skagafjörður logaði allur í gullnum hjúp. Mjer rann eilífðin í hug. Jeg sat lengi hugfanginn og ætlaði aldrei að geta slitið mig frá þessari dýr- legu sýn. Jeg spurði sjálfan mig: »Er þessi vor- nótt að sýna mjer smá-mynd af eilífðinni?« Mjer fanst drottinn, að minsta kosti, vera að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.