Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 29

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 29
ÓÐINN 29 Skógarströnd og helst á þá bæi, sem sjóflutn- ingar fengust frá í Hólminn. Var það ekki mjög ótítt, að alt að 10 næturgestir voru þar. Það var máttur gestrisninnar, sem rjeði því, að öll- um leið sæmilega. Ekki var siður, á þeim tíma, að setja upp fyrir greiða. Og færri munu þeir, sem fundu hvöt hjá sjer til að borga. Af öllu þessu má sjá, að María hefur oft mátt taka til hendi um dagana. En hún var gædd miklum hætileikum. Góðlynd var hún, svo og Ijettlynd, svo að hún sást aldrei sinni bregða, hvað sem að amaði, og aldrei kvartaði hún um kjör sín. Maria er afburða fríð kona sýnum, ljós á hár, bláeygð, rjettleit, í hærra meðallagi á vöxt og tiguleg á velli. Hún er minnug, svo að hún man eftir ferðinni að Kvennabrekku frá Flatey, þá rúmra tveggja ára. Hún er greind kona og fróð, skýr í tali og skemtileg. Ljóðelsk er hún og fróð á kýmnisögur og visur, enda er hún systir skáldkonanna hinnaþjóðkunnu.HerdísarogÓlínu. Þann 22. júní 1930 áttu þau hjón 50 ára hjú- skaparafmæli. Mintust þau þess með börnum sínum og tengdabörnum þeim, sem þau náðu til. Þá nm sumarið fluttust þau frá Setbergi, þar sem þau höfðu dvalið í 24 ár. Fór þá María til barna sinna þeirra, sem búsett eru i Reykjavík, en festir þar ekki yndi að fullu og leitar því heim í sveitina á sumrin. Sambúð þeirra hjóna hefur verið hin elsku- legasta. Hafa þau jafnan verið samtaka í lífs- baráttunni, og mun það hafa verið sterkasti þátturinn í sigrum þeirra á erflðleikunum. — Pó að þau hafi nú skilið samvistir, er það af öðrum ástæðum en sundurlyndi, og mun þeim ekki annað kærara, en að fá brjef hvort frá öðru og frjeltir um líðan. Sá, sem þetta ritar, gisti fyrir skömmu á heim- ili Daða og færði honum brjef frá Maríu. Daði marglas það um kvöldið, og var að segja úr því frjettir með fögnuði, og morguninn, þegar hann vaknaði, tók hann brjefið og las það. Aftanbjarma slær nú á silfurlokka þeirra hjóna, þar sem þau silja hjer i hárri elli. En enn þá hafa ekki sveitungar þeirra borið gæfu til að meta að verðleikum geisla þá, sem þau hafa varpað yfir sveit sina og samtíð. Myndin, sem hjer fylgir, er tekin á gullbrúð- kaupsdaginn. r ö Skógstrendingur. Árni Þorkelsson áttræður, 17. desember 1932. Jeg lít til baka, þvi á þessum degi mjer þykir kalla liðna tímans raust og vitar brenna þar við þjóðarvegi, sem þarflegt starf var unnið hvíldarlaust. Að mega átta áratugi vinna, er einstök náðargjöf og þakkarverð. Nú átt þú mikinn ávöxt starfa þinna og árangur af þinni löngu ferð. Finn hugur jafnan stefndi’ að góðu starfi, því starfi’ er sinnir islenskt bændaval. Pú hafðir tekið atorkuna’ að arfl og allaf sjást þess merki’ i Langadal. í miðri sveit, við belti blárra strauma, i brekkunni á móti vestursól, þar röðulflngur geislaguövef sauma um Geitaskarð, þitt fagra höfuðból. Þar sjest þín trú á landið. Öll þín iðja var endurbótastarf og landnámstíð. Pitt takmark var, að rækta, byggja’ og ryðja, og rausnarleg var bújörðin og fríð. Og þá var einatt glatt á Geitaskarði, hjá góðum hjónum skorti þar ei neitt, þó bæri marga gesti’ að þeirra garði með gleði og rausn var hverjum manni veitt. Að vinna starf til þrifa þjóð og landi er það, scm gerir lífið mikilsvert, og byggja skal á bjargi, en ekki sandi það besta, sem menn hugsað fá og gert. Að vinna mikið starf er stærstur frami og styðja með þvi bræðra sinna hag. Heill Árni, vinur. Enn erl þú hinn sami, og áttræðum jeg heilsa þjer i dag. Jeg óska þess, að æflkvöld þitt verði sem íslenskt haustkvöld þegar viðrsr best, og hann, sem mikla giftu þína gerði, af gleði veiti þjer sem allra mest. Jeg lít um öxl. 1 lífs þins Grettistaki þú lætur eftir minnisvarða þinn. Og áttræður, en hress og beinn i baki, þú býður »Elli« i glímu, vinur minn. P. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.