Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 25

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 25
ÓÐINN 25 legasta. Mörg börn ólust upp hjá þeim hjónum og reyndust þau þeim frekar sem foreldrar en húsbændur, og gáfu þeim stórgjaíir síðar. Snemma komst Árni í mikið álit hjá sveit- ungum sínum. Hann var þegar kosinn í hrepps- nefnd, og árið 1888 var hann kjörinn oddviti hennar. Báru hreppsbúar best traust til hans að rjetta fjárhag hreppsins eftir hin miklu harð- indi þeirra ára og fjárfelli þann, er þá varð. Varð hann þá að taka 2000 kr. hallærislán, hreppsins vegna. En er hann skilaði oddvita- störfum af sjer 4 árum síðar, hafði hann greitt það lán að fullu. Engin laun þáði hann af hreppnum fyrir hin happasælu störf, er lánuð- ust svona vel. Árið 1892 var Árni kjörinn hreppstjóri Seylu- hrepps. Var hann talinn hinn langbæfasti allra hreppsbúa til þess starfa. Gegndi hann síðan þeirri stöðu i 25 ár, til ársins 1917, að hann baðst lausnar. Allir sveitungar Árna hafa rómað hreppstjórn hans einum munni, fyrir glögg- skygni, samvískusemi, rjettsýni og viturlega stjórn. Eitt sinn, sem oftar, var jeg staddur inni á skrifstofu Jóhannesar sýslumanns Ólafssonar á Sauðárkróki. Bárust honum þá skýrslur frá Árna. Varð honum þá að orði: »I3essar skýrslur þarf jeg vart að athuga. Pær eru ávalt hárrjettar hjá hreppstjóra Seyluhrepps. Hann er fæddur skrif- stofumaður«. En þá þótti brenna við að hrepp- stjóra-skýrslum væri ábótavant. Er farið var að sæma ýmsa hreppstjóra hjer i sýslu, og öðrum, dannebrogsnafnbótum, furð- aði marga, þar á meðal mig, að gengið skyldi vera fram hjá Árna, er margir töldu fremstan. En svona er það í henni veröld. Skopvísa Stgr. Thorsteinson’s skálds er því ratvís og hittir vel í mark: Feigðarkúlan btind, þá bálar stríð, beinist jafnt að hraustum sem að rögum; stjarna’ og kross i heiðursteikna hríð hittir alveg eftir sömu lögum. Ekkert var þó fjarlægara hinu hjegómavana og yfirlætislausa skaplyndi Árna, en að æskja slíks barnaleikfangs og dinglumdangls. Heyrt hef jeg sagt, að einn af vinum hans hafi síðar spurt hann um, hvort hann mætti ekki tilnefna hann til dannebrogs-nafnbótar. Svarið var ákveðið og stutt: »Nei, jeg hengi hann aldrei á mig, og á þá sæmd ekki skilið«. Árni var ágætum gáfum gæddur, sem margir aðrir í ætt hans. Systursonur hans, Guðmundur cand. Benediktsson frá Ingveldarstöðum, er dó langt um aldur fram, er t. d. í röð þeirra allra fremstu námsmanna, sem jeg hef kent undir skóla. — t*að var líkt og Árni sæi suma hluti fyrir. Mundi hann ef til vill fyr á öldum hafa verið talinn forvitri. Mest dáðist jeg að því, hve veðurglöggur hann var. Er mjer eitt skifti minnisstæðast. Það var fyrsta ár milt hjer í Glaumbæ. Mikil taða lá flöt, bæði á Marbælis- og Glaumbæjar-túnum. Um hádegi, í heiðríkju og sólskini, er hvergi sást skýdíll á lofti, tók hann dag þennan að rífa saman töðuna og binda jafnólt inn i hlöðu. Um kvöldið þyknaði snögg- lega í lofti og gerði steypiregn, er stóð í marga daga. Eftir þetta fór jeg að haga mjer líkt og Árni um heyskapartímann og gafst jafnan vel. Af engum manni hef jeg lært jafn mikið af veraldarhyggindum sem honum. Öll bústjórn Árna var sönn fyrirmynd. Ásamt Magnúsi tengda- föður sínum, sem einnig var búhöldur í fremstu röð, húsaði hann upp að nýju allan bæinn. Magnús var nákominn afkomandi sjera Magn- úsar Magnússonar prests í Glaumbæ, og mun hafa borið nafn hans. Iíona Magnúsar, Ingibjörg lvarsdóttir, var ættuð úr Breiðafirði. Var Sig- urður stúdent Geiteyingur afi hennar. — Engan ættingja úr móðurætt á húsfrú Sigurlína bjer í Norðurlandi, nema ekkjufrú Þórunni, móður sjera Friðriks Rafnars og Jónasar læknis. Öll peningshús reisti Árni að nýju og bygði hlöður við þau öll. Túnið sljettaði hann alt á fyrri búskaparárum sinum, og jók mikið út, svo nú gefur það af sjer rúmum helmingi meira en áður. Meira vildi hann ekki sljetta, en heima- fenginn áburður nægði til að rækta, og er það eitt skynsamlegt, eins og nú hagar til. Ekki kepti Árni við sveitunga sína í þvi að búa stórt og þenja búið út, heldur hitt, að búa trygt. Aldrei mundi heldur hafa komið svo harðar vetur, að heybirgðir væru ekki stórum aflögu, og hjálpaði hann þá oft i fóðurskorli. Þetta miðlungsbú skilaði venjulegast af sjer, sökum góðrar meðferðar bústofnsins, jafnmiklum arði og stórbúin hjá hinum. — Ekkert óttaðist Árni meir en skuldirnar, og enginn tók honum fram um skilsemi. Það mátti kallast aðdáunarvert, að í hárri elli skildist hann við bú sitt þannig, að ekki hvíldi nokkur króna á því í skuld, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.